Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1916, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.12.1916, Blaðsíða 7
293 Iiafa þegjandi komið sér saman nm að halda á hát’ðinni, um bróðurgjafir og jólakveðjur, sem þá ganga herskara á milli, í staðinn fyrir drápskeytin; um velvildina, sem þarna gægðist upp úr skotgröfunum, lömuð og beygð eftir hrottaleikinn allan og bardagaheiftina, sem á und- an hafði gengið. Hrygðarefni mikið, svo sem að sjálf- sögðu, en gleðiefni þó, að jafnvel þessi helkaldi hrika- leikur morðvélanna, þetta óstöðvandi hatur heilla þjóða, þessi heljar-árekstur heilla heimselda, sem marið hefir millíónir mannslífa til dauðs, hefir samt sem áður ekki getað gjört út af við einn veikan lífsneista kristindóms- ins í brjóstum manna—góðviljann. Mikið hefir verið sagt, ýmist með einlægri hrygð, eða með mannfyrirlitning og kuldaglotti, um þessa öm- urlegu mótsögn kristilegs mannlífs, jólaboðskapinn ann- ars vegar, með blíðum englasöng um dýrð og frið og velþóknun, en hins vegar okur og gripdeildir, ltulda, kat- ur, illdeilur og löghelguð hryðjuverk, sem alt hefir dag- lega viðgengist, og viðgengst enn í stærra stíl en nokkru sinni áður, meðal kristinna þjóða. En það er bæði ilt og fávíslegt, að líta á þær andstæður með eintómri fyrirlitn- ing, og alls ekki rétt að láta eintóma hrygð og vonleysi yfirbuga sig, þegar um þær er hugsað. Ósamkvæmni sú er góðs viti fremur en ills, svo sem áður var vikið að, og nú skal reynt að gjöra ljósara. f helgum véum hafa ætíð falist átakanlegar mót- sagnir, sem sagi, og einmitt fyrir þá sök hafa slíkir griða- staðir komið í góðar þarfir. Þeir hafa verið vermi- reitir hverrar manndygðar, á meðan hún gat ekki lifað eða dafnað í því andlega loftslagi, sem þá ríkti alt um- hverfis hana. Hún varð að geymast í fylgsnum hjart- ans og gjöra sér það að g'óðu, að fá að sjá dagsljósið einstöku sinnum í takmarkaðri friðhelgi. En í þeirri friðhelgi fékk hún líka að sýna eðli sitt, ná sterkari tök- um á hylli manna, breiða sig smámsaman út yfir vébönd- in, stækkka friðarblettinn, þar til hún I.oks var búin að ryðja sér til rúms í daglegu lífi maxma. Gtott dæmi um þetta eru griðin fornu. Svo ilt, sem

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.