Fréttablaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 4
9. maí 2011 MÁNUDAGUR4 FRÉTTASKÝRING Hvers konar húsnæðislán standa íslenskum fasteignakaupendum til boða? Arion banki kynnti fyrir helgi ný íbúðalán með föstum vöxtum út samningstímann og vexti sem eru sambærilegir við vexti Íbúðalána- sjóðs að einhverju leyti. Þetta virð- ist merki um að bankarnir ætli sér að sækja áfram á íbúðalánamarkaði þrátt fyrir skakkaföll undanfarinna ára. Þetta þýðir þó ekki endurhvarf til þess tíma þegar í boði voru lán fyrir öllu markaðsvirði íbúðarhús- næðis, eins og bankarnir buðu fyrir bankahrunið 2008. Raunar virðist Arion banki aðeins samkeppnishæf- ur við Íbúðalánasjóð fyrir þá sem geta greitt talsvert hátt hlutfall af kaupverðinu. Arion banki lánar allt að 60 pró- sent af veðhlutfalli fasteignarinnar með 4,3 prósenta föstum vöxtum til 25 eða 40 ára. Þetta eru örlítið lægri vextir en bjóðast hjá Íbúðal- ánasjóði, þar sem vextirnir eru nú 4,4 prósent. Á það ber þó að líta að Íbúðalánasjóður lánar allt að 80 pró- sent af markaðsvirði húsnæðisins. Arion banki býður viðbótarlán umfram 60 prósenta lánið. Viðbót- arlánið getur verið allt að 20 pró- sentustig til viðbótar, og því sam- tals lánað fyrir allt að 80 prósentum markaðsvirðis húsnæðisins. Viðbót- arlánið er aðeins til 25 ára og ber 5,4 prósenta fasta vexti. Á vef bankans er þó tekið fram að til að fá lánin verði fólk að standast greiðslumat. Talsvert flókið er að bera saman þá lánakosti sem húsnæðiskaup- endum standa til boða hjá bönkun- um almennt. Íslandsbanki býður upp á fjóra lánaflokka. Boðið er upp á óverð- tryggð lán með breytilegum vöxt- GENGIÐ 06.05.2011 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 217,999 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 112,71 113,25 184,98 185,88 163,72 164,64 21,952 22,080 20,584 20,706 18,155 18,261 1,4032 1,4114 181,09 182,17 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR HEILBRIGÐISMÁL Börn sem drekka úr pela til tveggja ára aldurs og lengur eru í meiri hættu á að eiga við offitu að stríða áður en skóla- aldri er náð. Þetta eru niðurstöður banda- rískrar könnunar sem náði til sjö þúsund barna. Ástæðan er sú að börnin innbyrða fleiri kaloríur en þau þurfa úr pela. Foreldrar nota pelann ekki bara við þorsta held- ur einnig til að róa börnin. Sérfræðingarnir sem unnu að könnuninni mæla með því að for- eldrar kenni börnum að nota stút- könnu eða glas frá sex mánaða aldri og hætti alfarið að gefa pela fyrir eins árs aldur. - rat Pelabörn þyngjast um of: Venja á börn af pela fyrir 1 árs DREKKUR ÚR PELA Drekki börn úr pela til tveggja ára aldurs gætu þau orðið of feit fyrir fimm ára aldurinn. Samanburður á lánakjörum á húsnæðislánum I Viðbótarlán I II III IV Viðbótarlán vegna 1. íbúðar Lánshlutfall 60% Frá 60% að 80% 70% 70% 70% 70% 10% viðbót Lánstími 25, 40 ár 25 ár 15, 25, 40 ár 15, 25, 40 ár 25, 40 ár 25, 40 ár Allt 15 ár Vextir 4,3%1 5,4%1 5,25%2 9,1%3 5,6%4 6,5%1 5,25%2 Verðtryggt Já Já Nei Nei Já Já Nei Lántökugjald 1% 1% 1% 1% 1% 1% 1% Uppgreiðslugjald Já Nei Nei Já Nei Já Nei Landsbankinn I II I II Lánshlutfall 70% 70% 80% 80% Lánstími 5 til 40 ár Allt að 40 ár 20, 30, 40 ár 20, 30, 40 ár Vextir 4,8%2 5,55%2 4,4%1 4,9%1 Verðtryggt Já Nei Já Já Lántökugjald 1% 1% 1% 1% Uppgreiðslugjald Nei Nei Já Nei 1 Fastir vextir 2 Breytilegir vextir 3 Fastir vextir í 3 ár 4 Fastir vextir til 5 ára Heimild: Vefsíður bankanna og íbúðalánasjóðs Aukin samkeppni um lánin Arion banki kynnti ný íbúðalán fyrir helgi sem eru með lægri vöxtum en lán Íbúðalánasjóðs. Bestu kjörin ná þó aðeins yfir lán fyrir sextíu prósentum af kaupverði. Óvíst er hvort aðrir bankar fylgja í kjölfarið. STJÓRNMÁL Fáni Evrópusambands- ins verður ekki dreginn að hún við breska forsætisráðherrabústað- inn að Downing-stræti 10 í tilefni Evrópu dagsins sem haldinn er hátíðlegur í dag. Hvorki verður heldur flaggað við breska fjármálaráðuneytið né utanríkisráðuneytið. Málið vekur athygli því við Downing- stræti var fáni Evrópusambands- ins dreginn að hún í tilefni dagsins í fyrra. Embættismenn neita því að fánaleysið sé að ósk forsætis- ráðherrans David Cameron. - sm Bretar fagna ekki Evrópudegi: Enginn Evrópu- fáni á númer 10 um, óverðtryggð lán með föstum vöxtum í þrjú ár, verðtryggð lán með vaxtaendurskoðun og verð- tryggð lán án vaxtaendurskoðunar. Bankinn lánar að hámarki 70 pró- sent, en þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð býðst 10 prósentustiga viðbótarlán, og fá því allt að 80 pró- senta lán hjá bankanum. Hjá Landsbankanum eru tveir kostir í boði, verðtryggð og óverð- tryggð lán með breytilegum vöxt- um. Bankinn lánar að hámarki 70 prósent af markaðsverði íbúðar. Tilkynning Arion banka um hag- stæðari lán til íbúðarkaupa hefur ekki enn sem komið er hleypt af stað svipaðri skriðu og varð þegar bankarnir komu fyrst inn á íbúðal- ánamarkaðinn. Ný íbúðalán bank- ans gefa þó tilefni til að ætla að yfir- menn þar telji eftir einhverju að slægjast á þessum markaði. Koma verður í ljós hvort hinir bankarnir breyta þeim lánum sem þeir bjóða upp á í framhaldinu. brjann@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 23° 22° 23° 19° 25° 26° 17° 17° 20° 19° 22° 22° 34° 19° 25° 16° 16°Á MORGUN Fremur hægur vindur, hvassara við SA-ströndina. MIÐVIKUDAGUR Fremur hægur vindur. 66 84 12 3 108 125 126 1013 126 86 56 127 15 10 15 14 13 7 7 12 13 6 VÍÐA HLÝTT Í dag hlýnar á norðan_ verðu landinu og helst hlýtt þar fram á miðviku- dag. Þá snýst í norðlægar áttir og kólnar aftur. Minni hitabreytingar á S-landi. Einhverjar skúrir um mest allt land í dag og á morgun. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður LÖGREGLUMÁL Engan sakaði þegar grjóti var kastað að heimili Ögmundar Jónassonar innanríkis ráðherra á aðfararnótt laugardags. Á fjórða tímanum um nóttina gekk skæðadrífa af grjóti yfir húsið og brotnuðu við það tvær rúður í húsinu og dreifðust gler- brot um allt. Málið er á forræði Ríkislög- reglustjóra, en ekki var vitað til þess að nokkur hefði verið handtekinn vegna málsins þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Þó hefur eftirlit með heimili Ögmundar verið hert til muna. Ögmundur vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið, en í við- tali í útvarpsþættinum Sprengi- sandi á Bylgjunni í gærmorgun sagði hann að málinu hefði lokið blessunarlega og allir væru við góða heilsu. Í frétt Stöðvar 2 í gær sagðist hann ekki vita til þess að tengsl væru á milli þessa atviks og ein- hvers þeirra umdeildu mála sem hefðu verið á hans borði að und- anförnu. Má þar nefna mál tengt vélhjólaklíkum og flóttamönnum hér á landi. -þj Óþekktir árásarmenn gerðu aðför að heimili innanríkisráðherra um helgina: Rúður brotnuðu í skæðadrífu grjóts ÁRÁS Á HEIMILI RÁÐHERRA Tvær rúður voru brotnar á heimili innanríkisráðherra aðfaranótt laugardags. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DANMÖRK Þrír menn létust í bíl- slysi á þjóðvegi austan við bæinn Bjerringbro á Jótlandi í fyrri- nótt. Þeir voru á aldrinum 19 til 26 ára. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í aflíðandi beygju og valt hann margsinnis. Eldur kom svo upp í flakinu. Danskir vefmiðlar segja mörg slys hafa orðið í þess- ari beygju síðustu ár, án þess þó að til mannskaða hafi komið. 19 ára piltur komst lífs af úr slysinu og hringdi á hjálp. Hann var ekki alvarlega meiddur. - þj Harmleikur í Danmörku: Þrír létust í bíl- slysi á Jótlandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.