Sameiningin - 01.12.1916, Blaðsíða 26
312
urður einlægnina skína úr augum Benedikts og honum var
öllum lokið. Hann rétti Benedikt hendina og sagði:
“Vegna barnsins í jötunni, fyrirgefðu mér.” peir tóku
höndum saman. “Ef eg hefi nokkuð að fyrirgefa þér, eða
nokkrum öðrum, þá geri eg það í kvöld og bið, að eg gleymi
því aldrei framar,” mælti Benedikt og þrýsti hönd Sigurðar
fast og innilega, um leið og hann leiddi hann aftur að rúm-
inu. Sigurður settist og Benedikt dró af honum vosklæðin,
þvoði fætur hans og fékk honum þur föt að fara í. peir
höfðu aldrei talast við annað en það, sem skýrt hefir verið
frá, þegar konan og bömin komu inn. Konan bætti á
borðið, og þó að borðið væri lítið, þá gat hún rýmt svo til, að
Sigurður hefði þar sæti líka. Honum var ætlað sæti á aðra
hlið við bónda, og þegar allir voru tilbúnir og seztir niður,
las Benedikt stutta borðbæn.
Hjá hverjum diski á borðinu var tólgarkerti. Bömin
báðu um að mega kveikja á kertunum sínum meðan þau
væru að borða. Móðir þeirra kveikti á þeirra kertum og
setti þau í kertastikur hjá diskum þeirra. Síðan fóru allir
að borða. Eftir litla stund hvíslaði litli drengurinn að móð-
ur sinni, en þó svo hátt að allir heyrðu: “það er dimt hjá
ykkur, mamma.” “pað er satt, bamið mitt, og við ætlum
að kveikja á okkar kertum líka,” sagði Benedikt. Svo
kveikti hann á kertum þeirra hjónanna, og þegar hann hafði
kveikt á þeim, rétti Sigurður honum sitt kerti, svo að hann
skyldi kveikja á því líka. “það hefir verið venja okkar alla
tíð, að hafa hvergi dimt í kofanum okkar um jólin,” sagði
Benedit um leið og hann setti kerti Sigurðar á borðshomið
hjá honum; “og bömunum okkar þykir svo vænt um það;
þau vilja að allir hafi ljós og að allstaðar sé bjart.”
“petta er bjartasta jólanóttin, sem eg hefi lifað,” sagði
Sigurður; “eg vildi að ljósið sloknaði aldrei framar á jóla-
kertinu mínu, og að það gæti lýst allstaðar þar sem dimt er
um jólin!”