Fréttablaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 2
9. maí 2011 MÁNUDAGUR2 Hreimur, voruð þið svona Makedónalegir? „Nei, við vorum þarna í mestu makindum, alveg makalausir.“ Hreimur Örn Heimisson og félagar hans í Vinum Sjonna slógu í gegn í partíi hjá Makedóníumönnum í Düsseldorf. EFNAHAGSMÁL Ríkið myndi verða af um 25 milljarða króna tekjum að lágmarki yrðu skattleysismörkin hækkuð úr 118 þúsundum króna á mánuði í 150 þúsund. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Ólínu Þorvarðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Samdráttur í tekjum ríkisins yrði enn meiri yrðu skattleysis- mörkin hækkuð í 200 þúsund krón- ur, eða á sjöunda tug milljarða, samkvæmt áætlun fjármálaráðu- neytisins. Í fyrirspurn Ólínu er einn- ig óskað eftir mati á því hversu miklar tekjur ríkissjóður hefði af því að bæta við skattþrepum. Í svari ráðherrans kemur fram að tekjur ríkisins myndu aukast um 1,2 milljarða króna yrði 55 prósenta skattur lagður á mánaðartekjur yfir 1,2 milljónum króna og 65 prósent á tekjur yfir tveimur milljónum. Þar segir enn fremur að tekjur ríkisins gætu aukist um 650 millj- ónir króna yrði 55 prósenta skattur lagður á tekjur yfir tveimur millj- ónum króna og 70 prósenta skatt- ur á tekjur yfir þremur milljónum króna. Í svarinu kemur fram að á síð- asta ári hafi 654 einstaklingar verið með mánaðartekjur yfir 1,2 millj- ónum króna á mánuði. Þar af höfðu 126 tekjur yfir tveimur milljónum króna. - bj Hækkun skattleysismarka í 150 þúsund myndi draga verulega úr tekjum ríkisins: Þýddi 25 milljarða tekjulækkun ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR Ólína vill vita hvaða tekjur fylgdu fleiri skattþrepum. KAÍRÓ, AP Tólf létust og rúmlega 200 eru sárir eftir átök milli hópa mús- lima og kopta, kristinna Egypta, í miðborg Kaíró í gær. Mörg hundruð manna tókust á við bakka Nílar í kjölfar þess að hópur múslima bar eld að kirkju kopta og íbúðarhúsi í eigu kristinna. Koptar eru um það bil tíu pró- sent egypsku þjóðarinnar, en frétt- ir herma að ófriðinn að þessu sinni megi rekja til orðróms um að koptar hafi rænt kristinni konu sem hafi gifst múslima og ætlað að snúast til íslam. Deilur milli trúarhópa í landinu hafa magnast undanfarið og virð- ist sem samstaðan sem einkenndi upprisuna gegn Hosni Mubarak í febrúar sé að fjara út. Egypski her- inn vísaði fólki frá átaka svæðinu en greip ekki inn í. Múslimaklerkar fordæmdu ofbeldið og vöruðu við vaxandi spennu í landinu. „Þessir atburðir þjóna hvorki hagsmunum mús- lima né kristinna,“ sagði Ahmed Al Tayeeb, bænaklerkur al-Azhar moskunnar, í samtali við fjölmiðla. 190 manns voru handteknir í kjölfar aðfararinnar að kirkjunni og munu verða saksóttir fyrir her- dómstólum. - þj Hörð átök brutust út milli múslima og kristinna í Kaíró í Egyptalandi: Mannskæð átök eftir kirkjubruna HÖRÐ ÁTÖK Strangtrúuðum múslimum og kristnum Egyptum laust saman í gær eftir að aðför var gerð að kirkju í Kaíró. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Kisa komst hvergi Slökkviliðsmenn sóttu kött upp á þak húss í miðborginni á laugardagskvöld. Þá var kveikt í bekk í Elliðaárdalnum og var slökkviliðið kvatt á vettvang til þess að slökkva eldinn. LÖGREGLUFRÉTTIR Bílvelta á Þingvallavegi Einn slasaðist lítilsháttar þegar bíll valt á Þingvallavegi um kaffileytið á laugar- dag. Sjúkralið var sent á vettvang til þess að hlúa að hinum slasaða. LÖGREGLAN Kona höfuðkúpubrotn- aði þegar hún féll niður tröppur húss í Biskupstungum aðfaranótt sunnudags. Konan var flutt til Reykjavíkur og liggur á gjör- gæsludeild Landspítalans. Engin vitni voru að slysinu. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann að Skjald- breið á laugardagskvöld. Maður- inn hafði ekið vélsleða fram af hengju. Hann slasaðist ekki alvarlega. - sm Liggur á gjörgæsludeild: Kona höfuð- kúpubrotnaði LÖGREGLUMÁL Kona sem kært hefur tvo menn fyrir nauðgun hefur flúið heimili sitt í kjölfar hótana í garð hennar og annarra fjölskyldumeðlima. Hótanirnar koma í kjölfar þess að maður var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald á á grundvelli almannahagsmuna. Í fréttatíma RÚV í gær kom fram að maðurinn sem nú situr í varðhaldi væri meðlimur í glæpa- genginu Semper Fi. Konan telur sig hafa ríka ástæðu til að óttast að félagar mannsins vinni henni eða fólki nákomnu henni mein þó að maðurinn sitji í varðhaldi. Kærði tvo fyrir nauðgun: Flúði heimilið vegna hótana VEÐUR Sumarið hóf innreið sína af alvöru um helgina þar sem sól og hiti lék við fólk víðast hvar um landið. Hitinn náði mest rúmum átján gráðum, á Þingvöllum og í Skafta- felli, en því miður gera veðurfræð- ingar ráð fyrir kólnandi veðri í lok vikunnar. Í nótt var gert ráð fyrir skúr- um og rigningu um allt land í dag, að sögn Einars Magnúss Einars- sonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Einar væntir umskipta á mið- vikudag þegar snýst í norðurátt. „Það verður býsna svalt, og hit- inn fer allt niður að frostmarki á föstudag og laugardag. Þá gæti jafnvel orðið slydda fyrir norðan.“ - þj Sólin lék við landann Landsmenn fögnuðu fyrstu sumarhelginni í sól og hita um allt land. Útlit er þó fyrir kólnandi veður eftir því sem líður á vikuna, jafnvel slyddu norðanlands. SIGLT Í SÓLINNI Þessir frísku ræðarar nutu sín á Elliðavatni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MEÐ ÞRJÁ TIL REIÐAR Hestamenn og -konur tóku veðrinu fagnandi eins og aðrir landsmenn. FÓLK Fólk hefur að undanförnu komið saman víða um Bandaríkin og Kanada í svonefndum „gálu- göngum“ til þess að mótmæla orðum sem kanadískur lögreglu- maður lét falla um fórnarlömb nauðgana. Lögreglumaðurinn ráðlagði konum að klæða sig ekki eins og gálur ef þær vilju forðast að lenda í klóm kynferðisbrota- manna. Að sögn skipuleggjenda göng- unnar er henni ætlað að vekja athygli á því vandamáli að fórnar- lömb kynferðisbrot eru oft gerð ábyrgð í stað árásarmannins. - sm Gálugöngur haldnar víða: Vekja athygli á nauðgunum MÓTMÆLI Svonefndar gálugöngur eru farnar víða til að vekja athygli á því vandamáli sem nauðganir eru. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI SP fjármögnun og þrota- bú Avant munu sameinast Lands- bankanum. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir að gert sé ráð fyrir að sam- eininginni ljúki á haustmánuðum. Starfsfólki var tilkynnt um sam- eininguna á föstudag. Enginn mun missa vinnuna að sögn Kristjáns. Landsbankinn á fyrirtækin, svo ekki er um yfirtöku að ræða heldur verið að færa reksturinn undir Landsbankann. Fyrirtækin veittu aðallega lán til bílakaupa. - bj Lánafyrirtæki sameinast: SP og Avant til Landsbankans HEILBRIGÐISMÁL Lifðu Lífinu heitir nýtt félag sem hefur að markmiði að vinna með fólki sem hefur greinst ofvirkni og athyglisbrest, ADHD. Félagið gerði á föstudag sam- komulag við Norðlingaskóla sem felur í sér að haldin verða nám- skeið um hvernig laga megi vinnu- umhverfið í bekkjum þar sem er að finna börn og unglinga með ADHD. Lifðu lífinu verður með opið hús að Suðurlandsbraut 6 á morgun. Þar mun félagið kynna starfsemi sína frekar. - sm Nýr félagsskapur stofnaður: Vinna með ADHD í skóla SPURNING DAGSINS fyrir 12 mánaða og eldrihipp.is Við lífrænt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.