Fréttablaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 6
9. maí 2011 MÁNUDAGUR6 Tímapantanir í síma 563 1046 og 563 1060. Ágúst Birgisson lýtalæknir. www.ablaeknir.is Hef flutt læknastofu mína úr húsi Lífssteins yfir í Domus Medica. - - mynstrun@internet.is www.mynstrun.com Sími: 898 7436 Komum á staðinn og gerum verðtilboð ef óskað er. W W W . M Y N S T R U N . C O M Við sérhæfum okkur í vinnu við skrautsteypu, sem er falleg, endingar- góð og hagkvæm lausn fyrir sólpalla, innkeyrslur og gangstéttir. Skrautsteypa kemur í fjölmörgum litum og mögulegt er að leggja margskonar mynstur á hana. Neyðarlögum aflétt Neyðarlögum, sem sett voru í konungs- ríkinu Barein í mars til að bæla niður mótmæli gegn sitjandi stjórn, verður aflétt 1. júní. Konungur Barein fyrir- skipaði þetta í kjölfar þess að helstu leiðtogar samsæris gegn konungsríkinu voru dregnir fyrir rétt í gær. BAREIN Ók á barn og stakk af Lögreglan á Akranesi lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á Garðgrund, á móts við verslunina Samkaup, klukkan 17 á laugardag en þá var fjórhjóli ekið á barn. Barnið slasaðist lítillega en ökumaður fjór- hjólsins lét sig hverfa af vettvangi án þess að huga að barninu eða gera lögreglu viðvart. Þeir sem geta veitt upplýsingar um slysið eru beðnir að hafa samband við lögregluna. LÖGREGLUFRÉTTIR LÍKNARMÁL Fataframleiðandinn 66°Norður færði Fjölskyldu- hjálp Íslands á dögunum barna- flíspeysur að andvirði 2,8 milljón ir króna. Flíspeysunum verður úthlutað til þeirra fjöl- skyldna sem á þurfa að halda. Það er von fyrirtækisins að gjöfin komi að góðum notum. Fyrirtækið hefur reglulega gefið Fjölskylduhjálpinni fatnað auk þess sem Starfsmannafélag Sjó- klæðagerðarinnar 66°Norður hefur veitt samtökunum fjár- stuðning. - sm Fjölskylduhjálpin fær gjöf: 66°Norður gefa börnum peysur Þetta leiðir mögulega til þess að kröfuhafar óska ekki eftir gjald- þrotaskiptum til að byrja með, segir Ásta. Stefán Ólafsson, félagsfræði- prófessor við Háskóla Íslands, segir stjórnvöld hafa grip- ið til ýmissa aðgerða. „Hvergi í Evrópu er meira gert fyrir húsnæðis eigendur í skulda- vanda,“ segir Stefán. Athygli vekur að karlmenn eru í miklum meirihluta þeirra sem verða gjaldþrota. Dómstól- ar úrskurða um gjaldþrot ein- staklinga. Nærri helmingur gjaldþrotaúrskurða á búum ein- staklinga frá árinu 2000 er frá Héraðsdómi Reykjavíkur, um 44 prósent. Ríflega fjórðungur er frá Héraðsdómi Reykjaness, sam- tals um 27 prósent. Mun færri úrskurðir koma frá öðrum dóm- stólum. brjann@frettabladid.is Þótt maður vilji ekki vera með alhæfingar eru karlmenn áhættusæknari en konur. ÁSTA SIGRÚN HELGADÓTTIR UMBOÐSMAÐUR SKULDARA FÉLAGSMÁL Mikill meirihluti þeirra einstaklinga sem verða gjaldþrota er karlmenn, sam- kvæmt nýjum tölum sem dóm- stólaráð tók saman fyrir Umboðs- mann skuldara. Ríflega þrír af hverjum fjórum sem urðu gjaldþrota á síðasta ári eru karlmenn. Hlutfallið er svip- að þegar meðaltal síðustu ellefu ára er skoðað. „Þótt maður vilji ekki vera með alhæfingar eru karlmenn áhættusæknari en konur,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðs- maður skuldara. Hún segir frek- ari upplýsingar um ástæðu þessa skorta, en það sé verðugt rann- sóknarefni. Í samantekt dómsmálaráðs kemur fram að fjöldi gjaldþrota einstaklinga hefur á síðustu tveimur árum verið svipaður og á árunum 2006 og 2007. Alls voru 139 úrskurðaðir gjaldþrota á síð- asta ári, og 112 árið áður. Það eru talsvert færri en á fyrri hluta síð- asta áratugar. Árið 2000 voru 478 einstaklingar úrskurðaðir gjald- þrota, 298 ári síðar og 367 árið 2002. Fækkun gjaldþrotaúrskurða einstaklinga bendir til þess að úrræði stjórnvalda séu farin að hafa áhrif, eða í það minnsta að fólk sé í biðstöðu og sé ekki úrskurðað gjaldþrota á meðan. Ásta segir að þetta bendi ein- dregið til þess að möguleikinn á því að fá greiðsluaðlögun virki. „Gríðarlega margir hafa sótt um það úrræði, sem vissulega forðar fólki frá gjaldþroti,“ segir Ásta. Fólk sem óskar eftir greiðslu- aðlögun kemst í skjól frá kröfu- höfum og fer ekki í gjaldþrot. Mun fleiri karlmenn hafa orðið gjaldþrota Karlmenn eru í miklum meirihluta þeirra sem verða gjaldþrota. Ríflega þrír af hverjum fjórum sem fara í þrot eru karlmenn. Bendir til áhættusækni segir umboðsmaður skuldara. Færri verða gjaldþrota nú en í byrjun síðasta áratugar. 500 400 300 200 100 0 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 Heimild: Umboðsmaður skuldara Fjöldi gjaldþrotaúrskurða Konur Karlar Á LÍÚ að fá að koma að laga- setningu um framtíðarskipulag fiskveiðistjórnunarkerfisins? Já 24,9% Nei 75,1% SPURNING DAGSINS Í DAG Ert þú sátt(ur) við nýgerða kjarasamninga? Segðu þína skoðun á visir.is PAKISTAN, AP Bandarísk stjórnvöld krefjast þess af pakistönskum yfir- völdum að fá að yfirheyra þrjár ekkjur Osama bin Laden og fá aðgang að öllum gögnum sem fund- ust í húsi bin Laden. Bandarískir sérsveitarmenn sem vógu bin Laden síðastliðinn mánu- dag tóku með sér talsvert magn af gögnum eftir að þeir skutu bin Laden til bana í húsi hans í Pakistan. Þeir skildu þó ekkjur hans og eitt- hvað af gögnum eftir. Upplýsingar frá ekkjunum þrem- ur gætu leitt í ljós hvort einhverjir innan pakistönsku stjórnarinnar, eða stjórnsýslunnar, vissu af bin Laden í landinu. Því hafa pakistönsk stjórnvöld neitað. Þá gætu konurnar þrjár varpað ljósi á líf bin Laden frá innrás Bandaríkjanna í Afganistan árið 2001. Árás bandarísku hermannanna á hús bin Laden sýnir berlega van- traust bandarískra stjórnvalda á pakistönskum stjórnvöldum, og ekki síður ISI, pakistönsku leyni- þjónustunni. Pakistönsk stjórnvöld vissu ekki af árásinni á hús bin Laden fyrr en hún var afstaðin, og mótmæltu í kjölfarið harðlega hern- aðaraðgerð Bandaríkjanna innan sinna landamæra. Ekkjur bin Laden gætu nú orðið að vopni í höndum pakistanskra stjórnvalda. Bandarísk stjórnvöld vilja yfirheyra þær, og það gætu pakistönsk stjórnvöld notað sér til að létta af sér ákveðinni pressu í samskiptunum við Bandaríkin, sem styrkja Pakistan með háum upp- hæðum á hverju ári. - bj Bandarísk stjórnvöld þrýsta á yfirvöld í Pakistan í kjölfar dráps Osama bin Laden: Vilja yfirheyra ekkjur bin Laden VÖRÐUR Pakistanskur hermaður stendur vörð um húsið þar sem bandarískir sérsveitarmenn skutu Osama bin Laden síðastliðinn mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNSÝSLA Forsætisráðuneytið hefur ítrekað þrýst á Ólaf Ragn- ar Grímsson, forseta Íslands, að setja embættinu siðareglur eins og lagt er til í skýrslu Rannsókn- arnefndar Alþingis. Forsetinn hefur ekki orðið við beiðninni. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Forsætisráðuneytið sendi for- setanum í þrígang bréf í júní og júlí í fyrra, þar sem hann var hvattur til fylgja tillögum skýrsl- unnar. Í frétt Stöðvar 2 kom jafnframt fram að af bréfasamskiptum emb- ættanna tveggja mætti skilja að forsetanum fyndist forsætisráðu- neytið sýna af sér óþarfa afskipta- semi. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur undir höndum öll bréf ráðuneytis- ins til forsetans. Í einu bréfa ráðuneytisins til forsetans segir meðal annars: „Bréfið fól í sér beiðni um til- teknar upplýsingar en í því voru hvorki tilskipanir né „rakalaus til- raun til íhlutunar í samskipti for- setaembættisins og Alþingis“ eins og þér haldið fram í bréfi yðar og er ástæða til að mótmæla þessari framsetningu af yðar hálfu.“ - rat Forsetinn hefur ekki sett sér siðareglur að tillögu rannsóknarnefndar Alþingis: Skiptast á harðorðum bréfum EKKI SAMMÁLA Forsætisráðuneytið þrýstir á forsetann að setja sér siða- reglur, sem honum virðist þykja óþarfar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HVOLSVÖLLUR Breytingar á lög- reglustjóraembættum samkvæmt nýju frumvarpi mæta mikilli and- stöðu hjá sveitarstjórn Rangár- þings eystra. „Í umdæmi lögreglustjórans á Hvolsvelli eru uppi afar sérstakar aðstæður, en gríðarleg náttúruvá er fyrir hendi; bæði vegna jarð- skjálfta sem og mikil eldvirkni eins og nýleg dæmi sanna,“ segir sveitarstjórnin, sem kveður mikla þekkingu hafa verið byggða upp hjá íbúum og starfsfólki embætt- is lögreglustjórans á Hvolsvelli. „Með stækkun embættis lögreglu- stjóra lengjast boðleiðir og hætta er á að það mikla starf sem unnið hefur verið falli í glatkistu stórs embættis.“ - gar Breytt lögregluumdæmi: Hætta vegna lengri boðleiða KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.