Fréttablaðið - 02.05.2011, Side 8
2. maí 2011 MÁNUDAGUR8
Borgardekk
EFNAHAGSMÁL Hagvöxtur mældist
1,8 prósent í Bandaríkjunum á árs-
grundvelli á fyrstu þremur mán-
uðum ársins, samkvæmt upplýs-
ingum viðskiptaráðuneytisins þar
í landi.
Þetta er verulegur samdráttur á
milli ársfjórðunga en hagkerfið óx
um 3,1 prósent á síðasta ársfjórð-
ungi í fyrra. Ekki bætti úr skák
að atvinnuleysi jókst vestanhafs í
þarsíðustu viku. Þessi afturkipp-
ur í efnahagslífinu þykir draga úr
væntingum um viðspyrnu efna-
hagslífsins eftir fjármálakrepp-
una.
Hagtölurnar vestra eru nokkuð
undir væntingum en samkvæmt
meðal spá Reuters var almennt
reiknað með 2,0 prósenta hag-
vexti á fjórðungnum. Þá hljóðaði
hagspá bandaríska seðlabankans
upp á 3,4 til 3,9 prósenta hagvöxt
á árinu öllu.
Ben Bernanke seðlabankastjóri
sagði á blaðamannafundi fyrir
helgi að bankastjórnin myndi
leggja lóð sitt á vogarskálarnar
til að koma efnahagslífinu í gang,
þar á meðal að halda stýrivöxtum
lágum.
Eftir birtingu upplýsinganna
í gær birti seðlabankinn endur-
skoðaða hagspá þar sem vænt-
ingar um hagvöxt voru dregnar
niður í 3,1 til 3,3 prósent. Rökin
fyrir endurskoðuninni voru veikur
bati efnahagslífsins og almennar
verðhækkanir sem hafi keyrt upp
verðbólgu.
Breska ríkisútvarpið, BBC,
segir hækkun á raforkuverði ekki
óeðlilega nú um stundir enda kald-
ur vetur að baki. Reuters-frétta-
stofan bætir við að veðurfarið
hafi hamlað framkvæmdum utan-
dyra. Við þá þróun hafi bæst snörp
hækkun á eldsneyti og matvælum,
ekki síst korni og hveiti, sem kom
illa við buddu neytenda og olli því
að þeir héldu að sér höndum í byrj-
un árs. jonab@frettabladid.is að
Atvinnuleysi og lítill hag-
vöxtur í Bandaríkjunum
Atvinnuleysi hefur aukist í Bandaríkjunum og hagvöxtur er undir væntingum. Neytendur halda að sér
höndum. Seðlabankinn gerir allt hvað hann getur til að koma efnahagslífinu í gang.
Á sama tíma og verðhækkanir og aukin verðbólga setur hagspár úr skorðum
í Bandaríkjunum varaði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, AGS, við því í gær að
vísbendingar væru um ofhitnun í hagkerfum Asíuríkjanna. Hagvöxtur þar
mældist 8,3 prósent í fyrra og hljóðar spá upp á 7,0 prósenta hagvöxt þar á
næstu tveimur árum.
Í skýrslu AGS um aðstæður Asíuríkjanna eftir fjármálakreppuna sem kom
út í Hong Kong í gær segir að gert sé ráð fyrir að eftirspurn á heimamarkaði
og traustur útflutningur haldi þar uppi hagvexti. Á hinn bóginn hafi verð-
bólga aukist hratt frá því í október í fyrra. Það geti verið varasamt þar sem
svo virðist sem Asíubúar hafi greiðan aðgang að lánsfé og fasteignaverð sé
enn hátt. Seðlabankar ríkjanna verði því að herða tökin og draga úr fjár-
magni í umferð til að draga úr ofhitnun hagkerfisins, að sögn AGS.
Vísbendingar um ofhitnun í Asíu
HORFT Á BANKASTJÓRANN Ben Bernanke seðlabankastjóri sagðist á blaðamanna-
fundi í fyrradag ætla að gera allt hvað hann geti til að koma efnahagslífi Banda-
ríkjanna á réttan kjöl. Þar á meðal að halda vaxtastigi lágu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
MENNTAMÁL Starfsfólki í leikskólum landsins
fækkaði úr 5.639 í 5.488 á milli áranna 2009 og
2010. Er það fækkun um 151 starfsmann, en
stöðugildum fækkaði einnig, úr 4.847 í 4.770.
Körlum sem starfa í leikskólum fjölgar um 23
frá fyrra ári en konunum fækkar um 174. Eru
þetta upplýsingar frá Hagstofu Íslands.
Brottfall starfsmanna fer hækkandi og er
fækkunin mest í aldurshópnum 30 til 39 ára.
Barngildi á hvert stöðugildi starfsmanns fer
hækkandi, en þar er tekið tillit til aldurs og
dvalartíma barnsins og menntunar starfsfólks.
Börnum á starfsmann fækkaði talsvert frá
árinu 1998 til 2008 en eftir það hefur börnum á
hvern starfsmann fjölgað á ný.
Á sama tíma og starfsfólki fækkar fjölgar
börnum í leikskólum og hafa þau aldrei verið
fleiri. Í desember 2010 sótti 18.961 barn leik-
skóla á Íslandi og fjölgaði þeim um 245 frá
desember 2009. Þó hefur hlutfall barna á leik-
skólum á aldrinum eins til fimm ára lækkað
lítillega, úr 83 prósentum í 82 prósent.
Færri börn en áður fá sérstakan stuðning í
leikskólum vegna fötlunar eða félagslegra eða
tilfinningalegra erfiðleika, en þeim fækkaði
úr 9,5 prósentum af heildarfjölda barna í 6,5
prósent. Þá hefur börnum með erlent ríkisfang
fjölgað um 82 frá fyrra ári. - sv
Aldrei fleiri börn í leikskólum landsins en á síðasta ári:
Starfsfólki fækkar en börnum fjölgar
LEIKSKÓLABÖRN Á HOFI VIÐ GULLTEIG Aldrei hafa
verið fleiri börn í leikskólum landsins, en að sama
skapi fækkar starfsfólki. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SVEITARSTJÓRN Bæjarhrepps á
Ströndum samþykkti á fundi
sínum að óska eftir því að sam-
einast sveitarfélaginu Húnaþingi
vestra í Vestur-Húnavatnssýslu,
að því er kemur fram á vef Bæj-
arins besta.
Töluvert samstarf er nú þegar
milli sveitarfélaganna og sækja
íbúar Bæjarhrepps, sem eru
um eitt hundrað talsins, ýmsa
þjónustu til Húnaþings vestra.
Tæplega hundrað íbúar eru í
Bæjarhreppi en hann er sjötta
fámennasta sveitarfélag landsins.
Flestir hafa atvinnu af landbún-
aði, verslun og þjónustu. Dálítið
þéttbýli er á Borðeyri, sem er eitt
minnsta þorp landsins. - kh.
Breytingar á Ströndum:
Bæjarhreppur
vill sameinast
RANNSÓKNIR Stjórn Fornleifasjóðs
hefur lokið úthlutun styrkja úr
sjóðnum fyrir árið 2011. Fjár-
veiting til sjóðsins í ár var 17,2
milljónir króna. Samtals bárust
45 umsóknir að þessu sinni að
upphæð 73 milljónir. Samþykktir
voru styrkir til sextán aðila að
upphæð átján milljónir.
Áframhaldandi fornleifarann-
sókn á Skriðuklaustri fékk hæsta
styrkinn, þrjár milljónir króna.
Fornleifauppgröftur í kirkjugarð-
inum á Hofsstöðum í Mývatns-
sveit fékk tvær og hálfa milljón.
- shá
Úthlutun Fornleifasjóðs:
Sextán fengu
en 45 sóttu um
FORNLEIFAPPGRÖFTUR Átján milljónir
voru til skiptanna í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
STJÓRNMÁL Össur Skarphéðinsson
utanríkisráðherra átti á laugar-
daginn fund með Prithviraj Chav-
an, forsætisráðherra Maharastra,
og fór fundurinn fram í höfuðborg-
inni Mumbai samkvæmt tilkynn-
ingu frá utanríkisráðu neytinu.
Á fundinum ræddu ráðherr arnir
möguleika aukins viðskiptasam-
starfs Íslands og Indlands meðal
annars í sjávarútvegi og jarðhita-
málum.
Maharastra er annað stærsta
hérað Indlands með ríflega 110
milljónir íbúa og þar eru jarðhita-
svæði sem indversk stjórnvöld
hafa hug á að nýta til að mæta
orkuþörf landsins.
Jafnframt ræddu ráðherr-
arnir fyrirhuguð áform um að
indverskir sérfræðingar komi til
náms í Jarðhitaskóla og Sjávar-
útvegsháskóla SÞ, og mögulegt
samstarf í kvikmyndaiðnaði en
Mumbai er, auk þess að vera mið-
stöð viðskipta og fjármálalífs,
einnig höfuðborg indverskra kvik-
mynda. kvikmyndaiðnaðurinn er
stundum kallaður Bollywood þar
í landi.
Síðar um daginn hitti utanríkis-
ráðherra Kateekal Sankarnaray-
anan, héraðsstjóra Maharastra, og
ræddu þeir á sömu nótum mögu-
legt samstarf Íslands og Indlands.
Á föstudag opnaði utanríkis-
ráðherra nýja kjörræðisskrif-
stofu Íslands í Mumbai. Kjör-
ræðismaður Íslands í borginni er
Gul Kripalani, stofnandi og fram-
kvæmdastjóri indverska sjávarút-
vegsfyrirtækisins Pijikay.
Össur Skarphéðinsson í heimsókn á Indlandi:
Ráðherra ræddi aukið
samstarf við Indverja
1 Hvaða geimskutla verður síðust
út í geiminn í sumar?
2 Hvað heitir forseti Sýrlands?
3 Hvers lensk er hljómsveitin Cut
Copy?
SVÖR
1. Aatlantis 2. Bashar Assad 3. Hún er
áströlsk
VEISTU SVARIÐ?