Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1916, Blaðsíða 22

Sameiningin - 01.11.1916, Blaðsíða 22
278 yfirbótarhegningar. Almenningi var þannig talin trú um. að fyrirgefning syndanna fengist eigi öðruvísi en fyrir milligöngu hinnar andlegu stéttar, og að öll veiting guð- legrar náðar yrði að koma þaðan. Leikmönnum nægði alls eigi að ráðfæra sig við Guðs orð og eigin samvizku sína; þeir urðu fyrst og fremst að ráðfæra sig við skriptafeður sína. 10. Biskupinn í Rómaborg þóttist vera jarl Krists á jörðinni og yfirboðari allra andlegra og veraldlegra valds- manna. pessari kenningu um alveldi hinna rómversku biskupa, er nefndu sig p á f a, var alment trúað í hinum vestlægu og norðlægu löndum norðurálfunnar. Orðið “páfi” þýðir f a ð i r, og hafði í fyrstu verið haft sem almennt heiðursnafn biskupa; og til þess að greina sig frá öðrum biskupum létu rómversku biskuparnir síðar nefna sig eina saman þessu nafni. peir sögðu, að Pétur postuli hefði verið hinn fyrsti biskup í Rómaborg eða hinn fyrsti páfi, og að Kristur hefði sett hann í sinn stað, sem jarl sinn, yfir alla kristnina, en síðan hefðu eftirmenn hans á hinum rómverska biskupastóli erft þessa miklu tign. Á þessari alveg ósönnu kenningu er allt það vald bygt, sem páfarnir hafa eignað sér fyr og síðar. Og þeim nægði það eigi, að látast vera yfirboðarar allra embættismanna, heldur þóttust þeir líka vera yfir öllum konungum og keisurum og hafa rétt til að stjórna öllum kristnum þjóðum, eigi að eins í andlegum og kirkjulegum efnum, heldur jafnvel líka í veraldlegum efn- um. peir þóttust hafa fylling heilags anda og þess vegna vald eigi að eins til.að skera úr, hvað væri rétt trú og rétt biblíuskýring, heldur og til að veita Guðs náð og synja Guðs náðar hverjum sem þeir vildu. Til merkis um hið mikla al- veldi sitt tóku páfarnir upp að bera þrefalda kórónu og að láta þá kyssa á fót sinn, er þeir veittu viðtalsleyfi, en köll- uðu sig þó í tilskipunum sínum og bréfum af uppgerðar- auðmýkt “þ j ó n a G u ð s þ j ó n a”. Af því að páfinn var talinn öllum æðri og allra dómari hér á jörðu, þótti engin synd meiri og hræðilegri en sú, að þrjózkast gegn vilja hans eða efast um vald hans og vísdóm. Til þess að geta haldið valdi sínu og neytt menn til að hlýða vilja sínum, höfðu páfarnir tvö óttaleg vopn, bannfæringarnar og rannsóknarréttinn. páer einhver einstakur mað- ur var bannfærður, var hann eigi að eins úti lokaður frá öllu kirkjulegu samfélagi, heldur og frá öllu sambandi við aðra kristna menn. pað var kunngiört opinberlega, að hann væri sviptur Guðs náð og Guðs reiði væri yfir honum. Hann var talinn sjálfsagt helvítisbarn, ef hann auðmýkti sig ekki fyrir hinu volduga valdi, og hann þótti hvorki hús-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.