Sameiningin - 01.11.1916, Side 20
276
bótaverka fyrir drýgðar syndir, heldur beinlínis fyrirgefn-
ing syndanna, seld fyrir peninga. Reyndar var það framan
af oftast tekið fram, að sú fyrirgefning, sem aflátið veitti,
fengist því að eins, að syndanna væri iðrazt. En þetta skil-
yrði var brátt hætt að nefna og eigi áskilið annað en að
peningarnir væru goldnir, og varð þetta upp frá því hin
mesta féþúfa fyrir páfa og biskupa, er nú tóku peningana
til sín. Til að verja þessa syndakvittunarsögu, var eigi að
eins það borið fyrir, að embættismenn kirkjunnar, einkum
páfinn, hefði vald til að fyrirgefa syndir, heldur var þetta
fegrað og að nafninu réttlætt með kenningunni um verð-
leikasjóðinn, sem áður hefir verið talað um. Auk þessa var
kent, að hver, sem vildi, gæti keypt aflát eða kvittun synd-
anna, eigi að eins fyrir þær syndir, er hann mundi síðar
drýgja eða ætlaði sér að drýgja, og eigi að eins fyrir sig
sjálfan, heldur og fyrir framliðna menn, til að stytta þeim
hegningartímann í hreinsunareldinum.
7. Um ásigkomulag sálnanna í dauðanum var annað
kennt en Guðs orð kennir. fmyndunin um hreinsunar-
e 1 d, sem sumar sálir færu í eftir dauðann, hafði verið al-
geng í rómversku kirkjunni frá því á 7. öld; en gríska
kirkjan hefir aldrei fallizt á hana. pessi kenning rómversku
kirkjunnar, sem hefir alls engin réttskilin ritningarorð við
að styðjast, var—og er enn í dag—á þessa leið: í hinn eilífa
kvalastað fara sálir hinna fyrirdæmdu jafnskjótt eftir dauð-
ann; en í hinn eilífa sælustað fara þegar í stað að eins sálir
helgra manna og þeirra, sem fengið hafa fulla kvittun allra
synda sinna fyrir dauðann, af því þeir hafa hér í heimi gjört
fulla yfirbót fyrir þær. Sálir annara trúaðra manna, sem
eigi hafa hér í lífi gjört fullnægju fyrir allar fyrirgefanleg-
ar syndir sínar, á þann hátt, sem kirkjan ákveður, fara þar
á móti fyrst um sinn í hreinsunareldinn, það er að skilja;
í hegningarstað, þar sem þær eiga að þola þjáningar um
lengri eða skemmri tíma, þangað til þær eru hreinar orðnar
af þeim syndum, er eigi hafði verið bætt fyrir hér í heimi,
og geta fengið inngöngu í hinn eilífa sælustað. Við þessa
kenning var því bætt, að hinir eftirlifandi menn gætu frels-
að sálir hinna framliðnu úr þessari pínu eða stytt þeim hana
með því, að biðja fyrir þeim og kaupa aflátsbréf og sálu-
messur fyrir þá.
- - %
8. Einsetulíf og klaustralíf var talið helgara en vand-
að líf í hjúskap og almennri lífsstöðu. pað, sem Kristur og
postularnir höfðu kennt um að varðveita sig hreinan og
óflekkaðan af heiminum og spillingu hans, höfðu margir
kristnir menn misskilið þegar snemma á öldum, og þess