Fréttablaðið - 02.05.2011, Síða 44
2. maí 2011 MÁNUDAGUR28 28
menning@frettabladid.is
hundleið á sínum karli. Pabbinn eins og blanda
milli Peters Sellers og pabba Denna dæma-
lausa. Nína Dögg Filippusdóttir lék öll hlut-
verk mæðranna og stekkur fimlega milli tíma-
skeiða. Það er erfitt að gera upp á milli hvar
hún botnaði best enda gervin góð og naut hún
sín til fulls og var á köflum sprenghlægileg.
En það var einmitt markmiðið að fá fólk til að
hlæja þótt margur væri broddurinn og hann oft
beittur. Fólk hló vegna þess að það þekkti sínar
eigin og forfeðranna dellur. Golf, sílíkon, skipti-
nemi, þríhyrningur, Eldhúsmellur, súludans og
söngvakeppni, allt það sem heltekið hefur land-
ann í dægurmálum fékk sinn sess.
Hugmyndirnar voru ýktar og fyndnar og
þrátt fyrir að liðin séu allmörg ár þekktu allir
Baldur og Konna í gervi Guðna og Tómasar og
lá við að sumir í salnum köfnuðu úr hlátri yfir
aulafyndni þeirra. Karlmenn hópsins brugðu
sér í kvenmannsgervi án þess að verið væri að
ganga alla leið í einhverju draggi. Þeir léku eins
og maður getur ímyndað sér að gömlu bresku
leikararnir hafi gert þar sem ungir piltar urðu
að leika smástúlkur en hér var ekkert gert til
að fela að um pilta væri að ræða. Víkingur
Kristjánsson í hlutverki stúlkubarnsins sem
vill ný brjóst í fermingargjöf var frábær. Það
gerðust nokkur atvik sem greinilega ekki var
reiknað með og áttu leikarar sjálfir því stund-
um svolítið bágt með að halda sér frá því að
springa, en samspil salarins og hópsins var svo
gott að slík smáatriði trufluðu engan.
Þeir Gísli Örn Garðarsson og Björn Hlynur
Haraldsson, voru vægast sagt skrautlegir sem
parið Arna og Aron sem birtist skyndilega inni
í lífi hjónanna Guðnýjar og Klemens og rugla
svolítið þeirra ofurvenjulegu tilveru. Dansat-
riði hátt uppi á mæni og niðri á súluprýddum
grasigrónum gangi voru frábær einkum þegar
Björn Hlynur renndi sér ísmeygilega syngjandi
með skökk gleraugu í anda Cary Grant.
Guðrún er gamla frænkan sem fylgir kyn-
slóðunum og sýnir sig svo að hafa verið viðhald
afans allan tímann. Sú hin skakkmynnta mær
sem alltaf er að kvarta yfir hávaða mismunandi
kynslóða er líka svolítið lím í verkinu. Jóhann-
es Níels Sigurðsson lék dömuna þá, auk þess
sem hann brá sér í hlutverk Aladdíns sem kom
með indverskan mat í furðuboðið. Hann náði
mjög góðum tökum á því að kreista hlátur úr
áhorfendum. Gísli Örn, sem hippapabbinn, sjó-
arinn sem var sífullur í landi, var einnig mjög
trúverðugur í samhenginu og hreyfimynstur
þeirra allra vel tengd við tímaskeiðin.
Eina sem var svolítið þreytandi var ameríska
kerlingin, en því var bjargað með því að hún
var drepin fyrir allra augum.
Búningar Ilmar Stefánsdóttur, einkum hippa-
frúardressið tímasetti leikinn vel.Ólafur Thor-
oddsen sér um hljóðið sem skiptir öllu máli
ásamt lýsingunni sem var í höndum Þórðar
Orra Péturssonar og var skemmtileg.
Elísabet Brekkan
Niðurstaða: Skemmtileg og heit sýning í vorkuld-
anum.
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX
„Þessi leiksýning hefur allt
sem þarf til að skapa vel heppnað
og eftirminnilegt leikverk.“
I.Þ., Mbl.
„Þetta var geggjuð flott sýning,
eins og gelgjan sagði.
Og hvað viljið þið meira?“
B.S., pressan.is „Critics choice“
Time Out, London
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
fim. 12/5 kl. 20 – lau. 21/5 kl. 20 – fös. 27/5 kl. 20
Leikhús ★★★★
Húsmóðirin
Vesturport
Leikarar: Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn
Garðarsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Jó-
hannes Niels Sigurðsson, Víkingur Kristjánsson.
Tónlist: Pálmi Sigurhjartarson Leikmynd og
búningar: Ilmur Stefánsdóttir Lýsing: Þórður
Orri Pétursson Hljóð: Ólafur Thoroddsen
Frumsamin tónlist: Pálmi Sigurhjartarson
Hljómsveit: Benedikt Brynleifsson, Birgir
Kárason, Pálmi Sigurhjartarson Hljóðblöndun
og upptaka: Þröstur Jóhannsson
Leikritið Húsmóðirin var frumsýnt í sal Nýja
sviðsins í Borgarleikhúsinu síðastliðinn mið-
vikudag. Þá gnauðuðu vindar og vorblærinn
slóst við sjálfan sig meðan leikarahópur Vest-
urports bauð upp á ferðalag í miklum hita,
ferðalag milli tímaskeiða í lífi þriggja kyn-
slóða húsmæðra. Áhorfendur komu sér fyrir
við lítil kaffihúsaborð og á sviðinu gaf að líta
þrjár heimilismyndir allar merktar Bessastöð-
um, í höfuð forföðurins Bessa. Á hverju þessara
heimila búa hjón með dóttur tilheyrandi þrem
kynslóðum úr sömu fjölskyldu. Hér var verið að
leika sér með þær ýkjur sem þóttu hvað mest
áberandi á hverjum tíma.
Vesturportsleikurum fatast ekki listin þó hér
sé um léttmeti, hopp og hí að ræða. Á margan
hátt var eins og verið væri að fletta Fálkanum
og Vikunni og hlusta svolítið á Ríkisútvarpið
inn á milli. Sá sem leiðir leikinn áfram er píanó-
leikarinn Pálmi Sigurhjartarson sem var hreint
frábær, ekki aðeins andardráttur verksins held-
ur einnig lungu þess. Mamman í fína húsinu
frá sjötta áratugnum með túperaða hárið eins
og klippt út úr Axminster-teppaauglýsingu,
Ýkjur, dellur og merkjavörur
Erlingur E. Halldórsson hlaut
Íslensku þýðingaverðlaunin sem
afhent voru við hátíðlega athöfn
á Gljúfrasteini á laugardag. Verð-
launin hlaut hann fyrir þýðingu
sína á Gleðileiknum guðdómlega
eftir Dante Alighieri. Erlingur E.
Halldórsson fékkst fyrr á árum
einkum við leikstjórn og leikrita-
gerð en hefur í seinni tíð snúið
sér æ meir að þýðingum sígildra
meistaraverka frá fornöld og síð-
miðöldum og sent frá sér þýðing-
ar á verkum eftir höfunda á borð
við Rabelais, Petróníus, Apúleius,
Boccaccio og Chaucer. Fyrir þýð-
ingu sína á Gargantúa og Pan-
tagrúl eftir Rabelais hlaut hann
heiðursverðlaun Frönsku aka-
demíunnar árið 1993.
Gleðileikurinn guðdómlegi leið-
ir lesandann inn í hugarheim mið-
alda og lýsir leiðsluferð skáldsins
um handanheima þar sem birtast
ýmis stig mannlegrar reynslu,
allt neðan frá dýpsta víti illsku og
kvala til uppheima ljóss og sælu.
Á frummálinu er Gleðileikurinn
kveðinn undir svonefndum ters-
ínahætti með þríteknu rími, sem
knýr frásögnina áfram, en Erling-
ur þýðir verkið yfir á lausamál
sem nær „á sinn hátt með kjarn-
miklu, en stundum nokkuð sér-
viskulegu orðfæri að gera ferða-
lýsinguna ljóslifandi, jafnt innra
sem ytra, og miðla lesanda af
þeirri óvenjulegu reynslu sem þar
er lýst,“ eins og segir í fréttatil-
kynningu.
Dómnefnd um Íslensku þýðinga-
verðlaunin 2011 skipa þau Krist-
ján Árnason formaður, Ragnheið-
ur Margrét Guðmundsdóttir og
Steinunn Inga Óttarsdóttir
Fjórir aðrir þýðendur voru til-
nefndir til verðlaunanna að þessu
sinni: Atli Magnússon var til-
nefndur fyrir Silas Marner eftir
George Eliot, Njörður P. Njarð-
vík fyrir Vetrarbraut eftir Kjell
Espmark, Óskar Árni Óskarsson
fyrir Kaffihús tregans eftir Car-
son McCullers, og Þórarinn Eld-
járn fyrir Lé konung eftir Willi-
am Shakespeare
Verðlaununum fylgja 400.000
kr. sem Rithöfundasamband
Íslands og Félag íslenskra bóka-
útgefenda leggja til.
Verðlaunaður fyrir
Dante-þýðingu
VERÐLAUNIN AFHENT Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Erlingi E. Hall-
dórssyni þýðingarverðlaunin.
HÚSMÓÐIRIN „Vesturportsleikurum fatast ekki listin
þó hér sé um léttmeti, hopp og hí að ræða,” segir í
leikdómi.
SÍÐUSTU TÓNLEIKAR VETRARINS í tónleikaröðinni Te og tónlist verða haldnir á Bókasafni
Seltjarnarness í kvöld kl. 17.30. Á tónleikunum verða flutt verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Flytj-
endur eru Selnes-tríó, en það skipa Auður Edda Erlendsdóttir klarinett,Stefanía Bergljót Stefánsdóttir
víóla og Halldór Víkingsson píanó.
Verkið Te Deum fyrir kór, ein-
söngvara og kammersveit eftir
Marc-Antonie Charpentier verð-
ur flutt á tónleikum kórs Lang-
holtsskirkju næsta sunnudag,
8. maí, klukkan 20. Stjórnandi
kórsins er Jón Stefánsson og ein-
söngvararnir þrettán koma allir
úr röðum kórfélaga en flest-
ir kórfélaganna hafa lokið eða
stunda söngnám.
Te Deum er samið á síðari
hluta 17. aldar og er fullt af gleði
og birtu. Flestir þekkja upphaf
verksins sem er prelúdía í rondó-
formi og er kynningarlag Evr-
ópusöngvakeppninnar. Á sömu
tónleikum verður frumflutt nýtt
verk eftir Misti Þorkelsdótt-
ur með styrk frá Musica nova.
Verkið heitir In via aeterna eða Á
hinum eilífa vegi.
Miðasala fer fram í Langholts-
kirkju og miðaverð er kr. 3.500
en 2.500 fyrir félaga í Listafélagi
Langholtskirkju, nemendur og
eldri borgara.
Kór Lang-
holtskirkju
með tónleika
JÓN STEFÁNSSON Stjórnar kór Langholts-
kirkju.