Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1916, Side 32

Sameiningin - 01.12.1916, Side 32
318 unin fyllir hvert heimili og hvert hjarta fögnuöi, stendur Franz Gruber lamaSur af harmi við líkbörur konunnar sinnar elskuSu, og horfir tárvotum augum á stúlkuna þeirra litlu, fjögurra ára gamla, sem krýpur viö rúm móður sinnar og grætur eins og hjartaö litla ætli að springa. ÞaS er komiS aSfangadagskveld, og Franz Gruber situr einn í herbergi sínu. ÞaS eru fyrstu jólin síSan hann kvongaSist, sem hann á aS v'era án hennar, serp hann unni svo heitt. Hann er yfir- kominn af sárum söknuSi; hann finnur svo sárt til þess, hve mikiS hann hefir mist. Svo þungt legst harmurinn yfir sál hans, aS hann getur ekki einu sinni grátiS. HuggunarorS vinar hans hafa ekki megnaS aS hrinda frá honum þunglyndinu. Ekki hefir hann heldur getaS fundiS hugsvölun í tónlistinni, sem hafSi svo oft áSur fylt sálu hans unati. hvenær sem hann hefir reynt aS snerta organiS sitt, hafa komiS frá þvi sorgartónar, og ekki hefir honum veriS unt aS semja neitt nýtt lag. Þá er tekiS aS hringja kirkjuklukkunum i bænum. Þær senda frá sér fagnaSaróm til þess aS kalla fólkS til kirkju, til þess aS fagna fæSingu barnsins heilaga. Svo er á eftir kveikt á jólaljósunum á heimilunum mörgu, hjá ríkum og fátækum, og ungir og gamlir gleSj- ast saman eins og börn viS saklausa leiki og kærleiksgjafir. En tónar jólaklukknanna fá enga áheyrn hjá Franz Gruber. Alt i kring er glaSværS og gleSi; en enginn geisli jólagleSinnar kemst inrt í sálu mannsins sorgmædda, sem situr þarna einn meS söknuöinn sinn sára. Þá eru dyrnar inn í næsta herbergi opnaöar snögglega. Þar inni loga mörg ljós á stóru jólatré og út úr þeirri ljósadýrS kemur lítil stúlka hvítklædd hlaupandi; hún stekkur í fang fööur sínum, tekur um hálsinn á honum, kyssir hann hvaS eftir annaö og segir v'iS hanm: “GeSileg jól, elsku pabbi minn! Þú veröur nú aö koma meö mér og skoSa jólatréS okkar og öll jólagullin, sem Jesús hefir sent okkur.” Jósep Mohr og nokkrir aörir vinir Grubers höfSu búiö þetta undir án þess hanm hefSi nokkra hugmynd um þaS. Þá var eins og klak- inn þiönaSi af sál hans og táralindin opnaöist. Fargi þunglyndis- ins v’ar létt af honum og friSur GuSs kom í Staöinm. Hann faSmaSi barniS sitt yndislega fast aö sér og margkysti andlitiS broshýra og bjarta; og svo gengu þau bæSi inn í hitt herbergiB til vinanna tryggu, sem biöu þeirra þar í einu horninu höföu þeir útbúiS lítiS fjárhús og inni i því sá- ust María og J’ósep og barniS nýfædda í jötunni; viö dyrnar stóöu hirSarnir og fyrir ofan var meS gullnu letri jólasöngur englanna: “DýrS sé GuSi í upphæSum, og friSur á jörSu meS þeim mönnum, sem hann hefir velþóknan á.” Þegar Franz Gruber sá þetta, var eins og himneskur söngur fylti sál hans. Honum kom þá í hug sálmurinn, sem Jósep Mohr

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.