Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1916, Page 14

Sameiningin - 01.12.1916, Page 14
300 Krist og lifa þannig- með þeim, að þeir sjái fegurð og blessun fagnaðarerindisins í lífi þínu? Og vilt þú leggja þinn skerf til þess, að gleðiboðskapurinn verði boðaður heiðnum þjóðum? Þörfin fyrir slíka starfsmenn, vak- andi kristið fólk með brennandi áliuga fvrir eflingu guðs- ríkis fjær og nær,er ákaflega mikil, — ekki sízt nú á þessum alvarlegu tímum. Hafi mannkvnið nokurn tíma þurft á því að halda, að fagnaðarerindi kærleikans sé prédikað lifandi og kröftugt, bæði með orðum og kær- leiksfórnum, þá er það á þessum raunalegu ófriðarh'm- um. Og það er trú mín, að nú séu opnar margar dyr, sem áður voru harðlæstar, mörg hjörtu, titrandi af gráti og söknuði, móttækilegri en nokkru sinni fyr fyrir þá huggun og þann styrk, sem hvergi finst 'annarsstaðar en í fagnaðarerindi Guðs. Guð gefi þér, að fagnaðarlioðskapur þessara jóla fylli sálu þína nýjum fögnuði, svo að þú getir í æ ríkara mæli orðið sendiboði hans til þess að vinna með honum góðverkið mikla, að flytja öðrum mönnum gleði jól- anna. Guð gefi þér blessuð, gleðileg jól, í Jesú nafni! Eftir scra Hjört J. Leó. J?að var dimt í heiminum. f hiarta mannsins var dimt. Og förunautur dimm- unnar var kuldinn. Hugsiónimar skriðu úr hreiðri sinu og breiddu út vængina ungu. Légfleygar svifu þær út í drungann. pær þráðu b'ós. Jafnvel því. sem vængiað er, veitist erfitt að rata í myrkri. Hver eftir aðra hófu þær sig á loft. Hver getgátan elti aðra. Og allar lofuðu þær, að veita heiminum liós. En þær efndu ekki þau loforð sín. Og það varð þeim að aldurtila. Kuldinn skaut þeim ísörvum í hjarta. pegar hiartað er kalt, þá er það herfang dauðans. pví dauðinn býr í myrkinu og kuldanum. Myrkrið heitir öðru nafni s y n d. Kuldinn er örvænting. Svo er mönnunum farið, að þeir geta ekki vonlausir

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.