Fréttablaðið - 27.05.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 27.05.2011, Blaðsíða 20
„Þetta virkar bara þannig að fólk fær hljóðverk í eyrun, sem það hlustar á á göngu um höfnina,“ segir Þorgerður E. Sigurðar dóttir, sem er umsjónarmaður verkefnis- ins Innra eyrað ásamt þeim Elísa- betu Indru Ragnarsdóttur og Guðna Tómassyni. Um er að ræða svokallaða hljóðgöngu sem lýst er svo í tilkynningu: „Eyrað er dular- fullur heimur, í því geta kviknað magnaðar myndir. Í flóknu gang- verki innra eyrans lifnar hljóð- skynjun okkar og þar höldum við líka jafnvægi í veröld sem vill kasta okkur til og frá.“ Þorgerður verst allra frétta af því um hvað málið snúist nákvæmlega, segir að því muni fólk komast að ef það mæti í gönguna. Öll eru þau Þorgerður, Elísabet og Guðni dagskrárgerðarmenn á Rás 1 hjá RÚV og því liggur beint við að spyrja hvort um sé að ræða einhvers konar prívat útvarps- þátt. „Ja, það má segja að þetta sé nokkurs konar útvarpsþáttur,“ segir Þorgerður. „Það eru þarna ákveðin element sem fólk tengir við útvarpsþætti, en þetta er mun tilraunakenndara en það sem við almennt heyrum í útvarpi, enda miðast gangan við það að þetta sé öðruvísi upplifun. Annars vilj- um við sem allra minnst segja um verkefnið, það er nauðsynlegt að það komi á óvart.“ Þátttakendur, tuttugu í hverj- um hópi, ganga með heyrnartól um höfnina og fá að týnast í sínu innra eyra í 30 mínútur. Er höfn- in þá hluti af upplifuninni? „Verk- efnið tengist höfninni ekki með eiginlegum hætti,“ segir Þorgerð- ur. „En það er ekki tilviljun að við völdum höfnina sem vettvang fyrir gönguna. Ástæðan fyrir því að við völdum hana er reyndar eitt af því sem við viljum tala sem minnst um.“ Þorgerður segist ekki vita til þess að slík ganga hafi fyrr verið farin hér á landi, en slíkar göng- ur hafi verið haldnar erlendis og hún hafi reyndar sjálf fengið hug- myndina sem þátttakandi í hljóð- göngu í Stokkhólmi fyrir nokkr- um árum. Hún verst allra frétta af því hvort gönguleiðin sé fyrirfram ákveðin, segir það eitt af því sem nauðsynlegt sé að komi á óvart. Lagt verður upp frá Listasafni Íslands í Hafnarhúsinu báða dag- ana klukkan 14 og 16 og þar verða umsjónarmennirnir til staðar og leiðbeina fólki um það hvernig gangan fer fram, en hún er eins og áður sagði hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. fridrikab@frettabladid.is Hljóðgöngur um höfnina Á morgun og á sunnudaginn verður boðið upp á hljóðgöngur um höfnina í Reykjavík. Göngurnar eru hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og hefjast þær klukkan 14 og 16 báða dagana. Slíkar göngur hafa ekki fyrr verið farnar hér á landi. Umsjónarmenn verkefnisins Innra eyrað eru þrír dagskrárgerðarmenn af Rás 1, þau Þorgerður E. Sigurðardóttir, Guðni Tómasson og Elísabet Indra Ragnarsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI MENNING Fimmtíu ára mannréttindabaráttu fagnað Amnesty International fagnar 50 ára baráttu fyrir mannréttindum á morg- un með mannréttindagöngu niður Laugaveginn og afmælisdagskrá á Hótel Borg. Gangan hefst við Kjörgarð klukkan þrjú og hefur Reykjavíkur- borg samþykkt að nefna Laugaveginn upp á nýtt í tilefni dagsins og mun hann heita Mannréttindavegur þenn- an eina dag. Lúðrasveitin Svanur leiðir gönguna sem endar við Hótel Borg þar sem fjöldi listamanna kemur fram og skemmtir gestum. Má þar nefna Jón Sigurðsson, Sigríði Thorlacius, Gissur Pál Gissurar- son og fleiri. Þá munu leikararnir Jóhann Sigurðarson, Pétur Jóhann Sigfússon, Gísli Örn Garðarsson og Sigurður Sigurjónsson flytja verkið Vindur, Hold og andi eftir Kjartan Árnason. Upphaf Amnesty má rekja til þess þegar breski lögfræðingurinn Peter Benenson birti grein í breska dagblaðinu The Observer 28. maí árið 1961. Greinina nefndi hann „Gleymdu fangarnir“ en þar hvatti hann lesendur til að taka þátt í herferð til að fá lausa þúsundir fanga sem sátu gleymdir og yfir- gefnir í fangelsum um allan heim á grundvelli friðsamlegrar tjáningar stjórn- mála- og trúarskoðana. Herferðin átti aðeins að standa í ár en stendur enn. Nú, fimmtíu árum síðar, hefur miklu verið komið til leiðar. Tugir þúsunda hafa verið leystir úr haldi, alþjóðlegir mannréttindasamningar hafa orðið til og margir stórir áfangar náðst. Nú stendur til að fagna því sem hefur áunnist og taka höndum saman um að halda baráttunni áfram. Ítölsk menningarhátíð verður haldin í Salnum í Kópavogi á sunnudag í tilefni þess að 150 ár eru liðin frá sameiningu Ítalíu í eitt ríki. Um er að ræða hönnunar- og lista- sýningu á vegum Ítalska félagsins á Íslandi og munu bæði íslenskir og ítalskir hönn- uðir og listamenn taka þátt. Húsið verður opnað klukkan 19.30. Hvað á að gera um helgina? Hér er listi yfir algenga helgar- afþreyingu fjölskyldna á heimsvísu: 1. Ferð í dýragarðinn 2. Ferð á safn 3. Ferð á íþrótta- leik 4. Leikhúsferð 5. Bíóferð 6. Ferð í skemmtigarð 7. Úti- lega 8. Dagsdvöl í almenningsgarði 9. Hjólatúr 10. Keila. Heimild:life. familyeducation. com Sölustaðir: 10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga, Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja, Melabúðin. ÍSLENSK FÆÐUBÓT BITAFISKUR -næring fyrir líkama og sál vera ● Laugavegi 49 Sími 552 2020 SUMARDAGAR Í VERU 20% afsláttur af öllum hör fatnaði og bolum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.