Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1916, Síða 19

Sameiningin - 01.12.1916, Síða 19
305 kristnir menn sjálfir.” En Njálsbrenna bar vitni um, að þeirri ábyrgð var ekki skeytt. pá var kristnin í reifum í ættlandi voru. En var athæfi kirkjunnar á íslandi á mið- öldunum í samræmi við hugsjónir, kenningar og lífemi Jesú? Svo tekur við tímabil siðbótarinnar. Hetjan frá Hólum var hálshöggvin. Ögmundur beittur lævísi og und- irferli af manni, sem hann hafði verið góður. Konungs- vald dýrkað sem kirkjuvald fyr. pað er oft rætt um “ís og hungur, eld og kulda, áþján, nauðir, svartadauða”, þegar um ísland er rætt. pó er hið fimta í röðinni lang- verst,—áþján syndarinnar í eðli voru. pað er vort höfuð- böl. Og afleiðingamar sjást meðal annars í stjórnmála- baráttu þjóðarinnar. Nauðungar-eiðurinn 1662 er afsakan- legur. En hvað höfum vér átt marga menn, sem hafa fyrst hugsað um Guð og réttlæti, svo um landið, síðast um sjálfa sig? pað gerði hann, sem nefndur var með réttu: “sómi íslands, sverð þess og skjöldur.” Hvað á hann marga læri- sveina? 0g hér vestan hafs eru þúsundir íslendinga. í arf fengum vér tvent: þjóðerni og trú. Hvernig hafa dýr- gripir þessir varðveizt hjá oss? Hið fyrnefnda er oss ó- sjálfrátt um langan aldur. pó tungumálið fyrnist, þá geymist í bókmentum vorum eldurinn sá, sem hefir varð- veitt hið helgasta og besta í hjörtum feðra vorra og mæðra. Mun eigi nauðsyn til bera, að varðveita það enn um stund, unz vér kunnum að hagnýta oss hinar beztu hugsjónir þjóð- arinnar, sem vér búum með og vinnum saman við? En hvað margir vinna að viðhaldi þess arfs? Vér þurfum eigi að spyrja hvert stefni. Vér vitum það. En ef vér eigi höldum við móðurarfinum enn um stund, verðum vér “viðarhöggvar og vatnsberar” í andlegum skilningi í þessu landi, þó vér verðum eins ríkir og Krösus. Hvað getum vér þá sagt um arfinn helgasta, boðskap Guðs til syndugra manna? Liðugar sex þúsundir manna, kvenna og barna tilheyra kirkjufélagi voru. Langt er það frá að vera helmingur Vestur-íslendinga. pað eru fleiri jökulsár, sem brúa þarf í “lundu” en “landi”. Persónulegar hvatir, mannfylgi, valdagirni, nágrannakritur — jafnvel pólitík, gert að ástæðum á móti því helga máli. Guði sé lof fyrir alla þá menn, sem einlæglega hafa starfað að því máli, fyrir alla þá fómfærslu, sem farið hefir fram “fyrir Krists nafns sakir.” En hitt má eg ekki ósagt láta, að ef öllu því

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.