Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1916, Page 21

Sameiningin - 01.11.1916, Page 21
vegna tekið það fyrir, að fara úr félagi manna, hafna hjú- skap og heimilislífi og lifa annað hvort einir saman á eiði- stöðum, sem einsetumenn, eða fleiri saman í félagi, sem klaustramenn (munkar og nunnur). peir, sem þetta gjörðu, vörðu mestöllum tíma sínum til bænahalds og margra guðræknisiðkana, og héldu, að þessi lifnaðarháttur væri helgari, guði þóknanlegri og eigin sálum þeirra hollari en grandvart og guðrækilegt líferni í almennri stöðu. pótt margir einsetumenn og munkar kenndu sárt á því, að synd- ugar tilhneigingar yfirgáfu þá eigi, þótt þeir hefðu á þennan hátt yfirgefið heiminn, varð þessi ranga ímyndun brátt al- geng, svo að þeim mönnum fjölgaði óðum, er tóku upp þenn- an lifnaðarhátt. Einkum varð klaustralifnaðurinn svo al- gengur, að fjöldi klaustra var til í öllum kristnum löndum löngu fyrir Lúters daga. Ag vísu má því eigi neita, að klaustrin voru að ýmsu leyti til gagns, einkum fyrir vísindin og sem hæli fyrir þá menn, er voru þreyttir orðnir af and- streymi og baráttu þessa lífs. En á hinn bóginn urðu klaustrin líka til mikils ógagns. Margir rnunkar lifðu í leti og ómensku, og tóku sér ekki annað fyrir hendur en að iðka hégómlega hjátrúarsiði, og klaustrin, sem áttu að vera heimkynni hins hreinasta siðgæðis, urðu margoft heim- kynni hinnar verstu spillingar. Eins og klaustrin voru víða orðin fyrir Lúters daga, mátti segja, að þau væru átumein kristninnar, þótt ávallt væru meðfram til margir sannarlega vandaðir og guðhræddir munkar, eins og Lúter. 9. Andlega stéttin þóttist vera algjörlega fráskilin öðrum mönnum og sett til meðalgöngu milli Guðs og þeirra. Bæði hjá Gyðingum og heiðingjum voru prestarnir taldir að vera eins konar meðalgöngumenn milli guðdómsins og þeirra manna, er eigi voru prestar. En nýja testamentið kennir, að þótt kenninguna til sáluhjálpar og umsjón safnaðanna beri að fela sérstökum mönnum á hendur, séu allir kristnir menn í verunni prestar (1. Pét. 2, 5. 9), af því að þeir hafa allir aðgang til Guðs fyrir Krist, og geti allir fært andlegar fórnir hlýðnis og lofgiörðar. petta hafði fyrir löngu gleymzt í kirkjunni; þeir menn, sem höfðu kirkjuleg em- bætti á hendi, voru orðnir að fráskilinni stétt, líkt og presta- stéttin hiá Gyðingum, og var sú ímyndun ríkjandi orðin, að þeir stæðu nær Guði en aðrir kristnir menn, og væru sem meðalgöngumenn milli Guðs og þeirra. peir gátu, að haldið var, aldrei komizt aftur í leikmannaröð, af því að vígslan hafði sett á þá ómáanlegt einkenni, er aldrei skildi við þá; og þeir voru skoðaðir sem andlegir dómarar, er í Guðs stað ættu að meta þær syndir, er upp væru taldar fyrir þeim, fyrirgefa þær eða synja fyrirgefningar á þeim og leggja á

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.