Fréttablaðið - 02.05.2011, Blaðsíða 21
Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
Herborg Harpa Ingvarsdóttir arkitekt bjó til vatnsparadís inni á baðherberginu.
H
erborg Harpa Ingvars-
dóttir hannaði baðher-
bergið heima hjá sér
enda hæg heimatökin
þar sem hún er arkitekt sjálf hjá
hönnunarfyrirtækinu Færinu.
Hún staðsetti baðkarið og sturtuna
hlið við hlið.
„Þegar ég gerði upp baðherberg-
ið, færði ég sturtuna að baðkarinu,
en áður var hún hinum megin í
herberginu, dimm og drungaleg.
Með þessu nýtist plássið betur auk
þess sem ekki þarf að hafa áhyggj-
ur af gusugangi út á gólf þegar
börnin eru í baði,“ segir Her-
borg sem á tvö börn, þriggja og
fimm ára. „Þau geta skvett út um
allt, sem skapar vandamál þegar
þau fara svo í bað hjá ömmum og
öfum,“ segir hún og hlær.
Eins hefur staðsetningin sparað
henni heilmikinn tíma því upplagt
er að skella sér í sturtu á meðan
krakkarnir busla í baðinu. „Þá get
ég notið sturtunnar í rólegheitum
með þau bæði á vísum stað í bað-
karinu.“
Herborg valdi dökkar flísar á
veggi og gólf til að fá „náttúru-
stemmingu“ inn í herbergið. Vegg-
flísarnar eru lagðar lóðrétt á vegg-
inn og minna þannig á stuðlaberg.
Herborg segir alla fjölskylduna
hæstánægða með breytingarnar
á baðherberginu. „Þetta er fjöl-
skyldu-spa, algjör vatnsparadís
heimafyrir.“
heida@frettabladid.is
Gusugangur
leyfilegur
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blöðruspeglar frá dz stúdíó eru dæmi um spegla
sem lífga upp á hvaða vistarverur sem er. Þá má
nálgast á vefversluninni mac & mac á slóðinni www.
macandmacinteriors.co.uk
NÝTT12 mánaða vaxtalausar greiðslur
Listh
Fermingartilboð
GÆÐA- og verðsamanburð
Verð
109.900 kr.
Verð
164.900 kr.
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Járn & Gler ehf. - Skútuvogur 1h.
Barkarvogsmegin - 104 Reykjavík
S: 58 58 900-www.jarngler.is
Fyrirtæki - Húsfélög
Við bjóðum upp á
sjálfvirkan hurða -
opnunarbúnað ásamt
uppsetningu og
viðhaldi.
Auðveldar aðgengi, hentar vel fyrir
aðgengi fatlaðra.
Áratuga reynsla af búnaði tryggir gæðin.