Fréttablaðið - 27.05.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.05.2011, Blaðsíða 16
16 27. maí 2011 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 U ndanfarna viku hefur Kastljós RÚV, í samstarfi við Jóhannes Kr. Kristjánsson fréttamann, birt úttekt á hlutskipti ungra fíkla á Íslandi og útbreiðslu svonefnds læknadóps þeirra á meðal. Þetta er nöturleg umfjöllun og gefur litla ástæðu til bjartsýni. Viðtöl Jóhannesar við virka fíkla og sláandi myndskeið af því þegar þeir sprauta sig sýna vel þá helstefnu sem líf þeirra sem ánetjast vímuefnum tekur. Allir sem rætt hefur verið við eru á einu máli um að aðgengi að hörðum efnum, sér í lagi læknadópi, hafi aukist og að sprautufíklarnir verði sífellt fleiri og yngri, með tilheyrandi útbreiðslu fylgifiska á borð við HIV, lifrarbólgu C, geðraskanir og fleira. Brotalamirnar í kerfinu virðast margar og alvarlegar; hvernig má til dæmis vera að sami einstaklingurinn geti fengið uppáskrifað hjá lækni morfínlyf í miklu meira magni en hann þarf á að halda, jafnvel hjá sitt hvorum lækninum sama daginn? Stærsti vandinn gagnvart þessari meinsemd er þó líklega fólginn í upp- gjöfinni gagnvart henni, sem er alls ekki bundin við kerfið heldur samfélagið allt. Það er hráslagaleg staðreynd að líf þeirra sem ánetjast hörðum fíkniefnum eru ekki mikils metin. Þeir eru ekki aðeins afgangs- stærð, heldur beinlínis til ama, svo langt leiddir að þeir komast ekki einu sinni í flokk „ógæfufólks“ heldur er notað um þá annað orð sem sneiðir hjá allri mennsku: fíkill. Styrkur umfjöllunar Jóhannesar og Kastljóss er ekki síst fólginn í því að minna okkur á að bak við þetta hugtak, fíkill, er manneskja. Einn óhugnanlegasti hluti úttektarinnar er frásagnir af eldri körlum sem fá sínu framgengt með stúlkum á unglingsaldri með því að gefa þeim dóp. Í samtali við Vilborgu Grétarsdóttur, ung- lingaráðgjafa hjá Barnavernd Reykjavíkur, sagði Jóhannes að í fjöl- miðlum væri „ákveðinni glansmynd“ brugðið upp af einstaklingum sem væru greinilega með yngri stelpum. Vilborg tók undir það. „Mér finnst það bara ömurleg þróun. Það er verið að misnota þær ... sjálfsmynd þeirra er brotin, þær upplifa sig skítugar, þær eiga mjög erfitt með að komast út úr þessu, því afleiðingarnar eru svo alvarlegar.“ Allir sem fylgjast með fjölmiðlum þekkja dæmi um hvernig þekktum ofbeldismönnum hefur verið hossað eins og afreks- eða frægðarfólki. Slíkur fréttaflutningur hefur aftur á móti ekki vakið sérstaklega sterk viðbrögð hjá almenningi eða bitnað á viðkomandi miðlum á sjáanlegan hátt. Fyrir nokkrum árum rak DV ágengari ritstjórnarstefnu en Íslendingar áttu að venjast gagnvart þeim sem komust í kast í lögin og voru þeir sem voru kærðir og/eða dæmdir fyrir alvarleg brot jafnan nafngreindir. Þessi stefna var alla tíð mjög umdeild og varð að lokum beinlínis banabiti blaðsins í þáverandi mynd, eins og frægt er orðið. Getur verið að á Íslandi sé meiri „stemning“ fyrir þeim fréttum sem hampa ofbeldismönnum en þeim sem hjóla í þá? Umfjöllun Kastljóss vekur upp margar aðkallandi spurningar um hvaða leiðir eru færar í baráttunni gegn fíkniefnum. Um leið er hún brýn áminning um að ekki er bæði hægt taka sér stöðu með þeim sem missa tökin á lífi sínu vegna fíknar og þeim sem nýta sér eymd þeirra. HALLDÓR Ísland gekk í Atlantshafsbandalagið þegar kalda stríðið var í algleymingi og heimsmyndin dregin skörpum skilum milli tveggja andstæðra fylkinga. Stór- veldin, Bandaríkin og Sovétríkin, standa nú ekki lengur með vopnabúr sín hvort á móti öðru heldur hafa hagsmuna- og hernaðar- átök á heimsvísu tekið á sig gjörbreytta mynd. Atlantshafsbandalagið hefur einnig tekið miklum breyt- ingum í tímans rás, en þó ekki með þeim hætti sem eðlilegt hefði verið í ljósi breyttrar skipanar heimsmála. Í stað þess að slíðra sverðin í þágu friðar við lok kalda stríðsins hefur Nató farið í útrás með gríðarlegri hernaðaruppbyggingu um víða veröld. Þetta er byrjunin á þingsályktunartil- lögu sem öllum þingmönnum hefur verið boðið að gerast meðflutningsmenn að. Ályktunin gengur út á að Ísland segi sig úr hernaðarbandalaginu Nató í samræmi við þá stefnu Íslands að vera herlaust land. Heimurinn hefur breyst, en höfum við breyst? Þjóð sem ætlar að vera í hernaðar bandalagi ætti að setja upp her; þjóð sem er og vill vera herlaus ætti að halda sig utan herskárra hernaðarbanda- laga. Hernaðurinn í Írak og Afganistan með aðkomu Nató ætti með réttu að vera fullt tilefni til þess að fólk allra flokka teldi rétt að Ísland segði sig úr bandalaginu. Í stað þess er Ísland nú aðili að enn einni herförinni í fjarlægu landi. Ýmislegt í stríðsrekstrinum í Líbíu minnir óhuggulega á upp- haf innrásarinnar í Írak. Eins og venja er orðin þegar innrás er gerð í framandi olíuríki voru loftárásir Nató á Líbíu rétt- lættar með því að vernda ætti líbískan almenning. En það er einmitt almenningur sem verður verst úti og hafa þúsundir þegar látið lífið. Það er löngu tímabært að Ísland sýni í verki að það er sjálfu sér samkvæmt, herlaust og andvígt hernaðarofbeldi. Í stað þess að vera föst í viðjum kalda stríðsins er lag að hugsa upp á nýtt og tryggja að Ísland sé ekki og verði ekki enn og aftur aðili að hörmulegum þján- ingum óbreyttra borgara í fjarlægum löndum. Ísland úr stríði Hernaður Guðfríður Lilja Grétarsdóttir alþingismaður Heimurinn hefur breyst, en höfum við breyst? Öflugur greiðendavefur með hagnýtum upplýsingum s.s. Skopparakringlan Kristinn H. Gunnarsson skrifaði grein í Fréttablaðið í gær undir fyrirsögninni „Pólitískar skopparakringlur“. Hann er óánægður með fulltrúa í nefnd um verðtryggingu, sem sumir hverjir vilja knýja niður með handafli. „Þeir sem eiga að leiða þjóðina út úr efnahags- legum erfiðleikum virðast margir hverjir álíka stefnufastir og skopparakringlur,“ skrifar þing- maðurinn fyrrverandi. Hann ætti að þekkja stefnulaust skopp býsna vel, enda oftar gengið úr stjórnmálaflokki en hægt er að þylja upp í svona knöppu formi. Einar skrifar blogg Einar K. Guðfinnsson á það til að taka sérkennilegar ákvarðanir. Einu sinni leyfði hann hvalveiðar nokkrum andar- tökum áður en hann lét af embætti. Nú bloggar hann mikið og misígrundað. Þegar fregnaðist að Jón Steinsson væri að vinna að áliti um kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar tók Einar andköf og settist við skriftir. Hann sagði að Jón væri fenginn til að vera „tal- hlýðinn“ við Jóhönnu Sigurðar- dóttur og skrifa „þóknanlegt“ álit „undir handarjaðri“ hennar til að niður- lægja Jón Bjarnason. Skotið fyrst Nú er komið í ljós að Jón Steins- son var alls ekki að vinna álitið fyrir Jóhönnu, hann gerði það einn og óstuddur og fékk ekkert fyrir. Niður- staðan er henni heldur varla að skapi. Jón telur frumvörpin óráð – þau muni auka óhagkvæmni í greininni – og talar í raun mun meira í takt við Einar en nokkurn stjórnarliða. Einar K. Guðfinnsson ákvað hins vegar að skjóta fyrst og spyrja svo. En kjöftugum ratast oft satt orð á munn og þannig hæfði skutull Einars eitt markið: Jón Bjarnason, sem mun tæpast veifa áliti nafna síns hróðugur frekar en aðrir í ríkisstjórninni. stigur@frettabladid.is Hlutskipti sprautufíkla og útbreiðsla læknadóps: Ömurleg þróun SKOÐUN Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.