Fréttablaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 10
9. maí 2011 MÁNUDAGUR10
VEIDDU KRÓKÓDÍL Áströlsku þjóð-
garðsverðirnir Buckerfield og Rachel
Pearce eru harla ánægð með feng
sinn, 600 kílógramma þungan krókódíl
sem verður fluttur í Nitmiluk-þjóðgarð-
inn og hafður þar til sýnis.
NORDICPHOTOS/AFP
UMHVERFISMÁL Umhverfisstofnun
hefur á undanförnum árum farið
fjórum sinnum í óundirbúið eftir-
lit í fyrirtæki sem stofnunin hefur
eftirlitsskyldu með. Í öll skipt-
in var það vegna utanaðkomandi
ábendinga en ekki að frumkvæði
stofnunarinnar.
Þessar upplýsingar komu
fram í skriflegu svari Svandísar
Svavars dóttur umhverfisráðherra
á Alþingi við fyrirspurn Eyglóar
Harðardóttur, þingkonu Fram-
sóknarflokksins.
Eygló segir að tilefni fyrir-
spurnar innar séu rakin til umræðu
um mengun frá sorpbrennslum og
frá aflþynnuverksmiðju Becromal
við Eyjafjörð. „Ég mun tvímæla-
laust fylgja þessu svari eftir með
því að inna umhverfisráðherra
eftir því hvort hún telji þetta vera
ásættanlegt.“
Umhverfisstofnun hafði eftir-
litsskyldu með 121 fyrirtæki árið
2010 en að jafnaði er farið til eftir-
lits í um 85 fyrirtæki á ári. Í öllum
tilvikum var það eftirlit tilkynnt
fyrirfram frá 2005, nema í eitt
skipti árið 2008 og þrjú skipti árið
2010. Í þessum tilvikum var um að
ræða aukaeftirlit vegna kvartana
eða ábendinga um hugsanleg brot
á ákvæðum starfsleyfa.
Í reglugerð um mengunareftirlit
er tilgreind tíðni og umfang eftir-
lits, sem er ólíkt milli fyrirtækja.
Þá kemur fram í svari ráðherra
að tilgangur þess að tilkynna um
eftirlit fyrirfram sé að tryggja að
búið sé að taka saman upplýsing-
ar og að tengiliður sé til staðar til
að svara spurningum. Mengunar-
mælingar krefjast oftast mikils
undirbúnings og ekki er unnt að
koma slíkum búnaði upp eða láta
framkvæma mælingarnar með
örskömmum fyrirvara, eins og
segir í svari ráðherra.
Stefán Gíslason, umhverfis-
stjórnunarfræðingur hjá UMÍS
ehf. Environice, sagði í viðtali við
Fréttablaðið í janúar vegna meng-
unar frá sorpbrennslunni Funa á
Ísafirði að fyrirtækjum sé treyst-
andi, ef þau eiga yfir höfði sér við-
eigandi refsingu ef þau bregðast
traustinu. „Þar held ég að gallinn
í kerfinu liggi. Eftirlitsstofnan-
ir eiga að mínu mati að vera mun
ákveðnari en þær eru varðandi
kröfur um framkvæmd mælinga,
duglegri við að koma í óundirbúið
eftirlit til að geta staðið menn að
verki ef rangt er mælt – og síðast
en ekki síst miklu harðari í horn
að taka ef skilyrðum er ekki full-
nægt.“ svavar@frettabladid.is
Eftirlit með
mengun sjald-
an án fyrirvara
Á fimm árum fór Umhverfisstofnun fjórum sinnum
í óundirbúið eftirlit í fyrirtæki með mengandi starf-
semi. Það var aldrei að eigin frumkvæði stofnunar-
innar enda gerir reglugerð ekki ráð fyrir slíku.
SORPBRENNSLAN FUNI Æskilegt er talið að eftirlit með mengandi starfsemi væri að
hluta til fyrirvaralaust. Slíkt veiti fyrirtækjunum aðhald. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
STEFÁN GÍSLASON EYGLÓ
HARÐARDÓTTIR
FÉLAGSMÁL Skorað hefur verið á Íslendinga
að bjóða sig fram á ný til stjórnarsetu
í Heimssamtökum matreiðslumanna,
eða WACS, fyrir kjörtímabilið 2012 til
2016. Þeir Gissur Guðmundsson, Hilmar
B. Jónsson og Helgi Einarsson sitja í
núverandi stjórn en um tíu milljónir mat-
reiðslumanna í 100 löndum eru meðlimir
í WACS.
Kynning á íslenskum mat og matar-
menningu hefur eflst víða um heim eftir
að Íslendingarnir tóku sæti í stjórn sam-
takanna, að sögn John Clancy, formanns
menntanefndar WACS. Þetta sagði hann
í ávarpi á kynningarfundi á Hótel Borg,
sem WACS hélt fyrir íslensk stjórnvöld
og fyrirtæki í vikunni. Clancy sagði sam-
tökin hafa styrkst undir stjórn Íslending-
anna, þeir hefðu með dugnaði og þekk-
ingu eflt ímynd samtakanna með áherslu
á umverfismál og sjálfbæra og næringar-
ríka matvælaframleiðslu.
Öflugan fjárstuðning íslenskra fyrir-
tækja og stofnana þarf til að framboð sé
raunhæft að sögn Gissurar Guðmunds-
sonar. Það geti þó skilað sér margfalt til
baka.
„Með þátttöku í stjórninni opnast mögu-
leikar á að kynna Ísland, íslenska matar-
menningu og framleiðsluvörur og koma
þeim á framfæri á erlendum mörkuðum.“
- rat
Skorað á Íslendinga að sitja áfram í stjórn Heimssamtaka matreiðslumanna:
Kemur íslenskri matarmenningu á kortið
SAMGÖNGUMÁL Alls nota 83 pró-
sent hjólreiðafólks í höfuðborg-
inni hjálm. Þetta eru niðurstöð-
ur könnunar sem VÍS lét gera í
átaksvikunni Hjólað í vinnuna.
Settir voru upp teljarar á sjö
stöðum í borginni og áttu 1.045
hjólreiðamenn leið hjá þeim á
þremur dögum í vikunni. Alls
reyndust 867 vera með hjálm.
Tölurnar eru í samræmi við
niðurstöður könnunar ÍSÍ frá í
fyrra. - þeb
VÍS kannar hjólreiðar fólks:
83% með hjálm
Á HJÓLI Notkun hjálma virðist útbreidd
meðal hjólreiðamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
MATREIÐSLUMEISTARAR Á KYNNINGARFUNDI WACS Á
HÓTEL BORG. Frá vinstri: Hákon Már Örvarsson, Helgi Einars-
son, John Clancy, Gissur Guðmundsson, Hilmar B. Jónsson
og Hafliði Halldórsson. MYND/JÓN SVAVARSSON
LÖGREGLUMÁL Umhverfisverndar-
samtökin Saving Iceland hafa sent
innanríkisráðherra og ríkislög-
reglustjóra bréf þar sem ítrekuð er
krafa samtakanna um að upplýst
verði um afskipti íslenskra lög-
reglumanna af breskum lögreglu-
manni sem fór huldu höfði innan
ýmissa náttúruverndarsamtaka
um nokkurra ára skeið.
Eins og upplýst var seint á
síðasta ári blandaði lögreglu-
maðurinn Mark Kennedy sér í hóp
náttúru verndarsinna, þar á meðal
meðlima í Saving Iceland. Það var
þegar mótmæli gegn Kárahnjúka-
virkjun stóðu sem hæst.
Ögmundur Jónasson innanríkis-
ráðherra óskaði eftir því fyrir
þremur mánuðum að ríkislög-
reglustjóri upplýsti hvort íslensk
lögregluyfirvöld hefðu vitað af
því að Kennedy væri flugumaður
bresku lögregl-
unnar þegar
hann var hér á
landi með með-
limum Saving
Iceland.
Lögreglan
hefur ekki veitt
umbeðnar upp-
lýsingar, að því
er fram kemur
í yfirlýsingu frá Saving Iceland.
„Þessi langa þögn gefur óhjá-
kvæmilega til kynna að ekki sé
allt með felldu hjá íslenskum yfir-
völdum hvað störf Mark Kennedy
hér á landi varða. Saving Iceland
krefst þess að innanríkisráðherra,
utanríkisráðherra og ríkislög-
reglustjóri láti af seinagangi
sínum og undanbrögðum undir
eins,“ segir í yfirlýsingu samtak-
anna. - bj
Saving Iceland vilja fréttir af breskum flugumanni:
Lögreglan rjúfi þögn
MARK KENNEDY