Fréttablaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 12
12 9. maí 2011 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Í dag, 9. maí, fagnar Evrópusambandið því að þennan dag árið 1950 lagði Robert Schuman fram hugmyndir sínar um náið samstarf Evrópu ríkja til að koma á varan- legum friði og hagsæld í álfunni. Kjarninn í sýn Schumans var að samstarf Evrópu- ríkja gæti þróast smátt og smátt en ekki með einni ákvörðun eða á einn tiltekinn hátt. Evrópuríki myndu deila með sér fullveldi og byggja upp samstöðu í gegnum sameiginleg verkefni. Og sú varð raunin. Það sem byrjaði sem kola- og stálbandalag og þróaðist yfir í efnahagsbandalag, hefur breyst í samband sem beinir sjónum sínum í auknum mæli út á við og lætur gott af sér leiða í nánasta umhverfi sínu og um allan heim. Það ber framsýni Schumans glöggt vitni hversu vel þessi hópur lýðræðisríkja hefur stækkað og dafnað. Aðildarríkjum ESB hefur fjölgað úr sex í 27 og lýðræði, réttarríki og virðing fyrir mannréttindum hefur breiðst út til 500 milljóna íbúa sam- bandsins. Stórt skref í átt að markmiðinu um að byggja upp trúverðuga utanríkisstefnu var tekið með stofnun utanríkisþjónustu ESB (European External Action Service) 1. janúar á þessu ári. Í fyrsta skipti getum við sam einað á einum stað þau tæki sem ESB hefur yfir að ráða: samningsumleitanir, þróunar aðstoð, neyðar- og mannúðar- aðstoð, efnahags samstarf og borgaralega og hernaðar lega stjórnun hættuástands. Markmið okkar er að búa til betri og sam- stæðari utanríkisstefnu ESB, þróa viðbrögð og svör við hnattrænum vandamálum og vinna náið með bandamönnum okkar um allan heim. Skilaboðin frá Evrópu til vina okkar um allan heim eru skýr: Við viljum vinna saman að því að að takast á við þær miklu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Við erum stærsta viðskiptaheildin og stærsti veitandi þróunaraðstoðar í heiminum. Við styðjum við lýðræðis þróun í Egyptalandi og Túnis og þrýstum á um breytingar í löndum eins og Sýrlandi sem búa við harðstjórn. Við aðstoð- um við uppbyggingar starf á Haítí og miðlum málum milli Serbíu og Kósóvó til að koma á varan legum friði á vesturhluta Balkan- skaga. Á Evrópudeginum notar ESB tækifærið til að minnast upphafs Evrópusamvinnunn- ar og líta yfir farinn veg. Utanríkisþjónusta ESB, ásamt sendinefndum í 130 löndum, er fulltrúi sterkrar og sameinaðar Evrópu. Hlutverk hennar er að tryggja öryggi og stöðugleika fyrir íbúa Evrópu og stuðla að því að íbúar annarra landa njóti sömu gæða. Lengri útgáfa er á visir.is. Samheldni í breyttum heimi Þ að er leiðinleg þversögn að á sama tíma og nýtt og glæsi- legt tónlistar- og ráðstefnuhús rís í miðborg Reykjavík- ur og lyftir henni upp grotna mörg af gömlu húsunum í miðbænum niður og spilla ásýnd hans. Fréttablaðið birti um helgina myndir af nokkrum húsum sem eru í hvað mestri niðurníðslu. Það er sannarlega ekki falleg sjón. Jafnframt voru birtar upplýsingar um eigendur húsanna. Af tíu húsum eru aðeins tvö í eigu einstaklinga; hin eru í eigu einkahlutafélaga, sem sennilega hafa ekki keypt þessi hús til að gera þeim til góða, heldur til að rífa þau og byggja gler- og steypuhallir. Borgarbúar geta ekki með nokkru móti sætti sig við ástandið á þessum húsum – og mörgum fleirum. Þau stinga ekki aðeins í augun, heldur valda þau lækkun á verði húsanna í kring. Hætta er á að í hús- unum verði til bæli eiturlyfjasjúklinga og hústökufólks, með til- heyrandi ónæði og sóðaskap. Í ofanálag eru þau brunagildrur sem slökkviliðið þarf að hafa sérstakt eftirlit með. Þó er það svo að þegar rýnt er vel í myndirnar af þessum gömlu, niðurlægðu húsum má sjá í gegnum ryðið, veggjakrotið, flagnaða málninguna og byrgða gluggana að þetta voru allt saman einu sinni snotur hús, sum hver jafnvel glæsileg. Þau voru borgarprýði og geta orðið það aftur. Magnús Skúlason, arkitekt og formaður Íbúasamtaka mið- borgar, segir í samtali við Fréttablaðið að einn lóðareigandi eigi ekki rétt á að troða á lóðum annarra. „Og með því að taka ekki á því að þessi hús drabbist niður, er það nákvæmlega það sem er að gerast. Það er verið að troða á rétti annarra. Það er eins og það sé engin stjórn á þessari borg.“ Aðgerðaleysi borgaryfirvalda í málinu hefur verið gagnrýnt harðlega árum saman. Árið 2008 voru eigendum niðurníddra húsa sendar hótanir um dagsektir, kæmu þeir húsunum sínum ekki í lag, en þeirri hótun hefur ekki verið fylgt eftir nema í einu tilviki. Magnús Skúlason bendir réttilega á að rót vandans liggi í skipulaginu. „Þegar það gerir ráð fyrir niðurrifi og einhverjum risastórum byggingum, þá hika yfirvöld við að ráðast í fram- kvæmdir eða beita dagsektum. Þetta bítur hvað í skottið á öðru,“ segir hann. Magnús bendir jafnframt á að þegar rætt sé um að vernda gömlu húsin í miðbænum með skipulagi beri borgin fyrir sig að eigendur húsa sem telji sig tapa á að mega ekki rífa þau og reisa ný stórhýsi kunni þá að eiga rétt á skaðabótum. „En það verður bara svo að vera,“ segir Magnús. „Það er dýrt að gera mistök.“ Þetta þurfa borgaryfirvöld að íhuga rækilega. Vilja þau halda áfram og sökkva dýpra í fen skipulagsmistaka fortíðarinnar – sem er líka dýrt – eða vilja þau höggva á þennan hnút og hlúa að gömlu húsunum í miðbænum? Hvernig á að höggva á hnútinn og bjarga gömlu húsunum í miðbænum? Dýr mistök Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Loksins búið... eða hvað? Þrátt fyrir að mikill léttir hafi einkennt andrúmsloftið í Karphúsinu þegar kjarasamningar voru undirritaðir í vikunni er óvissunni í kjara- málum hvergi nærri lokið. Hækkun lágmarkslauna mun koma illa við atvinnurekendur í verslun og þjónustu, þar sem starfsfólk þeirra er að stórum hluta á lág- markskaupi. Því er hætt við að mörg fyrirtæki í þeim geira muni lenda í vandræðum, með tilheyrandi uppsögnum og verðhækkunum. Páskahret Heyra má frá fólki sem tók þátt í samningakarpinu að fulltrúar versl- unar- og þjónustufyrirtækja séu æfir yfir því að forysta Samtaka atvinnulífsins hafi ekki nýtt tækifærið sem gafst fyrir páska til að ganga að mun hagstæðari samningum. Þess í stað hafi samningamenn SA haldið dauða- haldi í kröfur um aðkomu útvegs- manna að sjávar- útvegsfrumvarpinu umskrafaða. Í dymbilviku hafi SA hins vegar samið við starfsmenn Elkem á Grundartanga á mun betri kjörum en rædd voru í viðræðum við ASÍ. Það hafi síðan skilað sér í hærri kröfum verkalýðshreyfingarinnar, með ófyrirséðum afleiðingum fyrir verslunarfyrirtæki. Fugl í hendi Málshættir í páskaeggjum eru oftar en ekki einkennilega viðeigandi. Ef til vill hefur Vilhjálmur Egilsson fengið: Betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi. thorgils@frettabladid.is Evrópumál Catherine Ashton yfirmaður utanríkis- og öryggismálastefnu ESB

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.