Fréttablaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 40
9. maí 2011 MÁNUDAGUR24 sport@frettabladid.is VEIGAR PÁLL OG MARGRÉT LÁRA eru áfram á skotskónum með sínum liðum. Veigar Páll Gunnarsson skoraði tvö mörk og þar af sigurmarkið í 4-3 útisigri Stabæk á Haugesund í gær. Veigar Páll hefur skoraði fimm mörk í fyrstu sex umferðunum í norsku deildinni. Margrét Lára Viðarsdóttir tryggði Kristianstad 1-1 jafntefli á útivelli á móti Örebro með því að jafna leikinn á 85. mínútu en hún er búin að skora 5 mörk í fyrstu 5 umferðunum í sænsku deildinni. Laugardalsvöllur, áhorf.: 1037 Fram Þór Ak. TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 10–5 (2–4) Varin skot Ögmundur 3 – Rajkovic 2 Horn 12–7 Aukaspyrnur fengnar 16–5 Rangstöður 1–2 ÞÓR AK. 4–3–3 Srdjan Rajkovic 4 Gísli Páll Helgason 5 Atli Jens Albertsson 6 Þorsteinn Ingason 6 Alexander Linta 5 (68., Ingi Freyr Hilm. 5) *Janes Vrenko 7 Gunnar Már Guðm. 5 Atli Sigurjónsson 5 Sigurður Marínó Kris. 6 (86., Baldvin Ólafss. -) Sveinn Elías Jónsson 5 (72., Ármann Pétur 5) Jóhann Helgi Hann. 5 *Maður leiksins FRAM 4–3–3 Ögmundur Kristins. 5 Daði Guðmundsson 5 Kristján Hauksson 5 Jón Guðni Fjóluson 6 Sam Tillen 5 Halldór Hermann 5 Jón Gunnar Eysteins. 4 (75., Guðm. Mag .-) Kristinn Ingi Halld. 4 (64., Tómas Leifsson 4) Arnar Gunnlaugsson 6 Almarr Ormarsson 5 Mark Redshaw 3 (46., Andri Júlíusson 5) 0-1 Janez Vrenko (30.) 0-1 Kristinn Jakobsson (8) Grindavíkurvöllur, áhorf.: 1013 Grindavík Valur TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 8–12 (2–6) Varin skot Giddens 4 – Haraldur 2 Horn 5–6 Aukaspyrnur fengnar 11–14 Rangstöður 1–1 VALUR 4–4–2 Haraldur Björnsson 6 Jónas Tór Næs 6 Atli Sveinn Þórarinss. 7 Halldór Kristinn Halld. 7 Pól Justinussen 7 Arnar Sveinn Geirss. 6 (75., Rúnar Már Sig. -) Haukur Páll Sigurðss. 6 *Guðjón Pétur Lýðs. 8 Matthías Guðmundss.6 (79., Jón Vilhelm Áka. -) Christian Mouritsen 8 (87., Sigurbjörn Hre. -) Hörður Sveinsson 5 *Maður leiksins GRINDAV. 4–5–1 Jack Giddens 6 Alexander Magnúss. 5 (71., Robbie Winters 5) Ólafur Örn Bjarnason 5 Jamie McCunnie 4 Bogi Rafn Einarsson 4 Jóhann Helgason 6 Yacine Si Salem 4 (62., Magnús Björgv. 5) Orri Freyr Hjaltalín 6 Ian Paul Mcshane 7 Scott Ramsay 5 (79., Óli Baldur Bja. -) 0-1 Arnar Sveinn Geirsson (19.) 0-2 Guðjón Pétur Lýðsson (29.) 0-2 Magnús Þórisson (7) KR-völlur, áhorfendur: 2334 KR Keflavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–4 (5–1) Varin skot Hannes Þór 0 – Ómar 4 Horn 6–1 Aukaspyrnur fengnar 14–7 Rangstöður 1–1 KEFLAVÍK 4–5–1 Ómar Jóhannsson 7 Guðjón Árni Anton. 6 Haraldur Freyr Guðm. 6 Adam Larsson 5 Goran Jovanovski 6 Hilmar Geir Eiðsson 7 (86., Grétar Ólafur -) Andri Steinn Birgiss. 7 Einar Orri Einarsson 6 Jóhann Birnir Guðm. 5 (76., Magnús Sverrir -) Magnús Þórir Matth. 6 Guðmundur Steinars. 7 (88. Bojan Ljubicic -) *Maður leiksins KR 4–3–3 Hannes Þór Halldórs. 6 Magnús Már Lúðvíks. 5 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Grétar Sigf. Sigurðars. 6 Guðmundur Reynir 7 Bjarni Guðjónsson 6 Viktor Bjarki Arnarss, 5 Baldur Sigurðsson 6 *Óskar Örn Haukss. 7 Kjartan Henry Finnb. 6 Guðjón Baldvinsson 6 0-1 Hilmar Geir Eiðsson (61.) 1-1 Óskar Örn Hauksson (90.) 1-1 Gunnar Jarl Jónsson (6) FH 4-1 BREIÐABLIK 1-0 Björn Daníel Sverrisson (11.), 1-1 Haukur Baldvinsson (20.), 2-1 Pétur Viðarsson (62.), 3-1 Atli Viðar (71.), 4-1 Hólmar Örn Rúnarss. (xx.). Kaplakrikavöllur áhorf.: 2259 Dómari: Þorvaldur Árnason (7) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 13–3 (8–2) Varin skot Gunnleifur 1 – Sigmar 4 Horn 5–1 Aukaspyrnur fengnar 9–13 Rangstöður 11–3 FH 4–3–3 Gunnleifur Gunnleifsson 7 - Ásgeir Gunnar x, *Pétur Viðarsson 8, Freyr Bjarnason 7, Viktor Örn Guðmundsson 8 - Hólmar Örn Rúnarsson 7, Björn Daníel Sverrisson 8 (81., Hákon Atli -), Matthías Vilhjálmsson 7 - Ólafur Páll Snorrason 6, Atli Guðnason 7(74., Hannes Þ. Sigurðsson -), Atli Viðar Björnsson 7 Breiðablik 4–3–3 Sigmar Ingi Sigurðsson 7 - Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6, Kári Ársælsson 4, Elfar Freyr Helgason 4, Kristinn Jónsson 5 - Guðmundur Kristjánsson 6, Jökull Elísabetarson 4, Finnur Orri Margeirsson 5 - Arnar Már Björgvinsson 5 (73., Tómas Óli -), Haukur Baldvinsson 6 (66., Viktor Unnar Illugason 5), Kristinn Steindórsson 5 (89., Olgeir -). Hásteinsvöllur, áhorf.: 745 ÍBV Fylkir TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 13–7 6–5) Varin skot Albert 4 – Fjalar 5 Horn 3–3 Aukaspyrnur fengnar 14–12 Rangstöður 3–0 FYLKIR 4–3–3 Fjalar Þorgeirsson 5 Þórir Hannesson 5 Kristján Valdimarss. 5 Valur Fannar Gíslas. 5 Kjartan Ág. Breiðdal 6 Baldur Bett 5 (87., Oddur Ingi Guð. -) Gylfi Einarsson 7 Andrés Már Jóh. 6 Ingimundur Níels Ó. 5 *Albert Ingason 8 Jóhann Þórhallsson 6 (82., Rúrik Andri Þor. -) *Maður leiksins ÍBV 4–5–1 Albert Sævarsson 4 Arnór Eyvar Ólafsson 4 Rasmus Christiansen 6 Eiður Aron Sigurbj. 5 Matt Garner 5 (84., Guðm. Þórarins. -) Jordan Connerton 4 (69., Denis Sytnik -) Andri Ólafsson 5 Ian David Jeffs 5 (38., Yngvi Borgþórs. 3) Tony Mawejje 4 Þórarinn Ingi Vald. 5 Tryggvi Guðmunds. 6 0-1 Albert Ingason (14.), 1-1 Rasmus Christiansen (29.), 1-2 Albert (74.) 1-2 Erlendur Eiríkson (7) Stjörnuvöllur, áhorf.: 823 Stjarnan Víkingur TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 13–7 (4–2) Varin skot Magnús Karl 2 – Magnús 3 Horn 12–1 Aukaspyrnur fengnar 26–12 Rangstöður 1–7 VÍKINGUR 4–5–1 Magnús Þormar 6 Walter Hjaltested 6 *Egill Atlason 7 Mark Rutgers 6 Hörður Bjarnason 5 Halldór Smári Sig. 6 Denis Abdulahi 5 Baldur Aðalsteinsson 5 (87. Gunnar Helgi St. -) Sigurður Egill Lárus. 6 (87. Kjartan Dige -) Pétur Georg Markan 4 (45. Aron Elís Þránd. 6) Helgi Sigurðsson 4 *Maður leiksins STJARNAN 4–5–1 Magnús Karl Péturs. 5 Jóhann Laxdal 6 Daníel Laxdal 7 Nikolaj Pedersen 7 Hafsteinn Rúnar Helg. 6 Björn Pálsson 6 (69. Jesper Jensen 4) Þorvaldur Árnason 5 Víðir Þorvarðsson 4 (61. Aron Grétar Jaf. 6) Halldór Orri Björnss. 6 Hörður Árnason 5 (81. Grétar Atli Grét. -) Garðar Jóhannsson 4 0-0 Þóroddur Hjaltalín (7) Staðan í deildinni eftir 2 umferðir: Valur 2 2 0 0 3-0 6 Keflavík 2 1 1 0 5-3 4 Vikingur 2 1 1 0 2-0 4 KR 2 1 1 0 4-3 4 FH 2 1 0 1 4-2 3 Fylkir 2 1 0 1 4-4 3 ÍBV 2 1 0 1 2-2 3 Grindavík 2 1 0 1 3-4 3 Þór 2 1 0 1 1-2 3 Stjarnan 2 0 1 1 2-4 1 Fram 2 0 0 2 0-2 0 Breiðablik 2 0 0 2 3-7 0 PEPSI-DEILD KARLA FÓTBOLTI FH sýndi allar sínu bestu hliðar þegar liðið vann sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks, 4-1. Vinnusemi og dugnaður voru helstu einkenni FH-inga í leiknum en einnig munaði miklu að Blikar misstu mann af velli í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikur var nokkuð líflegur og voru FH-ingar fyrri til að skora. Björn Daníel skor- aði þá af stuttu færi eftir horn- spyrnu en Blikar sváfu þá á verð- inum í dekkningunni. Haukur Baldvinsson náði þó að jafna fyrir Blika stuttu síðar eftir skyndisókn. Blikar léku af meiri krafti í upphafi seinni hálfleiks en sterkur varnarleikur FH-inga sá til þess að það reyndi eiginlega aldrei á Gunnleif í marki FH- inga. FH-ingar voru ávallt hættu- legir í sínum sóknar aðgerðum, og þá sérstaklega eftir horn- spyrnur. Pétur Viðarsson skoraði eftir eina slíka sem var keimlík marki FH-inga í fyrri hálfleik. Svo kláraðist leikurinn á þriggja mínútna kafla. Fyrst fékk Jökull Elísabetarson tvö gul á nokkurra sekúndna millibili en það síðara fékk hann fyrir kjaft- brúk. Svo skoraði Atli Viðar eftir varnarmistök Blika og kláraði leikinn fyrir bikarmeistarana. Hólmar Örn bætti svo um betur með fjórða marki FH – sann- kölluð rúsína í pylsuendanum fyrir heimamenn. Bl i k a r v i rðast eiga í vandræðum. Þá skortir bit í sóknar leikinn og hafa feng- ið rautt spjald í báðum leikj- um sínum til þessa. Íslands- meistararnir eru enn stigalausir en þeir hafa þó mætt tveimur mjög sterkum liðum. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, hafði áhyggjur. „Mér fannst okkur skorta ein- beitingu í fyrstu tveimur mörk- um FH en ég hef meiri áhyggj- ur af því að við erum núna búnir að spila yfir 100 mínútur manni færri á tímabilinu. Rauða spjald- ið í dag var vendipunkturinn í leiknum. Ég veit ekki hvað Jök- ull sagði en það var algjört aga- leysi að fá seinna gula spjaldið.“ FH-ingar litu mun betur út í þessum leik en gegn Val í fyrstu umferðinni. Þeir voru sjálf- um sér líkir og kláruðu þennan leik af vinnusemi og yfirvegun. Varnarleikurinn var öflugur og sóknarleikurinn hættulegur. „Menn komu vel gíraðir í þenn- an leik,“ sagði Heimir Guðjóns- son, þjálfari FH. „Hugarfarið var í fínu lagi og leikur okkar heilt yfir góður. Við unnum tækl- ingar og seinni bolta og skoruð- um fjögur mörk.“ eirikur@frettabladid.is Þungt yfir meisturunum Breiðablik er enn stigalaust í Pepsi-deild karla eftir að hafa verið tekið í bakaríið af FH í Kaplakrika í gær. Aftur kláruðu Blikar leikinn manni færri. Á EFTIR Kári Ársælsson, fyrirliði Blika, hefur hér misst af FH-ingnum Atla Viðari Björnssyni í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Valsmenn eru eina liðið með fullt hús eftir fyrstu tvær umferðir Pepsi-deildar karla eftir 2-0 sigur í Grindavík í gær. Það stefndi í að Keflvíkinga ætluðu að tylla sér við hlið þeirra en KR- ingum tókst að jafna metin á loka- mínútunni á KR-vellinum. KR-ingar björguðu stigi á móti Keflvíkingum. Óskar Örn Hauks- son jafnaði metin í 1-1 á 90. mínútu leiksins eftir að KR hafði pressað stíft að marki Kefla víkur. Hilmar Geir Eiðsson kom gestunum yfir á 61. mínútu. „Ég er bara virkilega stoltur af mínu liði og mér fannst strákarnir berjast eins og ljón allan leikinn,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflvíkinga, eftir leikinn. „Það er virkilega sárt að horfa upp á dómarann gera í brækurn- ar í leiknum og jafnframt dýrt fyrir okkur. Gunnar Jarl (dóm- ari leiksins) ofmetnaðist í fyrra og mér finnst hann í raun verri í ár og frammistaða hans í kvöld var sorgleg,“ sagði Willum eftir leikinn en hann vildi meina að jöfnunar mark KR hefði verið ólög- legt. „Þetta er ásættanlegt stig sem við erum að fá hér í kvöld,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir leikinn í gær. „Ég verð að vera sáttur eftir nokkuð dapran leik af okkar hálfu, en það voru erfiðar aðstæður á vellinum í kvöld,“ sagði Rúnar. Mörk Arnars Sveins Geirs- sonar og Guðjóns Péturs Lýðs- sonar í fyrri hálfleik tryggðu Valsmönnum 2-0 sigur í Grinda- vík. „Við spiluðum skynsamlega bæði í fyrri hálfleik með vind- inum og svo í þeim seinni þegar það blés á móti okkur. Það gerði okkur auðvelt fyrir að skora frek- ar snemma og við unnum vel út frá því. Ég er auðvitað sáttur við frammi stöðuna og það er mikil- vægt að taka þrjú stig hérna í Grindavík,“ sagði Kristján Guð- mundsson, þjálfari Vals. - sáp, -ae Valsmenn eru einir á toppi Pepsi-deildar karla eftir sigra á FH og Grindavík í fyrstu tveimur umferðunum: KR-ingar björguðu stigi á umdeildu marki MARKI FAGNAÐ Keflvíkingar fagna marki Hilmars Geirs í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.