Fréttablaðið - 02.05.2011, Page 16
16 2. maí 2011 MÁNUDAGUR
Þrátt fyrir að hin alþjóðlega fjármálakreppa hafi leikið
marga grátt virðist ekkert lát
vera á margs konar gylliboðum
um fjárfestingar, ekki síst á ver-
aldarvefnum. Fjölmargar erlend-
ar vefsíður bjóða einstaklingum
fjárfestingarþjónustu sem ekki er
öll þar sem hún er séð og upp hafa
komið tilvik hérlendis þar sem
íslenskar vefsíður eru að bjóða
þjónustu af sama tagi. Iðulega
byggist þjónustan á því að bjóða
viðskiptavinum að opna sérstak-
an reikning hjá viðkomandi aðila
gegn fljótlegri og öruggri ávöxt-
un.
Full ástæða er til þess að vara
við þessum síðum. Mörg fyrir-
tækjanna sem standa að baki
vefsíðunum hafa ekki viðeigandi
starfsleyfi heldur stunda ein-
göngu svikastarfsemi með því að
svíkja til sín fé frá sem flestum
aðilum með loforðum um gríðar-
lega ávöxtun en nota í raun pen-
ingana ekki til fjárfestinga. Við-
skiptavinir fá oft tímabundið
greiðslur til baka, yfirleitt mán-
aðarlega, sem ávöxtun af höfuð-
stólnum að því gefnu að þeir kjósi
að leggja gróðann ekki* inn áfram
til ávöxtunar, sem þeim er að
sjálfsögðu boðið. Að lokum hætta
fyrirtækin oftast starfsemi sinni,
vefsíðunni er skyndilega lokað og
eigendurnir hverfa á brott með
alla þá peninga sem viðskipta-
vinirnir höfðu lagt til. Í flestum
tilvikum er ómögulegt að endur-
heimta nokkurt fé til baka.
Mikilvægt er að kunna einhver
skil á þeim aðferðum sem fyrr-
greindar vefsíður beita svo hægt
sé að vara sig á þeim. Hér fyrir
neðan eru nokkrar þeirra dregnar
saman í örstuttu máli, til umhugs-
unar fyrir fjárfesta.
Vísbendingar um hugsanlega
svikastarfsemi
Ein aðferð til að hljóta traust fjár-
festa er að gefa til kynna að fyrir-
tækið hafi trúverðugan uppruna,
til dæmis með því að vísa til öfl-
ugs samstarfsaðila. Enn fremur
reyna viðkomandi fyrirtæki oft að
fullvissa fjárfesta um að þau hafi
starfsleyfi og lúti eftirliti hjá við-
eigandi eftirlitsstofnun. Þá leitast
mörg svikafyrirtæki við að öðlast
yfirbragð trausts með virðulegri
heimasíðu uppfullri af tölfræði-
gögnum, fáguðum viðskiptaorð-
um og glæsilegum bréfhausum.
Dæmi eru jafnvel um að þau nýti
myndmerki eftirlitsstofnana í
óleyfi og setji á vefsíður hjá sér. Í
því sambandi má nefna að banda-
ríska verðbréfaeftirlitið (SEC)
leyfir einkafyrirtækjum ekki að
nota myndmerki sitt, jafnvel ekki
einu sinni til að vísa af heimasíðu
sinni á heimasíðu SEC. Þrátt fyrir
þetta er merki stofnunarinnar oft
misnotað. Önnur aðferð við að
sannfæra fjárfesta um trúverðug-
leika er að búa til dýrðarljóma um
fyrirtækið. Þetta gerist til dæmis
þegar jákvæð persónueinkenni
manneskjunnar, sem býður fram
fjárfestinguna, færast yfir á fjár-
festinguna sjálfa. Sé manneskjan
talin traust og ábyggileg eru oft
miklar líkur á því að fjárfestingin
sé talin örugg.
Ummerki um mögulega svika-
starfsemi geta verið margvís-
leg. Fjárfestum er vanalega lofað
miklum og öruggum hagnaði
fljótt, allt frá 10% ávöxtun á mán-
uði til 100% á dag. Þeim er talin
trú um að þeir megi ekki missa
af þessu einstaka tækifæri, oft
vegna þess að aðrir reyndir fjár-
festar séu þegar búnir að fjár-
festa, og er þannig búin til tíma-
pressa með því að halda því fram
að framboð sé takmarkað. Oftar
en ekki eru fyrirtækin skráð í
löndum þar sem lítið sem ekkert
eftirlit er með fjármálamarkaði.
Til að mynda er gjaldeyrismiðl-
un ekki eftirlitsskyld starfsemi
í Panama, þar sem mikið er um
vafasamar vefsíður sem bjóða
fjárfestingar á gjaldeyrismark-
aði. Það sem veitir svikastarfsemi
sem þessari hins vegar mest-
an byr er vitnisburður vina og
vandamanna sem nú þegar hafa
fjárfest í þjónustunni. Eins og
fyrr kom fram fá viðskiptavinir
yfirleitt tímabundið endurgreidda
peninga af þeim höfuðstól sem
þeir sjálfir lögðu til, undir því
yfirskini að hér sé um ávöxtun að
ræða, þar til einn daginn að fyr-
irtækið hverfur á brott með mis-
muninn. Viðskiptavinir eru vissu-
lega ánægðir með þjónustuna, svo
lengi sem þeir fá greitt fé til baka,
og mæla ósjaldan grandalausir
með henni við aðra í kringum sig.
Enn fremur aukast hagsmunir
viðskiptavinarins til muna við að
skrá nýja meðlimi ef hann hlýtur
þóknun frá vefsíðunni fyrir vikið,
sem oft er tilfellið.
Ástæða til að fara varlega
Fjölmargir einstaklingar um
allan heim hafa tapað verulegum
fjárhæðum á svikum sem þess-
um og eru Íslendingar engin und-
antekning. Erfitt getur verið að
greina hvort um svikastarfsemi
sé að ræða því margar af fyrr-
greindum aðferðum gilda ekki
aðeins um svikamyllur heldur
eru einnig notaðar fyrir löglega
fjárfestingarþjónustu. Gott ráð
fyrir þá sem vilja fjárfesta er að
muna að hafa ávallt varann á og
athuga hlutina sjálfstætt. Fjár-
festar ættu til dæmis alltaf að
ganga úr skugga um hvort við-
komandi fyrirtæki hafi leyfi til
að bjóða viðskiptavinum fjárfest-
ingarþjónustu. Þetta er hægt að
gera með því að hafa samband
við viðeigandi fjármálaeftirlit
eða fara á heimasíðu þess. Þá er
sjálfsagt að vera einatt tortrygg-
in gagnvart óumbeðnum tilboðum
eða fjárfestingarmöguleikum sem
virðast of góðir til að vera sannir,
sama með hvaða sniði þeir kunna
að vera eða hvaðan þeir eiga upp-
runa sinn að rekja. Enn fremur
eru birtar á heimasíðum fjár-
málaeftirlita, þ.m.t. Fjármálaeft-
irlitsins á Íslandi, aðvaranir til
fjárfesta um fyrirtæki sem ekki
hafa starfsleyfi eða leyfi til að
veita þjónustu fjármálafyrirtækis
(http://www.fme.is/?PageID=565).
Förum varlega með peningana
okkar og höfum varann á þegar
fjárfestingarmöguleikar sem
bera ofangreind ummerki standa
okkur til boða. Föllum ekki fyrir
freistandi gylliboðum um óraun-
hæfan gróða á skömmum tíma
heldur stöndum vörð um okkur
sjálf og aðra í kringum okkur.
Höfundur biður alla þá sem hafa
orðið varir við starfsemi sem ber
merki um svik að tilkynna Fjár-
málaeftirlitinu hana. Höfundur
ítrekar enn fremur að kynning
eða sala á erlendum fjárfesting-
arkostum til almennings á Íslandi
er starfsleyfisskyld.
Það var stór dagur fyrir Pal-estínu í gær þegar gengið var
frá samkomulagi milli Fatah,
Hamas og annarra pólitískra
afla í Palestínu um sættir, bráða-
birgðastjórn og kosningar.
LOKSINS, LOKSINS góðar
fréttir frá Palestínu. Ég leyfi
mér að gleðjast innilega, enda
ástæða til, en á hinn bóginn held
ég í mér andanum þar til sam-
komulagið hefur verið undirritað
og séð verður fram á heiðarlega
framkvæmd. Vonbrigðin hafa of
oft og of lengi verið hlutskipti
okkar sem fylgjumst með frétt-
um frá þessum heimshluta. Nú er
lítið annað að gera en leggjast á
hnéskeljarnar eða hvað? Jú, það
er hægt að gera kröfur til okkar
stjórnvalda um að þau grafi ekki
undan sjálfsákvörðunarrétti og
sjálfstæði palestínsku þjóðarinn-
ar, heldur hafni stefnu Ísraels og
Bandaríkjanna, hótunum þeirra
og hefndarverkum gegn einingu
Palestínumanna.
Einangrunarstefna gegn Hamas
og PLO
Evrópusambandið hefur einn-
ig fylgt þeirri stefnu og neitað
að viðurkenna á borði rétt Pal-
estínumanna til að kjósa sér
ríkisstjórn. Evrópusambandið
styður og tekur þátt í einangr-
unarstefnu Ísraels og Banda-
ríkjanna gagnvart Hamas, og
stimpla þau sem hryðjuverka-
samtök. Það er sama stefna og
sneri að Fatah og PLO, Frelsis-
samtökum Palestínu, undir for-
ystu Yassers Arafat, einmitt
á þeim tíma sem PLO viður-
kenndi tilvistarrétt Ísraelsríkis
með sjálfstæðisyfirlýsingunni
árið 1988. Þá fékk „hryðjuverka-
maðurinn“ Arafat ekki vega-
bréfsáritun til Bandaríkjanna
og flytja þurfti Allsherjarþingið
frá New York til Genfar svo að
Arafat gæti ávarpað það.
Hin sögulega eftirgjöf
Palestínska þjóðin og öll stjórn-
málaöfl hennar, þar með talin
Hamas, hafa lýst yfir vilja til
að stofna sjálfstætt ríki innan
landamæranna frá 1967. Í því
felst söguleg eftirgjöf á 78% af
landi Palestínu undir Ísraels-
ríki. Sjálfstæð Palestína á Gaza
og Vesturbakkanum með Austur-
Jerúsalem sem höfuðborg nær
aðeins yfir 22% upphaflegrar
Palestínu.
Eftirgjöfin jafngildir viðurkenn-
ingu á Ísraelsríki
Í þessu felst að sjálfsögðu viður-
kenning á Ísraelsríki, þótt áróð-
ursmeistarar þess virðist treysta
á aðferðir Göbbels, að fólk trúi
því á endanum sem er endurtek-
ið nógu oft. Þannig er áróðurinn
endurtekinn aftur og aftur, um
að Hamas-samtökin vilji Ísraels-
ríki burt af landakortinu, þótt
viðurkenning þeirra hafi í raun
verið komin fram árið 2003 hjá
Sheik Yassin, leiðtoga Hamas-
samtakanna, ári áður en hann
var myrtur í sínum hjólastól
með loftárás í mars 2004. Þegar
Hamas-samtökin hófu stjórn-
málaþátttöku í sveitarstjórnar-
kosningum árið 2005 og tóku
þátt í kosningum til löggjafar-
þings á herteknu svæðunum
árið 2006 staðfestu þau þessa
afstöðu. Þessar kosningar byggja
á Óslóarsamningnum við Ísrael
frá árinu 1993 sem setur ramma
fyrir þessa stjórnskipan. Þátt-
taka í þeim felur því líka í sér
viðurkenningu á tilvist Ísraels-
ríkis.
Viðurkenning á sjálfstæði
Palestínu
Það reynir á ríkisstjórn Íslands
og sérstaklega utanríkisráð-
herrann, hvort fylgt verður
samhljóða stefnu Alþingis, sem
mótuð var í maí 1989 og áréttuð
síðan, þar sem kveðið er á um
viðurkenningu á sjálfsákvörð-
unarrétti palestínsku þjóðarinn-
ar, eða hvort farið verður í gamla
farið að láta Ísrael og Bandarík-
in ráða ferðinni í samskiptum
við Palestínumenn. Það er sú leið
sem Evrópusambandið hefur því
miður fylgt, þrátt fyrir mörg góð
orð og ályktanir á Evrópuþing-
inu. Það eru hins vegar ýmis
merki þess að mörg Evrópusam-
bandsríki séu búin að fá meira
en nóg af framferði Ísraelsríkis
og breytt stefna sé í uppsiglingu
hjá ESB. Þannig hefur heyrst að
jafnvel Bretland og Frakkland
muni viðurkenna sjálfstæði Pal-
estínu í haust, eins og meirihluti
Sameinuðu þjóðanna gerði strax
um 1988 og á síðasta ári bætt-
ust mörg Suður-Ameríkuríki við
sem losað hafa sig undan ofur-
valdi Bandaríkjanna. Danmörk,
Noregur og fleiri ríki hafa verið
að hækka stjórnmálasambandið
á hæsta stig, næst viðurkenningu
sjálfstæðis.
Verður Ísland fyrst?
Ísland hefur áður sýnt frum-
kvæði í að viðurkenna nýfrjáls
ríki í Eystrasaltinu, en ekki
hefur heyrst nú af slíku. Enn
gæti þó Ísland orðið fyrst vest-
rænna ríkja til að viðurkenna
sjálfstæða Palestínu.
Þann 1. júní 2010 í kjölfar
árása Ísraelshers á hjálparskip
á leið til Gaza og níu sjálfboða-
liðar voru myrtir af ísraelskum
sérsveitarmönnum á alþjóðlegu
hafsvæði, brást Alþingi við með
meirihlutasamþykkt utanríkis-
málanefndar. Þar var meðal
annars kveðið á um að utanrík-
isráðherra skyldi fara til Gaza
með hjápargögn. Ráðherra hafði
áður lýst hug sínum á sama veg
í þessu sambandi mánuði áður á
aðalfundi Félagsins Ísland-Pal-
estína. Enn hefur ekki orðið af
þessari ferð. Það er alls ekki of
seint fyrir Össur Skarphéðins-
son að fara til Gaza. Segja má að
ferðin sé brýnni nú en áður og
kæmi enn frekar út sem jákvæð-
ur og mikilvægur stuðningur við
það sáttaferli sem er að hefjast
og ráða mun úrslitum fyrir pal-
estínsku þjóðina.
Lifi frjáls Palestína!
Mikilvægt er að kunna einhver skil á
þeim aðferðum sem fyrrgreindar vefsíður
beita svo hægt sé að vara sig á þeim.
Í þessu felst að sjálfsögðu viðurkenning
á Ísraelsríki, þótt áróðursmeistarar þess
virðist treysta á aðferðir Göbbels, að fólk
trúi því á endanum sem er endurtekið nógu oft.
VERKEFNASTJÓRI
VIÐ TÆKNI- OG VERKFRÆÐIDEILD HR
www.hr.is
Háskólinn í Reykjavík auglýsir eftir verkefnastjóra í tækni- og verkfræðideild.
Starfið felst í upplýsingagjöf, þjónustu og samskiptum við nemendur og kennara tækni- og verkfræðideildar.
Verkefnastjóri tilheyrir skrifstofu tækni- og verkfræðideildar og ber ábyrgð á samskiptum við ákveðinn hóp
nemenda og kennara, en starfar einnig náið með ýmsum stoðdeildum innan HR.
HÆFNISKRÖFUR
Háskólapróf (BA eða BSc)
Mjög góð tölvukunnátta
Öguð og skipulögð vinnubrögð
Frumkvæði og hæfni til að forgangsraða
Góð færni í íslensku og ensku
Umsóknir skal senda á netfangið appl@hr.is fyrir 15. maí og skulu innihalda kynningarbréf, starfsferilskrá,
mynd og upplýsingar um umsagnaraðila. Nánari upplýsingar veitir Sigrún Þorgeirsdóttir skrifstofustjóri
(sigrunth@hr.is).
Allar fyrirspurnir og umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Tækni- og verkfræðideild HR er ein stærsta háskóladeild landsins með tæplega 1000 nemendur og um 70
akademíska starfsmenn á mörgum sviðum verkfræði, tæknifræði, íþróttafræði og iðnfræði. Deildin útskrifar um
2/3 þeirra sem ljúka tækninámi á háskólastigi á Íslandi. Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla
þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði. Nemendur skólans eru um 3000 í fjórum deildum og starfa
yfir 250 fastir starfsmenn við skólann auk fjölda stundakennara.
Gylliboð í fjárfesting-
um: Ekki láta skilja þig
eftir með sárt ennið
Fjárfestingar
Ómar Þór
Ómarsson
sérfræðingur á
verðbréfasviði
Fjármálaeftirlitsins
Loksins góðar fréttir frá Palestínu
Mið-Austurlönd
Sveinn Rúnar
Hauksson
læknir og formaður
félagsins Ísland-
Palestína