Fréttablaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 16
9. maí 2011 MÁNUDAGUR16
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
timamot@frettabladid.is
Ásta Bragadóttir og Trausti Óskars-
son voru meðal þeirra fyrstu sem gerð-
ust heimsforeldrar á vegum Unicef á
Íslandi. Þau fluttu til Stokkhólms fyrir
einu og hálfu ári til að stunda sérnám
í læknisfræði og halda áfram að láta
gott af sér leiða.
„Okkur er það hjartans mál að gefa
til góðgerðamála. Þegar við komum
heim til Íslands til að láta skíra Elí
fengum við þá hugmynd að benda á
sannar gjafir Unicef í boðskorti til
vina og ættingja,“ segir Ásta. Þau
Trausti eignuðust drenginn Elí í októ-
ber síðastliðnum en fyrir áttu þau
dóttur ina Unu, 6 ára. „Drengurinn á
nóg af fötum og leikföngum, auk þess
sem við búum ekki í stóru húsnæði og
vorum með mikinn farangur,“ útskýrir
Ásta, sem segir beiðnina hafa mælst
vel fyrir hjá skírnargestum.
„Það er úr ýmsu að velja hjá Uni-
cef. Þar eru námsgögn, moskítónet
og bóluefni en svo er einnig að finna
dýrari gjafir s.s. reiðhjól og vatnsdæl-
ur, allt til að bjarga lífi nauðstaddra
barna,“ segir Ásta, en gjafirnar má
kaupa á vef unicef.is. „Þar má setja
inn persónu lega kveðju sem starfs-
fólk Unicef prentar út með lýsingu eða
mynd af gjöfinni og þannig er hægt að
koma með fallegt gjafakort í veisluna,“
útskýrir Ásta.
Elí litli fékk margar góðar gjafir.
„Hann fékk meðal annars ungbarna-
vigt, fjögur moskítónet, námsgögn,
bóluefni og vatnshreinsitöflur,“ telur
Ásta upp. Hann er sá Íslendingur sem
hefur fengið flestar sannar gjafir. Hún
segir þó suma hafa stolist til að stinga
peningum í umslagið til Elí og nokkrir
hafi gefið hefðbundnari skírnargjafir.
Ásta segir að fjölskyldan hafi fengið
góð viðbrögð á skírnardaginn. „Marg-
ir hrósuðu okkur fyrir þetta og ein
frænka mín gerðist heimsforeldri í
kjölfarið.“
Allar líkur eru á að Elí litli reyni að
láta gott af sér leiða í framtíðinni en á
dögunum gaf hann sína fyrstu sönnu
gjöf. „Við fórum í fermingarveislu
um daginn og þá gaf hann fermingar-
barninu ungbarnavigt,“ segir Ásta og
hlær. solveig@frettabladid.is
ELÍ TRAUSTASON SEX MÁNAÐA: FÉKK SANNAR GJAFIR Í SKÍRNARGJÖF
Lætur strax gott af sér leiða
VIÐ SKÍRNINA Elí ásamt foreldrum sínum og Unu stóru systur við skírnina sem fram fór í apríl.
44
Merkisatburðir
Á þessum degi árið 1986 var stærsta matvæla-
sýning sem haldin hafði verið hérlendis opnuð í
Laugardalshöllinni. Sýningin kallaðist Matarlist ‘86,
en heimilissýningar sem settar voru upp í höllinni
á þessum árum voru vel sóttar.
Sverrir Hermannsson, þáverandi mennta-
málaráðherra, opnaði sýninguna, en að henni
stóð Nemendafélag Hótel- og veitingaskóla
Íslands og tóku fjörutíu fyrirtæki og stofnanir
þátt í sýningunni. Við opnunina afhentu nem-
endur Hótel- og veitingaskólans Davíð Oddssyni,
þáverandi borgarstjóra, fyrsta eintak af „Handbók
sælkerans“, sem samin var af nemendum skólans.
Meðal þess sem þótti nýbreytni á sýningunni var
hugmyndabanki sem komið var upp í Laugardals-
höllinni, þar sem menn gátu sent inn tillögur um
matreiðslu lambakjöts, sem var í stóru hlutverki á
sýningunni. Bæði var útigrilli komið upp þar sem
lambakjöt var steikt í heilum skrokkum og svo var
efnt til samkeppni um matreiðslu lambakjötsrétta.
Þeir réttir sem fengu viðurkenningu voru settir í
sölu á nokkrum veitingahúsum.
ÞETTA GERÐIST: 9. MAÍ 1986
Stærsta matvælasýning hérlendis
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar
og amma,
Pensri Stefánsson
Tunguheiði 14, Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánu-
daginn 18. apríl 2011. Útför hennar fer fram frá
Digraneskirkju mánudaginn 9. maí kl 15.00. Blóm og
kransar afþakkaðir. Einstakar þakkir færum við starfs-
fólki Landspítalans fyrir frábæra umönnun og gott
viðmót.
Guðmundur Skúli Stefánsson
Chakkaphan Thakham
Kiattisak Thakham
Yuna Ír Thakham
Wattanee Boodudom
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Gísli Benóný Kristjánsson
fyrrverandi skrifstofustjóri
Gullsmára 9, Kópavogi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn
1. maí. Hann verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju
í dag, mánudaginn 9. maí kl. 15.00.
Sigurbjörg Jóhanna Þórðardóttir
Unnsteinn Þórður Gíslason
Magnús Gíslason
Kristján Gíslason Guðrún Benedikta Elíasdóttir
Gísli Örn Gíslason Birna Bjarnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir,
tengdamóðir, amma, langamma
og langalangamma,
Margrét Benediktsdóttir
áður til heimilis að Árvegi 2, Selfossi,
lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum laugardaginn
30. apríl. Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju þriðju-
daginn 10. maí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Gigtarfélag Íslands eða Ljósheima Selfossi.
Guðrún Halldórsdóttir Valdimar Valdimarsson
Guðmundur Eiríksson
Benedikt Eiríksson Helga Haraldsdóttir
Ingvar Daníel Eiríksson Eygló Gunnarsdóttir
Óli Jörundsson
Þorbjörg Henný Eiríksdóttir Bjarni Einarsson
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn.
MOSAIK
Benedikt Benediktsson
kennari,
Þórðarsveig 6, Reykjavík,
er látinn. Útförin fer fram frá Langholtskirkju
þriðjudaginn 10. maí kl. 13.00.
Systkini hins látna.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
sambýliskona og amma,
Guðrún Ása Brandsdóttir
Reynimel 74,
verður jarðsungin á morgun, þriðjudaginn 10. maí,
frá Fríkirkjunni kl. 15.00.
Ásrún Laila Awad
Sylvía Kristín Ólafsdóttir Kjartan B. Björgvinsson
Ágúst Þór Guðsteinsson
og barnabörn
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Ingella Þórðardóttir
Sóleyjargötu 10, Akranesi,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju miðvikudaginn
11. maí kl. 14.00.
Margrét Ármannsdóttir Þorvaldur Jónasson
Ármann Ármannsson Sigurbjörg Ragnarsdóttir
Þóra Emilía Ármannsdóttir
Ásmundur Ármannsson
barnabörn og barnabarnabörn
HELGI HJÖRVAR alþingismaður er 44 ára í dag.
„Hið nýja vinstri er frjálslynt stjórnmálaafl, víðsýnt og umburðarlynt.“
1593 Í bréfi til hirðstjóra frá
konungi er ákvæði þess
efnis að innsigli Íslands
skuli vera hausaður
óflattur þorskur með
konungskórónu.
1768 Rannveig Egilsdóttir
lýkur ljósmóðurprófi á
Staðarfelli í Dölum. Hún
var fyrsta menntaða
ljósmóðirin á Íslandi.
1855 Prentfrelsi er leitt í lög
á Íslandi með tilskipun
konungs.
1886 Barnastúkan Æskan er
stofnuð í Reykjavík.
1945 Síðari heimsstyrjöldinni
lýkur.
1964 Verkamannasamband
Íslands er stofnað.
1965 Keflavíkurganga á
vegum hernámsand-
stæðinga er gengin frá
hliði herstöðvarinnar til
Reykjavíkur.
1974 Rithöfundasamband
Íslands er stofnað.