Sameiningin - 01.11.1916, Síða 8
26i
helmingur til vetrar. Kornist hefir það inn í meðvitund
vora, að kalla 11 ið blíða sumar og’ liið stríða vetur. Mun-
urinn er svo feikna mikill í meðvitund vorri á sumri og
vetri. Islands-börn imfa átt mörgum minna af sumri
að segja, þó ef til vill sé sumarið þeirra fegurst allra
sumra, og íslendingar eru óvenjulega sumarelskir. Yér
börn norðanáttarinnar liöfum átt svo mikið af vetri, að
vér þráum meira sumar.
Sumar og vetur tákna þá meðlæti og mótlæti lífsins.
Missiri þau bæði eru mönnunmn ætluð af kærleiksráði
hins algóða. Ekki koma árstíðirnar þær af handahófi
og tilgangslaust, fremur en aðrar árstíðir. Hann, sem
ekki lætur linna sáning og uppskeru, sumri og vetri,
degi og nótt, lætur lieldur ekki linna meðlæti og mótlæti,
svo börn sín geti lifað, dafnað og þroskast til eilífrar
fullkomnunar. Eins og náttúran ekki gæti lifað, ef ekki
væri nema annað missirið, hvort sem það væri sumar
eða vetur, eins lifir maðurinn ekki né verður allrar
þeirrar blessunar aðnjótandi, sem Guð hefir ætlað hon-
um, nema svo, uð hann lifi bæði missirin: gleði og sorg.
Mörgum liættir við að afbiðja veturinn, sorgina, en
“faðir, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gera.”
Vér kvörtum og kveinum, þegar koma rigningar og snjó-
veður. Síðustu dagar hér liafa verið, að oss hefir fund-
ist, daprir og leiðinlegir og eklci laust við, að vér höfum
látið óánægju í Ijós í hvert sinn, sem vér liöfum lieilsast
og minst á tíðarfarið. En haldið þér, að þessir drunga-
legu dagar hafi verið án gagns og gildis. Nei, það er
nauðsynlegt, að sumir dagar sé dimmir og daprir. Á
þann sannleika er mint í Ijóðaperlu einni yndislegri, eft-
ir ameríska skáldið góðkunna, Longfellow. Kvæðið
heitir The Rainy Day, og m.unu flestir við kannast. Efni
þess væri ef til vill eittlivað á þessa leið:
Nú úti’ er kalt og dimt og dapurt,
Það dynur á regn og veður napurt.
Við vegginn hnipir hin visna eik
Og vindurinn rífur upp laufin bl'eik,—
Og veðrið er dimt og dapurt.