Sameiningin - 01.12.1916, Qupperneq 25
311
hafi gert honum og látið það fréttast um sveitina, að eg
fékk tækifæri til þess að láta Sigurð formann lítillækka sig
og leita til mín í neyð, og þiggja greiða og aðhlynningu.”
Sigurður var nær örmagna af þreytu og hungri og fann
að hann þarfnaðist aðhlynningar, en honum fanst nú að sér
vera ómögulegt að þiggja neitt af Benedikt. Hann hafði
verið sem í draumi af feginleik að komast í húsaskjól, og
eins af áhrifum þeim sem “stjarnan” hafði haft á hann.
En nú náði vanalegt skaplyndi hans algerðu valdi á honum
aftur. Hann hugsaði sem svo: “Eg þoli ekki þessa sví-
virðingu og fer; ef eg treysti mér ekki að rata til næsta
bæjar, þá skríð eg inn í eitthvert fjárhúsið og ligg þar í
nótt. Um það þarf Benedikt ekkert að vita, og með morgni
kemst eg leiðar minnar. Og þá verður sagan um okkur
Benedikt á aðra leið.”
Sigurður spratt upp af rúminu, steig fram á gólfið og
laut niður til að binda þvenginn, sem Benedikt hafði leyst.
Svo rétti hann sig aftur, horfði fast framan í Benedikt,
sem stóð við rúmið sem steini lostinn, og sagði hörkulega:
“Eg sé, að eg er ekki velkominn gestur, sem varla er von,
og eg er ekki neyddur til að þiggja greiða og þola skömm
af þér.”
Benedikt fann sárt til þess, að hann hafði látið illar
hugsanir ná valdi yfir sér, þótt ekki væri nema um augna-
blik. Hann reiddist ekki Sigurði, heldur varð svipur hans
b'ðjandi. — þeir horfðust í augu um stund.
Á veggnum uppi yfir rúminu, sem Sigurður hafði setið
á, hékk mynd í stórri umgerð. pað var aðal prýðin í bað-
stofunni. J7að var mynd af frelsaranum í jötunni, þar sem
vitringamir færðu honum gáfur sínar. Benedikt benti á
myndina með annari hendinni og sagði í biðjandi rómi:
“Vegna barnsins í jötunni, þigðu skjól í fátæklegu kofun-
um mínum um jólin!”
Sigurður leit á myndina. pað var eins og opnaðist
fyrir honum ómælisheimur hugsana og tilfinninga: Guðs-
barnið lá í jötunni og vitringar heimsins krupu fyrir því
með aðdáun.—Vegna barnsins í jötunni! — Sigurður hafði
áður verið staðráðinn í að þjóta út í storminn og hríðina,
út í dauðann—með brennandi hatur til Benedikts—heldur
en að þiggja greiða af honum, en nú var drambsemi hans,
ofstopi og hatur orðið að klökkva og aðdáun. Hann stóð
lengi hreyfingarlaus og horfði á myndina; svo sneri hann
sér að Benedikt og augu þeirra mættust aftur. Nú sá Sig-