Fréttablaðið - 09.05.2011, Blaðsíða 8
9. maí 2011 MÁNUDAGUR8
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Virðing
RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
meðal félagsmanna um nýgerðan kjarasamning VR og SA
hefst miðvikudaginn 11. maí kl. 9:00.
Nánari upplýsingar um samninginn og atkvæðagreiðsluna
á heimasíðu VR, www.vr.is
Kjörstjórn VR
Rafræn allsherjar-
atkvæðagreiðsla
SAMFÉLAGSMÁL Framkvæmdir
við endurbætur á húsakynnum
Kvennadeildar Landspítala
háskólasjúkrahúss hefjast á
næstu vikum. Landssöfnun
Lífs, styrktarfélags kvenna-
deildarinnar, þar sem söfnuðust
rúmar 62 milljónir, gera fram-
kvæmdir þessar mögulegar.
Í fyrsta áfanga verður ráðist
í gagngerar endurbætur á með-
göngu- og sængurkvennadeild.
Rannveig Rúnarsdóttir yfir-
ljósmóðir segir í tilkynningu að
með þessu sé tekið mjög mikil-
vægt skref. „Það er framar
björtustu vonum að þetta verði
að veruleika í haust“. - þj
Kvennadeildin endurbætt:
Framkvæmdir
hefjast brátt
DANMÖRK, AP Búast má við að
kvikasilfursmengun aukist um 25
prósent til ársins 2020, ef ekkert
verður að gert. Hvítabirnir, hvalir
og selir á norðurslóðum eru í hvað
mestri hættu vegna þessa. Meðal
annars er vitað að of mikið kvika-
silfur getur raskað efnajafnvægi í
heila hvítabjarna, sem hefur áhrif
á alla hegðun dýranna.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í nýrri skýrslu starfshóps
Norðurskautsráðsins um vöktun
og greiningu á norðurslóðum.
Starfshópurinn hélt á dögunum
ráðstefnu í Danmörku þar sem
saman komu um 400 vísindamenn
til þess að spá í þróun mála, meðal
annars með hliðsjón af hlýnun
jarðar og mengun í náttúrunni.
„Sérstakar áhyggjur vekur að
kvikasilfursmagn heldur áfram að
aukast í sumum dýrategundum á
stórum svæðum á norðurslóðum,“
segir jafnframt í skýrslu starfs-
hópsins.
Þá kemur fram að hlýnun jarð-
ar geti gert kvikasilfursmengun
í hafi á norðurslóðum alvarlegri
en ella. Þegar sífreri fer úr jörðu
leysist úr læðingi kvikasilfur sem
hefur verið fast í freranum í þús-
undir ára. Einnig getur hlýnun
jarðar ýtt undir efnaferli sem gera
efnin hættulegri en annars væri.
Áhrifin eru þó misjöfn eftir
svæðum. Til dæmis eru hvíta-
birnir á austurströnd Grænlands
í meiri hættu því bráðnun íss auð-
veldar þeim að komast í sel, sem
er með mikið magn af kvikasilfri
í líkamanum. Á Svalbarða getur
bráðnun íss hins vegar orðið til
þess að birnirnir komist ekki frá
landi og verði því að láta sér nægja
kvikasilfurssnauðari jurtir og dýr
þar á eyjunum.
Kvikasilfur finnst í nærri öllum
tegundum fisks og skelfisks og
getur valdið skaða á taugakerfi
fóstra og ungra barna. Sam-
kvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnun-
inni, WHO, eru andlegir erfiðleik-
ar algengari meðal barna á þeim
svæðum heimsins, þar sem fiskur
er meginuppistaða fæðunnar.
Samkvæmt annarri skýrslu,
sem kynnt var á ráðstefnunni í
Kaupmannahöfn fyrr í vikunni,
má búast við því að bráðnun íss á
norðurslóðum geti orðið til þess
að yfirborð sjávar hækki um 0,9
til 1,6 metra til næstu aldamóta,
en það er mun meiri hækkun en
hingað til hefur verið spáð.
Báðar þessar skýrslur verða
afhentar utanríkisráðherrum
Íslands, Bandaríkjanna, Rúss-
lands, Kanada, Svíþjóðar, Noregs,
Danmerkur og Finnlands á fundi
Norðurskautsráðsins í vikunni.
gudsteinn@frettabladid.is
Aukin hætta af kvikasilfri
Búast má við fjórðungsaukningu á kvikasilfursmengun næsta áratuginn verði ekkert að gert. Hvítabirnir,
selir og hvalir á norðurslóðum eru í mestri hættu, ásamt frumbyggjum sem veiða þessi dýr til sér til matar.
Á NORÐURSLÓÐUM Hlýnun jarðar veldur því að kvikasilfursmengun verður hættulegri en ella. NORDICPHOTOS/AFP
1 Hvaða tískuhús lætur mynda
vetrartískuna hér á landi þessa
dagana?
2 Hvað heitir ný blúsplata Andreu
Gylfadóttur og Blúsmanna?
3 Hvað tekur Eldborg, stærsti salur
Hörpu, marga í sæti?
SVÖR
Þóttist vera breskur
Nígerískur maður hefur verið dæmdur
í 45 daga fangelsi fyrir að framvísa
röngu vegabréfi við komuna til lands-
ins. Maðurinn kom frá Osló í síðustu
viku og framvísaði bresku vegabréfi.
Maðurinn játaði brot sitt greiðlega.
DÓMSMÁL
FÉLAGSMÁL Tæplega sextíu pró-
sent landsmanna bera frekar
mikið eða mjög mikið traust til
barnaverndar nefnda. Þetta er
niðurstaða rannsóknar á trausti
almennings til barnaverndar-
nefnda, sem er sú fyrsta sinnar
tegundar á Íslandi.
Anni G. Haugen, lektor við
félagsráðgjafadeild Háskóla
Íslands, skrifar grein um rann-
sóknina í nýjasta tölublaði Tímarits
félagsráðgjafa. Þar kemur fram
að 59 prósent beri mikið eða frek-
ar mikið traust til barnaverndar-
nefnda, 23 prósent frekar lítið
eða mjög lítið en 19 prósent segja
hvorki bera lítið né mikið traust til
þeirra. 977 svöruðu spurningunni.
Barnaverndarnefndir geta vel
við unað, en Anni segir það verk-
efni sem aldrei ljúki að auka
traustið. Mikilvægt sé að almenn-
ingur geti borið traust til barna-
verndar.
Yngra fólk treystir nefndunum
betur en eldra fólk. 73 prósent
fólks á aldrinum 18 til 29 ára báru
mikið traust til þeirra en 45 pró-
sent 60 ára og eldri.
Fleiri karlar en konur treystu
nefndunum vel, og fólk á lands-
byggðinni meira en þeir sem búa á
höfuðborgarsvæðinu. Þessi munur
var þó ekki marktækur. Þá virð-
ist traust vera meira hjá þeim sem
eru með mikla bóklega menntun en
þeim sem eru lítið menntaðir. - þeb
Yngra fólk ber almennt meira traust til barnaverndar:
60% bera traust til
barnaverndarnefnda
BÖRN AÐ LEIK Barnaverndarnefndir geta vel við unað samkvæmt niðurstöðum
rannsóknar á trausti almennings til þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ATVINNULÍF Samtök skapandi greina
(SSG) hafa verið stofnuð. Að sam-
tökunum standa allar kynning-
armiðstöðvar lista og skapandi
greina á Íslandi og samtök í hverri
grein. Þau samtök mynda breið-
ustu fylkingu fagfólks í skapandi
greinum í landinu.
SSG munu vinna að sameigin-
legri stefnumótun greinanna,
í samstarfi við opinbera aðila
og íslenskt atvinnulíf. Heildar-
markmið SSG er að þáttur skap-
andi greina í hagkerfi landsins sé
tryggður.
SSG taka við hlutverki Samráðs-
vettvangs skapandi greina. Átti sá
vettvangur frumkvæði að því að
rannsókn um hagræn áhrif skap-
andi greina var hrundið af stað.
„SSG munu stuðla að áframhald-
andi rannsóknum á greinunum,
tryggja að þær njóti hagstæðra
vaxtarskilyrða og að þau sóknar-
færi sem liggja í skapandi grein-
um séu nýtt í þágu hagvaxtar og
lífsgæða,“ segir í tilkynningunni.
Tölulegar niðurstöður rannsókn-
ar, sem kynnt var fyrst í desemb-
er síðastliðnum, sýndi fram á að
heildarútflutningur afurða skap-
andi greina er helmingi meiri
heldur en íslenskra landbúnaðar-
afurða, eða um þrjú prósent. - sv
Nýstofnuð Samtök skapandi greina mynda breiðfylkingu fagfólks hér á landi:
Tryggja þátt greinanna í hagkerfinu
Nýr formaður Ljósmæðra
Esther Ósk Ármannsdóttir, ljósmóðir
og hjúkrunarfræðingur, var kjörin for-
maður Ljósmæðrafélags Íslands á 92.
aðalfundi félagsins hinn 7. maí.
FÉLAGSMÁL
ÍTALÍA Um 400 flóttamönnum
frá Líbíu var bjargað við ítölsku
eyjuna Lampedusa í fyrrinótt.
Bátur fólksins strandaði á skeri
og reyndu margir flóttamann-
anna að komast til lands með því
að stökkva úr bátnum. Sterkir
vindar voru og mikill öldugangur,
sem varð til þess að sumt fólkið
féll um borð.
Nokkrum tókst þó að halda sér
í kaðla sem bundnir voru í bátinn
þar til björgunarsveitir komu á
vettvang. Björgunarstarf gekk
vel og komust allir lífs af. - sm
Bátur strandaði við Ítalíu:
400 flóttamenn
í mikilli hættu
1. Hermés 2. Rain on me rain 3. 1.800
manns
Stofnfélagar SSG
■ Samtónn (ÚTÓN og Íslensk tón-
verkamiðstöð)
■ Kvikmyndamiðstöð Íslands
■ Leiklistarsamband Íslands
■ Kynningarmiðstöð íslenskrar
myndlistar (KÍM)
■ Bókmenntasjóður
■ Hönnunarmiðstöð Íslands
■ Icelandic Gaming Industry
VEISTU SVARIÐ?