Fréttablaðið - 02.05.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 02.05.2011, Blaðsíða 42
2. maí 2011 MÁNUDAGUR26 BAKÞANKAR Júlíu Margrétar Alexanders- dóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. tímabils, 6. skammstöfun, 8. sægur, 9. lítið býli, 11. skammstöfun, 12. langt op, 14. fótmál, 16. drykkur, 17. fjallaskarð, 18. spendýr, 20. átt, 21. bylgja. LÓÐRÉTT 1. labbaði, 3. ryk, 4. örvandi efni, 5. dýrahljóð, 7. holdýr, 10. hald, 13. sarg, 15. gan, 16. samræða, 19. hreyfing. LAUSN LÁRÉTT: 2. viku, 6. eh, 8. mor, 9. kot, 11. fr, 12. klauf, 14. skref, 16. te, 17. gil, 18. api, 20. na, 21. liða. LÓÐRÉTT: 1. gekk, 3. im, 4. koffein, 5. urr, 7. holsepi, 10. tak, 13. urg, 15. flan, 16. tal, 19. ið. Fjandans stork- ar! Af hverju var okkur ekki boðið þetta starf? Það hlýtur að hafa haft eitt- hvað með kjara- viðræðurnar að gera. Þú munðt deyja... Þvðú munðt döyjaaa... Það er tilboð í sjoppunni! Osta- pulsa með frönsk- um á hundraðkall! Jee... ... sússs! Ertu eitthvað ósáttur við að ég skoði þig Palli? Eigin- lega. Af hverju er það? Sko, þú ert kona og ég er... ... í papp- írskjól og hvítum sokkum. Ég get haldið aftur af mér ef þú getur það. Má ég biðja um smá meira spagettí? Vá Hannes! Þú ert aldeilis kurteis í kvöld! Kennarinn minn segir að það sé mikil- vægt að bera sig vel og vera kurteis við matarborðið. Kennarinn? Ég er búinn að segja þér þetta árum saman! Ég veit. En af hverju hlustarðu á hann en ekki mig? Ég hélt að kennarar væru ofar í virðingar- stiganum en pabbar. Uuu já! Lesendur okkar eru á öllum aldri með ólíka sýn á lífið – og við þjónum þeim öllum Allt sem þú þarft Tölvuleikjakynslóðin er líklega með fyrir-litnustu kynslóðum síðari tíma (ef frá er talin klámkynslóðin en böðlar hennar virðast líka enn vera í undirbúningsvinnu hvernig leiða skuli hana á höggstokkinn). Litlu skítugu tölvuleikjabörnin með hráka- dall á gólfinu eru hins vegar uppvaxin og orðin að stórum tölvuleikjabörnum því barnið í manni er einmitt það sem aldrei hverfur spili maður tölvuleiki. ÞAÐ er svona á mörkunum að ég sé ekki utan lögsögu tölvuleikjakynslóðarinnar. Sumir telja að börnin þurfi að hafa verið vanin af bleiu fyrir framan tölvuskjáinn til að mega með réttu kalla sig hrein- ræktaða tegund en ég var orðin tíu ára þegar fyrsta Nintendo-sjónvarpsleikja- tölvan var keypt en Rafbúð Sambandsins var með þeim fyrstu til að selja þær hér- lendis. HINS vegar lagði ég mig alla fram um að vinna upp glataðan tíma og sat því með yngra systkini og nágrannabörnum fyrir framan frá sólarupprás til næt- urfrétta. Heimilið fylltist nefni- lega af börnum allt niður í fjögra ára þegar tryllitækið kom í hús, börnum sem sátu þétt í sófanum og skiptust á um að nota fjar- stýringuna. Þau voru aldrei með hor, alltaf með nammi og máttu vera heima hjá okkur frá morgni til kvölds. Og ég frábið mér uppfræðslu 68-kynslóð- arinnar að það hafi verið meira gefandi og gaman að byggja kofa í Vogahverfinu. Þið hafið ekki hugmynd um stuðið við að troða frostpinnaspýtum inn í vídeótæki. ÉG hef séð þessi börn sem voru einu sinni alltaf í tölvunni úti í hinum stóra heimi í dag og þetta eru allt snillingar. Snillingar sem mætti henda út í völundarhús í aldin- garði í Japan og þeir myndu spjara sig. Þessi undrabörn þurfa hins vegar æ ofan í æ að þola niðurlægjandi tal gamla liðs- ins sem er eins og fiskur á þurru landi ef strætó breytir tímatöflunni. OG já, ég veit að þetta er ekki fallega sagt, en það er heldur ekki fallegt hvernig talað er niður til krakka í dag sem eru í tölvunni. Jú, þau kunna kannski ekki Eina krónu en þau eru oftar en ekki í skapandi og örvandi leikjum sem endar með því að þau fara að vinna hjá CCP og moka inn gjaldeyri. ÚTILEIKJAKYNSLÓÐIN lætur stundum eins og það sé varla þess virði að ræða við blessuð börnin í tölvuspilunum. Heilagri en vígt vatn í Betlehem af því hún fór út að leika. Ég er hins vegar viss um að Kiddi og systkini hans fimm í Árbænum, sem áttu eina Nintendo-tölvu á kjaft, er fólkið sem mun bjarga okkur. Blómin sem uxu inni í stofu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.