Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1916, Síða 27

Sameiningin - 01.11.1916, Síða 27
283 a'ð trú, fyrir utan kristilegt líferni, dugar ekki? En þaö er eigi um- talsefniö; þaS er höfuöatriðið, sem eigi er skeytt, að sinnið sé lagað eftir Guðs vilja og hans opinberun; þá verður trúin fyrst bæði til lærdómsins og lifnaðarins, og til þess þurfti manneskjan Guðs orð. Skynsemin gat niáske leitt hana í öllu öðru; já, jafnvel réttbrúkuð sýnir hún, hvað Guðs orð er. jÞó—ihún bregst líka oft í veraldlegum efnuni. Menn segja, að andinn og holdið, sem stríða hvort í móti öðru, sé skynsemin og skilningarvitin; en þetta er eftir guðs orði ekki þann veg. Menn óvirða allar hjartans tilfinningar, sem þó eru af Guði gefnar, þegar þær brúkast á réttan hátt, til að gjöra mann- eskjuna sæla, og eru máske í sjálfu sér minna spiltar en skynsemin, þótt þær gjöri hana ósæla, ranglega brúkaðar. Menn upphefja ein,- ungis skynsemina; en hvaða skynsemi, þessa eður hins, rétt gangandi eða rangt leidda?------Finni nú maðurinn til Guðs kærleika í Kristi (sem ekki getur skeð án þess að maður þekki sína spillingu af syndinnij, leitast maður við að festa skynsemina á hans andlegu vel- gjörninigum, þá verður skynsemin andleg og öll manneskjan and- lega sinnuð. En finni maður ekki til þessara hluta, ekki sína synda- skuld, sinn óverðugleika fyrir Guði, ekki v’elgjörninga hans í Kristi, þá leitar maður eftir, að festa skynsemina á einum saman holdleg- um hlutum, og á þann hátt verður sinnið holdlegt, og þá líka skyn- semin og öll manneskjan holdleg; og þegar nú manneskjan innvo-rtis leitast við að laga skynsemina, með því að snúa henni frá hinu ranga, holdlega ásigkomulagi til hins rétta andlega, það er stríðið milli holdsins og andans, hvar af þessa heims börn ekkert vita—en ekki milli skynseminnar og skilningarvitanna; því stríði geta verald- arhyggindi lagt sig eftir, án alls guðsótta. — Hinni andlegu lögun skynseminnar fylgir auðmýkt, trú til Guðs, þóknun á verkum hans, lyst til að hlýða honum og taka hlutdeild í hans orði. Hinni hold- legu þar á móti fylgir dramb, sem hafnar og að nokkru leyti hatar Guðs opinberan, þóknun á veraldarinnar girndum og sjálfs-uppgötv- unum, lyst til ódygða, hvar af helzt vissar, sem maður hefir enga sérlega freistingu til, undirþrykkjast. — Hin fyrri sinmislögun um- skapar manneskjuna til góðrar í grundvellinum fyrir Guði, því hún virðir hann og auðmýkir sig fyrir honum, og þess vegna hefir því- lík manneskja orsök til að vænta fyrirgefningar af honum, þó;t hún syndgi í móti vilja sínum, og einis þótt hún frá ásetningssyndinni áður hafi snúist til hans, og sé orðin umvent og helguð af hans kær- leika. — Hin síðari sinnislögun umskapar manmeskjuna til vondrar í grundvellinum, af því hún forsmáir Guð, og getur þess vegna ekki haft orsök til að vænta fyrirgefningar af honum, jafnv’el ekki fyrir smábresti, sem hún kallar, og ekki fyrir sjálft hugarfar sitt, sem gjörir henni alt að synd, svo lengi sem það viðvarir; en að alt verður henni að synd, kemur náttúrlega af því, að allar hennar at- hafnir, jafnvel þær, sem í augun skína, fljóta af röngu sinnisfari, og fremjast þess vegna annað hvort í óhreinum tilgangi eða af hræsni, og án kærleika til Guðs, sem þó er skepnunnar æðsta skylda,

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.