Fréttablaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 46
9. maí 2011 MÁNUDAGUR30 MORGUNMATURINN Kristín Kristjánsdóttir sigraði á Opna alþjóðlega fit- ness-mótinu sem haldið var í Austurríki um síðustu helgi. Kristín vakti mikla athygli og var meðal ann- ars fjallað um hana í austurríska dagblaðinu NÖN. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur sigrar í heildarkeppni á alþjóðlegu líkamsræktarmóti og því er þetta frábær árangur hjá Kristínu. Þá vann hún Íslandsmeistaramótið í fitness sem fram fór um páskana og var einnig kjörin líkamsræktarmaður ársins hjá Alþjóðasambandi líkamsræktarmanna á Íslandi. Að sögn Sigurðar Gests sonar, þjálfara og sambýlismanns Krist- ínar, er mótið í Austurríki afskap- lega sterkt mót enda er greinin gríðarlega vinsæl bæði í Aust- urríki og nágrannalöndunum. „Kristín vakti mikla athygli þarna úti og var stjarna mótsins. Aldur hennar vakti líka athygli, en hún er orðin 45 ára gömul og var að keppa við stúlkur sem gætu hafa verið dætur hennar,“ segir Sigurður, sem er að vonum ánægður með árangur sambýliskonu sinnar. Sigurður segir Fitness- íþróttina vera mjög vinsæla í Austurríki og telur að leikar- inn og vaxtarræktartröllið Arnold Schwarzenegger hafi átt stóran þátt í að svo sé. „Þetta er óvenju vinsæl grein þarna í Austurríki, líklega með vinsælli íþrótta- greinum í landinu. Mér finnst ekki ólíklegt að Schwarzenegger eigi þar hlut að máli.“ Inntur eftir því hvort Kristín ætli nú að leggja lóðin á hilluna svarar Sigurður því neitandi. „Með sigrinum tryggði hún sér sæti á Evrópumótinu sem fram fer á Spáni í júní, þannig að hún hættir ekki strax,“ segir hann að lokum. - sm Varð stjarnan á fitness-móti GÓÐUR ÁRANGUR Kristín Kristjánsdóttir vann Opna alþjóðlega fitness-mótið sem haldið var í Austurríki um síðustu helgi. Hún hlaut mikla athygli og fjallaði meðal annars dagblaðið NÖN um hana. Á myndinni sést Kristín ásamt Sigurði Gestssyni, sambýlismanni sínum, og dóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS Fegurðarsamkeppnin Goð og gyðjur verður haldin á skemmtistaðnum Spot hinn 20. maí. Aðstandendur keppninnar leita nú að sex strákum og sex stelpum til að taka þátt og eru útgeislun og heilbrigði eiginleikar sem þátttakendur þurfa að hafa fremur en annað. Glamúrfyrirsætan Ósk Norðfjörð er einn þriggja skipuleggjenda keppninnar og situr að auki í dómarasæti. Þátttak- endur keppninnar eiga að vera heilbrigð- ir á sál og líkama og er bæði dæmt út frá innri og ytri fegurð þeirra. „Okkur langaði að sjá ungt fólk blómstra og vera ánægt í eigin líkama og sál. Við erum að leita að fólki sem þorir að láta í sér heyra og getur verið góðar fyrirmyndir fyrir ungt fólk,“ útskýrir Ósk. Einn piltur og ein stúlka munu hljóta titlana Goð og Gyðja ársins og að sögn Óskar fylgir titlinum nokkur ábyrgð. „Sigurvegararnir munu koma fram í skólum og gefa ungu fólki góð ráð, veita þeim stuðning og gefa ungmennum færi á að leita ráða hjá sér.“ Goðið og Gyðjan munu þó einnig hljóta glæsilega vinninga að launum og ber þar helst að nefna farsíma, ljósakort, skartgripi og dekur- pakka. Innt eftir því hvort fyrirhugað sé að halda keppnina aftur að ári liðnu svarar Ósk því játandi. „Já, klárlega gerum við það.“ Áhugasamir geta sótt um þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið godog- gydjur@gmail.com. - sm Leita að goðum og gyðjum LEITIN HAFIN Ósk Norðfjörð og Karítas Ósk leita að íslenskum goðum og gyðjum ásamt Birgi Rafni Birgis. Keppnin fer fram hinn 20. maí næstkomandi. „Ég fæ mér fimm til sex egg og haframjöl út í og bý til eggja- hræru.“ Annie Mist Þórisdóttir, Íslandsmeistari í CrossFit. „Þetta er mög mikil vinna og við erum að frá morgni til kvölds. Sífellt að vekja athygli á strákunum, þó að við séum úti að borða erum við að dreifa nafnspjöldum og barmmerkj- um,“ segir Þórunn Erna Clausen. Þegar Fréttablaðið náði af henni tali var hún með smá stund milli stríða en dagskráin hjá Eurovision-hópi Íslands er þéttskipuð í Þýskalandi enda styttist óðum í að Vinir Sjonna stígi á svið í Dusseldorf. „Ég var að koma af rosalega fjör- ugum blaðamannafundi þar sem strákarnir heilluðu alla upp úr skónum, við sungum þar níu laga Eurovision-syrpu sem við vorum búin að sjóða saman,“ segir Þórunn og bætir við að margir hafa haft orð á því að það hafi sjaldan verið klapp- að jafn mikið á blaðamannafundi og fyrir strákunum í dag. Vitaskuld er það tilfinningalegur rússíbani sem Þórunn Erna upplifir úti í Þýskalandi en hún segist hepp- in að vera um vafin vinum Sjonna og mikil gleði sé hjá öllum „Við hlæj- um mikið og njótum þess til hins ýtrasta að vera hérna en auðvitað koma svona móment þar sem við förum að gráta og hugs- um til þess að Sjonni fær ekki að upplifa þetta með okkur og hvað við vildum óska þess að hann væri hér hjá okkur,“ segir Þórunn en undirstrik- ar að stemningin sé góð enda allir sem koma að framlagi Íslands vinir Sjonna og deili bæði gleði og sorg. Þórunn segir að hópurinn hafi ekki sett sér nein önnur mark- mið en að bera út boð- skap lagsins og koma tónlist Sjonna og strák- unum á framfæri. „Auðvitað væri frábært að vinna en við erum alveg niðri á jörðinni og viljum fyrst og fremst bera út boðskap lagsins, að maður eigi að njóta dagsins því maður veit aldrei hvað ger- ist á morgun,“ segir Þórunn en hún finnur að erlendir fjölmiðlar sýna sögu hópsins mikinn áhuga enda mik- ilvægt að það komist til skila fyrir hvern hópurinn er að syngja, Sjonna. En við vitum að við erum með mjög gott lag í hönd- unum og höfum fulla trú á lag- inu. Við erum í frek- ar erfiðum riðli en vonum innilega að við komumst í lokakeppnina svo að enn fleiri fái að hlusta á lagið okkar og boðskapinn. „Blaðamaður frá Katar sagði mér að lagið væri mikið spilað þar. Komið í fimmta sæti á vinsældalista og svo vitum við að lagið er byrjað að spilast í Ástralíu,“ segir Þórunn og bætir við að það hafi alltaf verið eitt af markmiðunum að koma tón- list Sjonna á framfæri út í heimi. Margir fjölskyldumeðlimir Sjonna ætla að koma út og vera við- staddir forkeppnina á morgun. „Við verðum stór hópur saman, margir úr tengdafjölskyldu minni og fullt af vinkonum mínum eru á leiðinni,“ segir Þórunn en hún ætlar að vera að koma heim næsta sunnudag og verður því á aðalkeppninni sama hvernig fer á morgun. alfrun@frettabladid.is ÞÓRUNN CLAUSEN: TENGDAFJÖLSKYLDAN FLÝGUR ÚT FYRIR KEPPNINA Hlæ og græt til skiptis TILFINNINGARÚSSÍBANI Þórunn Erna Clausen og sönghópurinn Vinir Sjonna eru að leggja lokahönd á atriðið í Eurovision en áhersla verður lögð á nálægð og notalega stemningu. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is „Mikið er nú gaman í leikhúsi þegar það er gaman!“ – EB, Fbl „Skemmtileg og hressandi leikhúsupplifun, öðruvísi og ögrandi“ – IÞ, Mbl HRYLLILEGA KRASSANDI RUSLÓPERA MEÐ TÓNLIST TIGER LILLIES Allt lítur út fyrir að tónlistaráhuga- menn eigi von á góðu á árinu. Nú þegar sólin er byrjuð að skína huga tónlistarmenn að nýju efni, enda ekki seinna vænna ef jólaplötu- flóðið á að vera gott. Hljómsveitin Dikta ku ætla að vinna að nýju efni í sumar og ef allt gengur að óskum er stefnt að útgáfu á þessu ári. Þá hyggst söngkonan Ragnheiður Gröndal einnig stefna á útgáfu, rétt eins og drengirnir í hljómsveitinni Ourlives ... Barði Jóhannsson og hljómsveit hans Bang Gang hyggjast einnig gefa út plötu á árinu, en ekki eins snemma og áformað var í upphafi. Þá er ein magnaðasta tónleikasveit landsins, Bloodgroup, byrjuð að huga að nýrri plötu. Sú síðasta, Dry Land, kom út fyrir tveimur árum og vakti mikla lukku. Loks var að koma nýtt lag frá Katrínu Mogensen og félögum í hljómsveitinni Mammút og plata er áformuð í haust. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.