Fréttablaðið - 02.05.2011, Page 1

Fréttablaðið - 02.05.2011, Page 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar – mars 2011 Mánudagur skoðun 12 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Fasteignir.is 2. maí 2011 100. tölublað 11. árgangur FASTEIGNIR.IS2. MAÍ 201118. TBL. Fasteignasalan Torg hefur til sölu eða leigu stórglæsilegt hús í Garðastræti. H úsið, sem er í funkisstíl, er 680 fm á þremur hæðum auk turnherbergis. Í dag er húsið nýtt undir skrifstofur. Það stendur á þúsund fm eignalóð.Húsið er teiknað af Gunnlaugi Halldórssyni og var valið ein af tíu fallegustu byggingum höfuðborg-arsvæðisins af hópi fagurkera árið 2006. Gengið er inn í húsið á götu-hæð, inn í forstofu-hol sem er opið inn í móttökusal. Stigagangur upp á aðra hæð er í holinu ásamt sal-erni. Fallegt parket er á mest allri eigninni þó er náttúrusteinn við inngang í forstofuholi. Flísalagt er á öllum baðher-bergjum í húsinu. Alls eru í dag u.þ.b. 50 vinnustöðvar, þrjú stór fundarherbergi ásamt 3-4 minni fundarherbergjum. Á öllum þrem-ur hæðunum eru rúmgóð og björt opin og/eða lokuð vinnusvæði, og allnokkrar skrifstofur. Sérhannað hljóðupptökuherbergi er í kjallara og einnig er í kjallara gott rými sem í dag er nýtt undir ljósmynda-stúdíó. Úr kjallara er gengið út í garð, út á hellulagða verönd en einnig er þar stór timbursólpall-ur, útigeymsla úr timbri og stórt opið svæði í góðri rækt.Húsið er listrænt og innandyra er það eins og konfektkassi sem hefur aðeins góða mola. Nánari upplýsingar veitir Sigurður, fast-eignasali í síma 898-6106. Eitt fegursta hús bæjarins KJARNA - ÞVERHOLTI 2 • 270 MOSFELLSBÆ • SÍMI: 586 8080 • FAX: 586 8081 WWW.FASTMOS.IS Einar Páll Kjærnestedlögg. fasteignasali.einar@fastmos.is Krókabyggð 3A- 270 Mosfellsbær Kvíslartunga - ByggingarframkvæmdGlæsilegt 382,5 m2 einýlishús í b iútsýnislóð i Víðihól 2, er 103,1 m2 einbýlishús á einni hæð ásamt 48,7 m2 bílskúr, 32,6 m2 sumarbústað og tveimur 28 m2 gróðurhúsum á 5.032 5 m2 ói Víðihóll - 270 Mosfellsdal HÚ S heimili@heimili.is Sími 530 6500 Daníel Björnsson lögg. leigumiðlari Bogi Pétursson lögg. fasteignasali Hilmarsson lögg. fasteignasali Einar Guðmundsson lögg. fasteignasali Daníel Björnsson lögg. leigumiðlari Pétursson lögg. fasteignasali Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali Einar Guðmundsson lögg. fasteignasali Bogi Pétursson lögg. fasteignasaliFinnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasaliAndri Sigurðsson lögg. leigumiðlari Ódýrar fullnustueignirÍbúðalánasjóðs í endursölu má finna áheimasíðu okkar www.heimili.isNánari upplýsingar á skrifstofu. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐANMEIRA AF LANDSBYGGÐINNI Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Herborg Harpa Ingvarsdóttir arkitekt bjó til vatnsparadís inni á baðherberginu. Gusugangur leyfilegur Blöðruspeglar frá dz stúdíó eru dæmi um spegla sem lífga upp á hvaða vistarverur sem er. Þá má nálgast á vefversluninni mac & mac á slóðinni www.macandmacinteriors.co.uk Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Fyrirtæki - Húsfélög Við bjóðum upp á sjálfvirkan hurða - opn bú ð Leikfélag Hólmavíkur Fagnar þrjátíu ára afmæli með bráðfjörugum gamanleik. tímamót 18 KYNNINGARBLAÐ STÖÐVAR 2 FYLGIR MEÐ Í DAG SÍÐUMÚLI 8 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA! www.listahatid.is Tónleikar í Danmörku Hjörvar Hermannsson heldur tónleika í Álaborg í kringum Evrópumót U-21 landsliðsins. Fólk 38 VÍÐA BJART Í dag verða suð- austan 8-13 m/s við SV-ströndina, annars hægari. Víða bjartviðri en dálítil væta NV-til í fyrstu. Hiti 5-17 stig að deginum. VEÐUR 4 10 4 14 15 12 STJÓRNMÁL Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, ætlar ekki að verða við boði Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um að draga til baka ummæli um mútuþægni hins síðarnefnda. Guðlaugur gaf honum frest til þess til mánaða- móta, ellegar mundi hann stefna honum fyrir meiðyrði. Björn Valur svaraði lögmanni Guðlaugs í gær. „Mér þykir miður að hafa valdið skjólstæðingi þínum hugarangri, en ítreka undrun mína á því að hann hafi ekki gert athugasemdir vegna sambærilegra ummæla, sem eru sannanlega sett fram miklu fyrr en mín orð féllu,“ skrifar Björn Valur meðal annars. Vísar hann sérstaklega til orða flokkssystkina sinna, Svandísar Svavarsdóttur og Ögmundar Jón- assonar, um REI-málið í því sam- hengi. Hann hafi því haft tilefni til að álykta að Guðlaugur væri ekki viðkvæmur fyrir því að vera vændur um mútuþægni. Auk þess sé orðið mútur nú til dags notað í víðtækri merkingu. Guðlaugur vildi ekki tjá sig um svarbréfið í gær, þar sem hann hafði aðeins heyrt af efni þess en ekki lesið það. - sh Allt útlit fyrir að Guðlaugur Þór Þórðarson stefni Birni Val Gíslasyni fyrir meiðyrði: Dregur ummælin ekki til baka Akureyri á enn von Akureyri framlengdi einvígið með FH í handboltanum með sigri í gær. sport 32 BARÁTTUDAGUR VERKALÝÐSINS Hátíðahöld í tilefni 1. maí fóru fram víða um land að venju, meðal annars á Austurvelli í Reykjavík þar sem gestir spígsporuðu í snjónum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LÖGREGLUMÁL Lögreglan lagði hald á nokkurt magn fíkniefna í fjórum húsleitum í kjölfar þess að tilkynnt var um látna stúlku í Árbæ um hádegisbil á laugardag. Meðal þess er hvítt efni sem ekki er hægt að útiloka að sé PMMA, baneitrað efni sem grunur leik- ur á að hafa dregið stúlkuna til dauða. Efnið hefur verið sent til grein- ingar, sem getur tekið nokkurn tíma. Lögregla leggur nú allt kapp á að rekja uppruna og dreif- ingarleiðir efnisins, sem talið er að hafi orðið sextán manns að aldurtila í Noregi og Hollandi á undanförnum mánuðum. Yfir tíu manns hafa verið hand- teknir vegna málsins um helgina, meðal annars Borgnesingur sem efnið fannst hjá fyrr í mánuðinum fyrstum allra á Íslandi. Öllum hefur verið sleppt. - sh, jss / sjá síðu 2 Banvænt fíkniefni í umferð: Efni af fjórum stöðum sent til rannsóknar SJÁVARÚTVEGSMÁL Um helgina var gengið frá samningi milli Brims hf. og dótturfélags Samherja um kaup á eignum Brims á Akureyri. Kaupverðið er fjórtán og hálf- ur milljarður króna. Félagið fær nafnið Útgerðarfélag Akureyringa en rekstur gamla útgerðarfélags- ins, sem bar sama nafn, er þar með aftur kominn í eigu heimamanna. Þetta eru stærstu viðskipti innan íslensks sjávarútvegs um langt árabil, eða frá því að Brim keypti ÚA árið 2003 að því er næst verð- ur komist. Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gærkvöldi að við- skiptin séu vissulega tilfinninga- legs eðlis enda liggja rætur Sam- herja á Akureyri. Um er að ræða fiskvinnslu á Akureyri og Laugum, ísfisktogar- ana Sólbak EA 1 og Mars RE 205, veiðiheimildir í þorski, ýsu, stein- bít og skarkola, samtals 5.900 þorskígildistonn. Þorsteinn segir að samanlagðar veiðiheimildir Samherja og ÚA séu talsvert undir leyfilegu hámarki í einstökum tegundum og í heild samkvæmt núgildandi lögum um stjórn fiskveiða. Starfsmenn Brims á Akureyri og á Laugum eru um 150. Haldinn verður fundur með starfsmönn- um í dag, til að kynna þeim þessar breytingar. Samherji leggur fram eigið fé til kaupanna að fjárhæð 3.600 millj- ónir, sem að hluta er fjármagnað með sölu erlendra eigna. Lands- bankinn fjármagnar 10.900 millj- ónir af kaupverðinu og verður við- skiptabanki nýs félags. Þorsteinn segir í tilkynningu að þrátt fyrir óvissu um stjórn fisk- veiða hafi stjórnvöld lýst því yfir að þau hyggist skapa sjávarútveg- inum traustan rekstrargrundvöll og öryggi til framtíðar. „Við höfum ávallt haft trú á sjávarútveginum. Þess vegna höfum við ákveðið að leggja 3.600 milljónir króna í þennan rekstur. Við gerum okkur grein fyrir því að þessi ákvörðun felur í sér nokkra áhættu en við teljum okkur ráða við hana, ekki síst vegna þess að afkoma af starf- semi okkar erlendis hefur verið ágæt að undanförnu. Í ljósi yfir- lýsinga stjórnvalda gerum við ráð fyrir að geta haldið áfram þeirri starfsemi sem nú er hjá fyrirtæk- inu og tryggt afkomu starfsfólks okkar,“ segir Þorsteinn. Samherji rekur öfluga útgerðar- starfsemi, landvinnslu og fiskeldi á Íslandi og er eitt af stærstu sjáv- arútvegsfyrirtækjum landsins. Fyrir á Samherji viðamikla land- vinnslu í Dalvíkurbyggð. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Sam- keppniseftirlitsins. - shá Samherji kaupir Brim hf. á Akureyri fyrir 14,5 milljarða Eignir gamla Útgerðarfélags Akureyringa, sem Brim hf. keypti árið 2003, eru aftur komnar í eigu heima- manna. Skip, hús auk 5.900 þorskígildistonna verða undir dótturfélagi Samherja sem ber nafn ÚA.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.