Sameiningin - 01.12.1916, Qupperneq 15
301
lifað. pó þeir dveldu í myrkrinu, þráðu þeir Ijós. vængja-
tökin veiku voru merki um ljósþrá. Og í hvert sinn, sem
vonin reyndist tál, varð myrkrið svartara—Og mennirnir
dvöldu í myrkrinu, en þráðu ljósið.
Stórveldin fornu risu úr rústum hins liðna. Og mönn-
um fanst dýrðarljóma bregða fyrir. Frægðin lofaði sælu.
En áþján og kúgun fóru hröðum fetum um jörðina. Frægð-
in lofaði sælu. En frægðin var keypt með blóði og frelsi
manna. Frægar þjóðir. En borgararnir stynjandi þrælar.
petta er myndin af stórveldunum fornu: Assýriu,
Egyptalandi, Babýloníu, Medíu og Persíu. Stundarfrægð
konunga á kostnað heilla þióða.—Myrkrið jókst,—myrkur
synda, ófrelsis og andlegs dauða.
Grísk menning hefir dáð verið í sögum og lióðum.
Mörgum hefir virst þaðan hafa streymt liós, enda eigi mót
von. Engin þjóð hefir verið jafn gáfuð og Grikkir. Engin
þjóð vakið eins fagrar vonir, enga drevmt eins fagra
drauma. Skáldskapur þeirra og listir óviðiafnanlegt.—pó
var Sókrates dæmdur til dauða fyrir að segja satt. Platon
gerður að þræli. Eld-tunga Demosþenesar megnar ekki að
veria landið fagra. Filippus frá Makedoníu sigraði börn
þeirra, sem börðust fyrir frelsi Grikkja og menningu heims-
ins við Salamis og 1 Laugaskarði.
Og Rómverjar, hetiuþjóðin, sem hafði sigrað Karhagó,
hafði ekki svo sterk bein, að hún þyldi góða daga. Sigur-
vegarar heimsins kunnu ekki að sigra siálfa sig. Rómverj-
ar, mentaða þjóðin, varð “barbörum” að bráð.
pjóðirnar rísa og falla eins og öldur á sæ. Hvers
vegna hnignar þeim? Hví verður stórveldi einnar aldar
smáþjóð eftir fáein hundruð ár? Af því þær bera frækom
eyðileggingarinnar í sjálfum sér. Menn geta deilt um or-
sökina, ef þeir vilja, myndað sér allskonar hugmyndir um
uppruna hins illa. En hvaðan sem það er runnið, er það
víst, að saga heimsins,—þjóða og einstaklinga—, sannar
það, að mennirnir geta ekki af eigin ramleik sjálfum sér
bjargað. — “Með eigin kröftum enginn verst.” Og þó er
það satt, sem postulinn sagði: “öll skepnan stynur eftir
Guði.” Hver getur talið öll þau tár, sem s y n d i n hefir
valdið,—eða þá ófullkomleika manneðlisins, ef einhverjum
þykir það mýkra í munni? Enginn nema Guð getur talið
þau. Enginn nema hann heyrt og virt eftir atvikum allar
þær kvalastunur, sem hafa stigið til hæða frá kvöldum sál-
um á jörðu; enginn nema hann séð til fulls hyldýpi eymdar-