Fréttablaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.06.2011, Blaðsíða 8
8. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR8 1. Hvað komu margir farþegar til landsins með skemmtiferðaskipum í fyrra? 2. Hver er nýr formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins? 3. Hvaða sýning hlýtur flestar tilnefningar til Grímuverðlaunanna í ár? SVÖR: 1. 74 þúsund. 2. Aðalsteinn Leifsson, lektor við HR. 3. Lér konungur. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Nú eru allar ryksugur frá Siemens og Bosch á tilboðsverði. Líttu inn og gerðu góð kaup! Umboðsmenn um land allt. Venjulega kostar dagurinn aðeins 25 kr./5 MB. Netið í símanum er ódýrara en þú heldur Notkun á Ísl andi , 10 0 M B i nn an d ag si ns . G re id d er u m án .g jö ld s kv . v er ðs kr á.Prófaðu í dag á 0 kr. ef þú ert viðskiptavinur Símans. LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu lagði hald á tvö kíló af marijúana og nokkrar kannabisplöntur við leit í bifreið sem stöðvuð var á Suðurlandsvegi nýverið. Grunsemdir vöknuðu um fíkni- efnamisferli þegar bifreiðin var stöðvuð við reglubundið eftirlit en sterka kannabislykt var að finna úr henni. Tvær konur á þrítugs- aldri, ökumaður og farþegi bif- reiðarinnar, voru handteknar og færðar til vistunar. Í bifreiðinni var einnig ungt barn ökumanns- ins og var barnaverndaryfirvöld- um gert viðvart vegna þess. Í kjölfar fíkniefnafundarins var farið í húsleit á heimili annarrar konunnar. Sambýlismaður hennar var handtekinn við heimilið en í bifreið hans fannst búnaður sem lögregla ætlar að hafi verið notað- ur við kannabisframleiðsluna. Við yfirheyrslur viðurkenndi önnur konan aðild sína að málinu. - jss Tvær konur og karlmaður handtekin í fíkniefnamáli: Með dóp og barn í bíl EFNAHAGSMÁL Fjárfesting í sjáv- arútvegi var um níutíu milljarð- ar króna frá 2001 fram til ársins 2009, að sögn Sigurgeirs Brynjars Kristgeirssonar, framkvæmda- stjóra Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum. Hann hafnar alfar- ið fullyrðingu Ólínu Þorvarð- ardóttur, þing- manns Sam- fylkingarinnar og va ra for - manns sjávar- útvegs- og land- búnaðarnefndar Alþingis, um að fjárfesting í sjávarútvegi h a f i n á n a st engin verið um langt árabil. Ólína fullyrti þetta í Frétta- blaðinu í fyrradag og sagði gagnrýnendur á frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunar- kerfinu hafa farið fram úr sér í útreikningum á efnahagslegum áhrifum breytinganna sem þar eru boðaðar. Sigurgeir Brynjar hefur tekið saman tölur um fjárfestingar byggðar á ársreikningum fyrir- tækja sem voru handhafar 55 til 85 prósenta aflaheimilda á árun- um 2001 til 2009, sem Sigurgeir telur gefa glögga mynd af sjávar- útveginum í heild. Fyrir hrun krónunnar var meðal tal fjárfestinga í landi og á sjó um tíu milljarðar á ári, að því gefnu að ársreikningar sem Sigurgeir hefur skoðað endur- spegli greinina í heild. Það eru sjö til átta prósent af tekjum greinar- innar. Hann telur þá áætlun var- færna. „Ef tekjurnar í fyrra eru skoð- aðar, eða eftir hrun, væri eðlileg fjárfesting í greininni sextán til átján milljarðar, miðað við átta prósent af tekjum. Hins vegar er augljóst í tölunum að sú fjárfest- ing hrapar niður í um fjögur pró- sent árið 2009,“ segir Sigurgeir. „Fyrirtækin ákváðu með öðrum orðum að hætta fjárfestingum árið 2008. Þarna er ég bara að tala um fjárfestingar í fasteign- um; vélum, búnaði, tækjum og skipum.“ Sigurgeir telur að eðlileg fjár- festing til viðhalds fasteigna og búnaðar sé um tíu prósent af tekjum sjávarútvegsfyrirtækis í venjulegu árferði. svavar@frettabladid.is Árleg fjárfest- ing var um tíu milljarðar Ársreikningar útvegsfyrirtækja benda til þess að fjár- festing til viðhalds hafi verið 10 milljarðar á ári árin fyrir hrun. Fullyrt hafði verið að fjárfesting hefði verið lítil sem engin. Það á við um árin 2009 til 2011. SIGURGEIR BRYNJAR KRISTGEIRSSON MAKRÍLL UNNINN Í VINNSLUSTÖÐINNI Áætlanir Vinnslustöðvarinnar um milljarða fjárfestingu í landvinnslu fyrirtækisins eru á ís vegna óvissu um framtíð fiskveiði- stjórnunar í landinu. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON milljarða króna fjárfesting var í sjávarútvegi árin 2001 til 2009, að sögn framkvæmdastjóra Vinnslu- stöðvarinnar í Eyjum. 90 EFNAHAGSMÁL Sjávarútvegsteymi Íslandsbanka telur að flestar þær breytingar sem boðaðar eru í tveimur frumvörpum um breyting- ar á stjórnkerfi fiskveiða hafi í för með sér neikvæð áhrif á rekstrar- umhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. Greinin verður óhagkvæmari að mati bankans, arðsemi fyrir- tækjanna minnkar, hvati og geta til fjárfestinga dregst saman og samkeppnisstaða íslensks sjávar- útvegs á mörkuðum erlendis telur bankinn að muni veikjast er fram líða stundir. Þetta kemur fram í skýrslu sem sjávarútvegsteymi bankans sendi frá sér í gær. Þar segir jafnframt að rekstur sjávar- útvegsfyrirtækja gangi almennt vel og að afkoman hafi batnað mikið síðastliðna þrjá áratugi. „Verði fyrirhugaðar breytingar á núverandi stjórnkerfi að veruleika er hins vegar hætt við að fram- lag greinarinnar til þjóðarbúsins minnki,“ segir í skýrslunni. Þá telur bankinn að áhrif frum- varpanna nái út fyrir sjávarút- veginn og hafi neikvæð áhrif á bankana vegna skertrar getu sjávar útvegsfyrirtækja til að standa við skuldbindingar sínar. - shá Íslandsbanki telur frumvörp um breytingar á stjórn fiskveiða skref í ranga átt: Varar við neikvæðum áhrifum FARSÆLL Á VEIÐUM Sérfræðingum Íslandsbanka í sjávarútvegsmálum hugnast illa boðaðar breytingar á stjórnkerfi fiskveiða. FRÉTTABLAÐIÐ/JSE STJÓRNMÁL Bæjarráð Vestmanna- eyjabæjar lýsir yfir þungum áhyggjum af frumvörpum ríkis- stjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Í ályktun sem bæjarráðið hefur sent frá sér segir að taki frum- vörpin gildi muni það koma harka- lega niður á allri þjóðinni þar sem arðbærni og þjóðhagslegri hag- kvæmni sjávarútvegsins verði kastað fyrir róða. Þá er lýst furðu á því að frumvörpin séu lögð fram án þess að áhrif þeirra á þjóðar- hag hafi verið reiknuð. - mþl Kvótafrumvörp ríkisstjórnar: Eyjamenn áhyggjufullir Framtennur brotnuðu Ein líkamsárás var kærð til lög- reglunnar í Vestmannaeyjum eftir skemmtanahald helgarinnar. Maður sem var gestur í heimahúsi sló annan mann með þeim afleiðingum að framtennur brotnuðu. LÖGREGLUFRÉTTIR Vilhjálmur og Katrín flytja Hertoginn og hertogaynjan af Cam- bridge, þau Vilhjálmur prins og Katrín, munu flytja inn í nýtt heimili sitt í Kensington-höll á næstunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bresku konungsfjölskyldunni. BRETLAND VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.