Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1916, Page 9

Sameiningin - 01.11.1916, Page 9
265 Mitt líf er kalt og' dimt og dapurt, ÞaÖ dynur á regn og veður napurt. Mín æskn-von er sem visið strá, sem vindurinn rífur mér burtu frá, Og lífið er dimt og dapurt. Ver kyr, mín sál, og sefa trega, Því sól er á Iiimninum æfinlega,— Ei krossar þig öðrum þyngra þjá, Og þrautstunur lát þér ei lieyrast frá, Þó stundum sé dimt og dapurt. Drottinn liefir sett merki sáttmálans á sjálfan liiin- ininn. í því trausti lifum vér hverja árs- og æfi-tíð. í þeirri trú lifum vér til að deyja og deyjum til að upprísa. Sálmar sniðnir upp. Simon W. Patten, prófessor í hagfræði við háskólann í Pennsylvaníu, hefir nýlega tekið að sér að “endurbæta” gömul og dýrmæt trúarljóð ensk, og koma þeim í nýtízku- búning. Nokkra af sálmum þeim, sem mestri hylli hafa náð meðal enskumælandi kirkjufólks, er prófessorinn búinn að kveða upp aftur, “til þess að samríma þá betur þekking og vitsmunaþroska vorrar aldar.” Ávöxt þeirrar iðju sinn- ar hefir hann svo gefið út í bæklingi, sem hann nefnir: “Advent Hymns” (“Aðventusálma”). Kveðst hann hafa lagt sérstaka áherzlu á borgaradygðir allar í þessum “endur- bættu” sálmum sínum, svo og á nútíðarvísindi og öndvegi það, sem kærleikurinn eigi að skipa. Um leið og hann lagði sig eftir þeim kostum, hefir hann auðvitað ætlað sér að hreinsa burt guðfræða-sorann úr trúarljóðum þessum og láta þau flytja mönnum kenningarlausan kristindóm að sið nýmælamanna. pað bera sýnishom þau með sér, sem hér fylgja á eftir. pau eru höfð eftir blaðinu “Current Opinion”, og upprunalegu versin látin fylg.ja með, til sam- anburðar. Lesendum Sameiningarinnar leikur efalaust hugur á að sjá, hvort manni þessum hafi tekist betur en Magnúsi gamla Stephensen, sem reyndi að koma skyn- semskusniði sinnar tíðar á íslenzkan sálmakveðskap um aldamótin næst-síðustu. Tilraunirnar báðar eru greinar af sama stofni, þótt hvor hafi sín einkenni.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.