Sameiningin - 01.12.1916, Page 30
316
Dr. Gerberding, viö prestaskólann lúterska í Chicago, hefir ný-
lega samiö og getiö út snoturt minningarrit um dr. Weidnar, er í
mörg ár var samverkamaður hans. Ritiö er 136 bls. að stærð, og
hið eigulegasta eins og við mátti búast.
------o-------
1 síðustu ræðu sinni í kosningaleiðangrinum nýafstaðna lýsti
W. J. Bryan, stjórnmálamaðurinn alkunni, því yfir, að hann myndi
vinna að því framvegis af alefli, að koma á alþjóðar vínbanni.
Margir spá þvi, að annarhvor eða báðir aðal stjómmálaflokkarnir
i landinu taki alþjóðar vínbann á stefnuskrá sína við næstu kosn-
ingar.
-------o-------
Áður var þess getið í þessum fréttum, að nýja kirkjufélagið,
sem myndaðist við samsteypu Norsku sýnódunnar, Sameinuðu kirkj-
unnar og Hauge sýnódunnar, myndi nalda fyrsta þing sitt í Október
1917. Var það tekið eftir öðrum blöðum. Nú sjáum vér, að ráð-
gert er, að þ’ngið komi saman 6. Júní næstk. Verða á því þingi
um 2,000 erindsrekar.
Hað vakti mikla eftirtekt, þegar John Wanamaker var póstmála-
ráðherra í Washington, að hann hélt trygð við sunnudagsskóla þann
í Philadelphia, er hann hafði lengi veitt forstöðu, og fór þangað um
hverja helgi t:l að rækja starf sitt sem kennari. Svipað dæmi hefir
vakið athygli í síðustu tíð. T. R. Ferens í Hull á Englandi, sem nú
er formaður alþjóða sunnudagsskólasambandsins, hefir síðan 1906
átt sæti í brezka þinginu, en um hverja helgi fer hann samt frá
Lundúnaborg til Hull til að sinna sunnudagsskólastarfi. Er sú ferð
um 200 mílur vegar hvora leið.
------o------
Dr. Johni R. Mott, starfsmaður fyrir alþjóðanefnd K.E.U.M.,
getur þess, að 10 þúsund starfsmenn þess féiagskapar séu að vinna
að kristindómsmálum meðal hermannanna í Norðurálfunni. Til
starfsins er varið um tveim milíónum dollars á ári.
Mlkill undirbúningur er í New York borg undir komu “Billjd’
Sunday þangað 1. Apríl næstk. Er ætlast til að hann verði þar í
þrjá mánuði, og kvað hann vilja, að milíóm dollars sé varið til und-
irbúnings undir komu sína.
-------o------
Árið 1901 var tala Prótestanta á ítalíu um 66 þúsund. Tiu ár-
nm seinna var tala þeirra þar um 123 þúsundir.