Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1916, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.12.1916, Blaðsíða 5
291 sem lítið liirðir um trúarlíf sitt alt árið, finnnr þá lijá sér löngun til að hlusta á orðið um frelsarann og veita honum lotning. Þá fyllir fólkið kirkjurnar, ekki fyrir siðasakir, heldur af einlægri þrá, þorsta hjartans eftir heilögu friðarmáli jólaboðskaparins. Iíjartanleg trú á frelsarann ryður sér þá til rúms, sigrar efasemdir allar og tómlæti, brýzt þá alt í einu fram úr fylgsnum og afdöl- nm mannlífsins og tekur sér tignarsæti á hæsta tindinum. Á jólum vaknar trúarlífið alt, svo langt sem það er á veg komið inst í sálum manna. Trú og kærleikur renna betur saman í eitt, en endranær; friður kemst á í svipinn milli hugsjónar og hegðunar. Og grunntónninn í þessu samræmi, bæði sterkastur og skærastur, er góð vilji. 1 lionum er fólginn hljómgrunnur bæði kærleiks og trúar. Iijörtun eru á þessari miklu hátíð gagntekin af góðvilja Guðs; þessu meginmáli trúarinnar, sem svo oft ella liggur hálf-huliö hjá mönnum og flækt í allskon- ar vífilengjur, en á jólum verður alt í einu ljóst hverju mannsbarni kristnu, að konungur himinsins sá aumur á fráviitum og syndugum mannheimi hér á jörð og lítil- lætti sjálfan sig til að líkna honum'. í jólaguðspjallinu birtir JJrottinn góðvilja sinn í þeim búningi , sem feg- urstur er og elskulegastur allra—lítiliætinu, birtir sjálf- an sig, albúinn til líknarverksins, í þeim dýpsta lítilmót- leik mannlegum, sem hugsast getur, í lijálparleysi ung- barnsins, sem liggur reifað í jötu, innan um fátækt al- múgafólk. Þá jólasögu getur enginn maður heyrt ó- snortinn, sem snefil á af lotning fyrir kristinni trú. Meðan hjartað unir á þessari hátíð við umhugsun- ina um góðvilja Gruðs, þá er góðviljinn um leið í sann- leika orðinn mestur í heimi. Hann skipar þá öndvegi í lífi kristinna manna, situr í fyrirrúmi fyrir öllu öðru. Fagnaðarerindið verður þá í sannleika kraftur Guðs, eigi að eins til hjálpræðis, heldur og til líknar og bróður- elsku. Það er ein af hinum átakanlegu mótsögnum mannlífsins, að góðviljinn, þessi yfirlætislausa hvern- dagsdygð, réttborin til ríkis yfir öllum smámunum þess, skuli hjá miklum þorra kristinna manna aldrei fá veru-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.