Sameiningin - 01.11.1916, Síða 14
270
heilags anda. “Andinn og brúSurin segja: Kona þú!”
(Opb. 22, 17).
En þótt kenningin þannig rísi ofar ritningunni, segir
Lúter, og færi hana til lífs og afnota, þá verður þó kenn-
ingin ætíð að vera rótfest í orði Drottins, og sækja heimild
sína þangað. Beztur kennimaður er sá, sem kunnugastur
er ritningunni og geymir orð hennar eigi að eins í minni
sér, heldur einnig í huga og hjarta, sem skilur hana rétt,
og getur beitt henni svo, að hrífi.
En að skilja ritninguna er eigi að eins það, að vita þar
deili á orðinu og málfræði, og geta komist að bókstaflegri
merking hverrar setningar, þótt alt þetta hafi sín not,
heldur hitt miklu fremur, að komast þar að andanum sjálf-
um, komast að raun um lífskraft hennar, innblásinn af
anda Krists. “Af mínu mun hann taka og kunngjöra
yður” (Jóh. 16, 14).
Hvað er þá meginmálið mikla í kristinni kenning?
“pað er,” segir Lúter, “dýrð Drottins í Jesú Kristi. Hann
boðum vér ávalt, sannan Guð og mann, sem vegna mis-
gjörða vorra var framseldur og vegna réttlætingar vorrar
uppvakinn (Róm. 4, 25). petta virðist ef til vill einskorð-
að efni og tilbreytingarlítið, og endingarlaust, en þó getum
vér aldrei gjörtæmt það. Vér erum, kennimennirnir, eins
og lítil börn, sem nýfarin eru að tala, og geta ekki borið
fram orðin nema til hálfs eða minna.” Síðan leggur hann
mönnum það ágæta heilræði, að hver og einn skuli kenna
eins og honum býr í brjósti, og sækjast um leið eftir meiri
þekking og dýpri tilfinningum, svo hann geti tekið sér
fram. “Viljir þú verða kennimaður, þá snú þér til Guðs
og seg: ‘Góði Guð, mig langar til að prédika þér til dýrð-
ar, að tala um þig, og vegsama þig, og kunngjöra nafn þitt,
þó eg geti ekki gjört það eins vel og eg gjarnan vildi.’
Komdu ekki til Filippusar,*) eða til mín, eða einhvers ann-
ars fræðimanns, heldur vertu viss að þú lærir mest á því
að tala um Guð í ræðustólnum. pað hefir aldrei orðið mér
kvíðaefni að illa myndi takast ræðuflutningurinn, en hitt
hefir fengið mér uggs og ótta, að standa í návist Guðs og
tala um mikilleik tignar hans og dýrðar.”
Sé þetta svo, þá er auðvelt að dæma um stól-ræður.
Hvemig fiytja þær Krist? Ef hans er að engu getið eða
litlu, þá er lítið á þeim að græða. “Betur væri ræðustólar
allir og ræðupésar brendir að maklegleikum til ösku,” seg-
ir Lúter, “heldur en að þeir svíki aumstaddar sálir í glöt-
un. ”
Að því er snertir hinn ytra búning kenningarinnar, þá
*) Melanktons.