Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.11.1916, Side 10

Sameiningin - 01.11.1916, Side 10
266 Hér er þá fátt eitt til sýnis úr þessum upp-yngdu sálm- um Pattens. Helzt til gamal-guðfræðilegur hefir honum víst þótt lofsöngurinn mikli, “Holy, Holy, Holy,” eftir ííeber biskup. Hann breytti fyrsta versinu á þessa leið: Sálmur Hebers. Holy, Holy, Holy, Lord God Al- mighty! Harly in the morning our song shall rise to Thee; Holy, Holy, Holy! Merciful and Mighty ! God in Three Persons, blessed Trinity! “Bndurbót” Pattens. Holy, holy, holy, Creativ'e En- ergy! Earth and sky and Heav'n show forth Thy will and honor Thee; Holy, holy, holy, wonderfu! in beauty, All else surpassing are humanity! Prófessorinn er friðarmaður, og hneykslast því á bar- daga-líkingunni í sálminum “Onward, Christian Soldiers”,!) eftir Saline Baring-Gould. Hann hefir reynt að sníða plógjárn úr sverði því—og tekist eins og við var að búast. Fyrsta versinu breytir hann svona: Sálmur Baring-Goulds. Onward, Christian Soldiers, Marching as to war, With the cross of Jesus, Going on before. Christ, the royal Master, Leads against the foe, Forward, into battle, See, His banners go. “Endurbót” Pattens. Onward, choseni people, Christ’s glad message spread; Not thro strife or battle, But by Jesus led. Eollow, when He calleth, Heed His cheering word; May His wisdom shield us From the flaming sword. Friðarást prófessorsins er auðvitað góðra gjalda verð, þó litlar þakkir eigi hann skyldar fyrir að leggja þannig hendur á þróttmikið hvatningarljóð, sem enginn gat mis- skilið. Baring-Gould elskaði hetjuskap allan og hreysti- verk, sem marka má meðal annars af því, að hann gaf út Grettissögu í lauslegri þýðing á ensku; það var því ekki kyn, þótt hann líkti helzt til hervæddra fylginga, þegar hann vildi kveða móð í kristna menn. pað er annars merkilegt, hve mein-illa mörgum ný- mælamönnum er við sumt líkingarmálið í bókmentum kristninnar. Dr. Charles W. Eliot, fyrrum formaður Har- vard-háskóla, var með ádeilur heilmiklar á kristna kirkju í byrjun stríðsins út af því, hve mjög hún hefði stappað í menn ófriðar-stálinu með kenning sinni og sálmasöng. Hann vitnaði helzt í sálminn nýnefnda til sönnunar máli *) Sjá þyeing Jóns Runólfssonar: “Áfram, kemput kristnar,” í Söngbók Bandalaganna.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.