Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.12.1916, Qupperneq 18

Sameiningin - 01.12.1916, Qupperneq 18
304 ' _ T3*" Hvað býr oss í huga um hátíð þessa? Hverjar verða endurminningar vorar um þessi jól? Liðugar nítján aldir eru liðnar síðan frelsarinn fæddist. Saga þeirra alda er oss kend í skólunum. Hvert bam lærir þar meira eða minna. En langflestar blaðsíður sögu þeirrar eru frá- sagnir um stríð og manndráp. J?au er hægt að telja hundr- uðum saman. pó bað Jesús: “Faðir, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gera.” Sú afsökun var réttmæt, er um böðlana við krossinn var mælt,—afsökunin hin eina hugsanlega. En þjóðirnar, sem hafa háð flest stríðin síðan, kenna sig við nafn Jesú Krists. Er hægt að afsaka þær á sama hátt? — Nei, þær vita. “In hoc signo vinces” segja munnmælin að Konstantín- us hafi séð letrað á himininn. ólafur ráðlagði að taka pór úr stafni. Helgi “trúði á Krist, en hét á J?ór.” Er þar eigi ímynd hins lítt kristna heims enn í dag? Menn kallast kristnir bræður. En munu kristnir bræð- ur sýna bræðralag bezt með því að úthella hver annars blóði ? Menn viðurkenna orð hans, sem varði öllum starfstíma sínum til að lina mannlegt böl. J?ó leitast auðvaldið við að setja okurverð á lífsnauðsynjar “kristinna bræðra.” Borg- arar landanna eru kallaðir í stríð. Samtímis leitast menn við að græða á stríðinu. Lífi einstaklinga er fómað, en jafnvel vopnatilbúnaður auðgar þúsundum einstaka menn, þegar stórveldi er í hættu statt. Hvar eru takmörk þess lösts, sem postulinn sagði að væri rót alls ills? Og orsök þessa stríðs, og allra stríða, er heiðni mann- anna. pað er kent valdhöfum landa. Hégóma-mas! Eng- inn valdhafi kæmi stríði af stað, ef hugsunarháttur þjóðar- innar væri því andstæður. pað er mögulegt vegna þess eins, að stríðshugsjónin er í samræmi við þjóðatilfinning- una, þjóðametnaðinn, þjóðahatrið. Svo er og um auðkýfi. Hún verður ætíð möguleg meðan samkepnishugsjónin ræð- ur í hugum manna. Hún væri ómöguleg, ef menn elskuðu bræður sína sem sjálfa sig. Auður skapar álit, vegna þess að hann er virtur mest. Hugsjónir skipa óæðra bekk, en auragirndin öndvegi. Alt þetta breyttist, ef kenningar hans, sem fæddist á jólunum, væru í raun og veru mest metnar í heiminum. pá væri manngildi metið eftir því einu, hvað maður hver hefði látið gott af sér leiða. Vorri þjóð hefir ljós kristindómsins skinið í 916 ár. Flosi sagði: “Oss er það mikill ábyrgðarhluti, er vér erum

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.