Fréttablaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 6
11. júní 2011 LAUGARDAGUR6 11 -0 56 8 / H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA ...hvert er þitt eftirlæt ...endilega f Hrísmjólkin frá MS fæ ljúffengum bragðtegu rifsberja- og hindberj og gömlu góðu kanils „Við höfum verið mjög þolinmóð og gefið lengri frest en aðrir fá. En nú verðið þið að borga,“ segir Per Sanderud, forseti Eftirlitsstofnun- ar EFTA, ESA. ESA sendi stjórnvöldum áminn- ingarbréf í maí í fyrra þar sem lýst var þeirri skoðun að Íslending- ar hefðu ekki farið eftir tilskipun samnings Evrópska efnahagssvæð- isins (EES) um innstæðutrygging- ar. Stjórnvöld svöruðu bréfinu í maí síðastliðnum og mótmæltu. ESA heldur fast við sinn keip og hefur nú gefið stjórnvöldum þriggja mánaða frest til viðbótar til andsvara. Berist svarið ekki innan marka eða það sé ekki full- nægjandi mun Icesave-málið fara fyrir EFTA-dómsstólinn. Per Sanderud segir Íslendinga hafa með réttu átt að greiða inn- stæðutrygginguna skömmu eftir hrunið. Að gefnum öllum frestum rann gjalddaginn upp í október 2009. ESA ákvað hins vegar að bíða með ákvörðun sína þar til viðræð- um samninganefndar við stjórn- völd í Bretlandi og Hollandi lyki. „Við höfum ekki viljað blanda okkur í mál ykkar og verið þolin- móð. En nú hafið þið kosið um það í tvígang. Nú hefur liðið svo lang- ur tími síðan þið áttuð að greiða trygginguna að við getum ekki beðið lengur,“ segir Sanderud. Hann leggur áherslu á að um mik- ilvægt neytendamál sé að ræða, innstæðueigendur verði að geta treyst því að fá lágmarkstrygg- ingu greidda. Álit ESA er ekki í mótsögn við neyðarlögin þótt þar sé komið inn á mismunun stjórnvalda á inn- stæðueigendum eftir þjóðerni. Það snýst öðru fremur um tilskip- un um innstæðutryggingar sem Íslendingar undirgengust þegar EES-samningurinn var fullgild- ur. „Þið verðið að uppfylla þær skyldur sem stjórnvöld hafa geng- ist undir með aðild sinni að EES- samningnum,“ segir Sanderud. - jab Íslendingar drógu það of lengi að greiða innstæðueigendum, segir forseti ESA: „Nú verðið þið að borga“ FRÉTTASKÝRING Hvað kemur fram í nýju áliti ESA um Icesave og hvaða afleiðingar hefur það? Íslendingum ber að greiða lág- marksinnstæðutryggingu vegna Icesave-reikninganna, samkvæmt áliti ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Þar er vísað til mismununar á inn- lendum og erlendum innstæðu- eigendum. Lárus Blöndal lögmaður, sem sat í Icesave-nefndinni fyrir hönd stjórnarandstöðunnar, segir þessa niðurstöðu ekki koma á óvart. Það að niðurstaðan byggi á mismunun en ekki ríkisábyrgð á lágmarks- innistæðum sé þó verri kostur af tveimur slæmum. Dæmi EFTA- dómstóllinn út frá sömu forsend- um gæti það þýtt að Íslendingar yrðu að greiða innistæðurnar að fullu. Eftirlitsstofnunin kemst að þeirri niðurstöðu að lágmarks- tryggingin skuli greidd, en hún nemur ríflega tuttugu þúsund evrum. „Stofnunin kemst að þeirri niðurstöðu að það hafi verið ólög- mæt mismunun að innstæðu- eigendur í íslenskum útibúum hafi haft aðgang að sínu fé, en ekki þeir í erlendu útibúunum. Álitið bygg- ir á því að rök Íslendinga í mál- inu standist ekki og þá er það jafn ólögmæt mismunun að hinir hafi ekki aðgang að því sem er umfram lágmarkið,“ segir Lárus. „En við eigum auðvitað okkar varnir fyrir EFTA-dómstólnum.“ Lárus og fleiri vöruðu við þess- ari niðurstöðu á sínum tíma. Hætt er við að Íslendingum muni reyn- ast erfitt að uppfylla skilyrði álits- ins, en samkvæmt því ber þeim að greiða upphæðina á næstu þremur mánuðum. Um rúmlega 700 millj- arða króna er að ræða. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að gera hafi mátt ráð fyrir þessari niður- stöðu. „Ég hef lagt áherslu á að íslensk stjórnvöld byggju sig undir þetta og ég geri ráð fyrir því að menn hafi þegar hafið undirbúning að málsvörn fyrir EFTA-dómstóln- um, ef málið fer þangað. Ég bind vonir við að þrotabúið geti staðið undir öllum þessum kröfum, en það getur tíminn einn leitt í ljós.“ Frosti Sigurjónsson, sem var í forsvari fyrir Kjosum.is, og barð- ist gegn Icesave-samningunum, segir hins vegar að þessi niður- staða hafi komið honum á óvart. „Þetta kemur á óvart miðað við þau rök sem við vorum búin að færa í málinu. Þetta er hins vegar ekki endapunktur og ég held að það sé afskaplega fráleitt að þetta fari svona fyrir dómstólum. Nú verðum við bara að takast á fyrir rétti. Ég hefði hins vegar haldið að þeir hefðu látið sannfærast af svarbréfinu, sem var ágætt,“ segir Frosti og vísar þar til svarbréfs íslenskra stjórnvalda til stofnun- arinnar. Eftirlitsstofnun EFTA hefur það hlutverk að tryggja að Ísland, Noregur og Liechtenstein uppfylli skyldur sínar samkvæmt EES- samningnum. Tilskipun um inn- stæðutryggingar er hluti af þeim samningi og samkvæmt áliti stofn- unarinnar bar Íslandi að tryggja hverjum sparifjáreiganda 20.000 evrur í kjölfar falls Landsbankans, og útibúa hans í Bretlandi og Hol- landi, í október 2008. Það er því álit stofnunarinnar að Ísland hafi brotið gegn tilskipuninni með því að tryggja ekki greiðslu lágmarks- tryggingarinnar. Í maí 2010 var stjórnvöldum sent áminningarbréf þar sem Eftirlits- stofnunin gerði grein fyrir afstöðu sinni. Ísland svaraði bréflega í maí 2011 en stofnunin hefur nú hafnað þeim rökum sem þar komu fram. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagðist í sam- tali við Vísi ekki óttast dómstóla- leiðina. Íslendingar hefðu sterk rök í málinu og mikil samstaða hefði verið um málsvörnina. „Icesave-málið varð til vegna útrásar Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Við höfum sem þjóð og stjórnvöld reynt að takast á við málið og leysa það. Eins og staðan er í dag eru ekki aðrir kostir í stöð- unni en að sækja það með skýrum hætti gagnvart eftirlitsstofnuninni en ef hún kýs að fara með það fyrir dóm tökum við til varnar þar. Við höfum sterk og skýr rök og svo verðum við að lifa með niðurstöðu dóms,“ sagði Árni Páll í samtali við Vísi. kolbeinn@frettabladid.is Íslendingum ber að borga Eftirlitsstofnun EFTA hefur gefið út rökstutt álit um að Íslendingum beri að borga lágmarkstryggingar til eigenda innstæðureikninga Icesave. Málið fer fyrir dómstóla verði ekki greitt innan þriggja mánaða. Í yfirlýsingu frá EFTA segir: „Íslensk stjórnvöld gerðu greinarmun á inn- stæðueigendum í íslenskum útibúum og útibúum erlendis þegar gripið var til neyðarráðstafana í kjölfar bankahrunsins í október 2008. Innstæður í innlendum útibúum voru aðgengilegar þar sem þær voru fluttar í nýju bankana, þar á meðal Nýja Landsbankann. Innstæðueigendur í erlendum útibúum höfðu hins vegar ekki aðgang að reikningnum sínum og nutu ekki þeirrar lágmarksverndar sem tilskipun [EFTA] mælir fyrir um. Tilskipunin kveður á um að innstæðutryggingakerfi skuli taka til allra innstæðueigenda og heimilar þar af leiðandi ekki slíka mismunum á sparifjáreigendum. Ísland braut því gegn tilskipuninni með því að tryggja ekki greiðslu lágmarkstrygg- ingar til innstæðueigenda í Icesave.“ Ísland fær þrjá mánuði til að gera viðeigandi ráðstafanir til að fara að álitinu. Fari Ísland ekki að álitinu, getur ESA ákveðið að leggja málið fyrir EFTA-dómstólinn. Ísland braut gegn tilskipun EFTA PER SANDERUD Þolinmæði okkar er á þrotum, segir forseti Eftirlitsstofnunar EFTA. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON NEITAÐI AÐ STAÐFESTA Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, neitaði að staðfesta lögin um Icesave og þjóðin felldi þau síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL VIÐSKIPTI Breska matvörukeðjan Iceland Foods hagnaðist um 155,5 milljónir punda, jafnvirði 29 millj- arða króna, fyrir skatt í fyrra. Til samanburðar nam hagnaðurinn 135,4 milljónum punda árið 2009. Velta verslunarinnar nam 2,4 milljörðum punda í fyrra, rúmum fjögur hundruð milljörðum króna, og er það fimmtán prósenta aukn- ing á milli ára. Miðað við afkomuna má ætla að markaðsverðmæti matvörukeðj- unnar liggi á bilinu 1,2 til 1,5 millj- arðar punda, eða allt að 280 millj- arðar króna. Skilanefnd gamla Landsbankans vinnur að sölu á 67 prósenta hlut sínum í versluninni og gæti verðmæti hans þessu sam- kvæmt numið á bilinu átta hundr- uð milljónum til einum milljarði punda, allt að tæpum 190 milljörð- um króna, miðað við gengið krónu gagnvart pundi. Iceland Foods var áður að mestu í eigu Baugs Group og tengdra félaga og gjarnan líkt við gullnámu, slíkur var arðurinn af rekstri verslunar- innar. Þrotabú gamla Landsbank- ans fékk þrettán milljarða króna í arð í fyrra vegna afkomunnar árið 2009. Ekki hefur verið tekin ákvörð- un um arðgreiðslur vegna afkom- unnar í fyrra, samkvæmt upplýs- ingum Fréttablaðsins. - jab Eignarhluti skilanefndar Landsbankans í Iceland Foods 190 milljarða króna virði: Fengu 13 milljarða í arð í fyrra EIN AF 800 VERSLUNUM Rekstur Iceland Foods hefur skilað eigendum sínum vænum arði í gegnum árin. TYRKLAND Fjórir ferðamenn hafa látist og margir veikst eftir að hafa drukkið tréspíra sem fram- reiddur var sem viskí í bátsferð utan við Bodrum í Tyrklandi. Talið er að um 12 þúsund flöskur með þessum banvæna drykk séu í umferð og er nú verið að kanna hvar þeim hefur verið dreift. Fyrir tveimur árum létust þrír þýskir nemendur eftir að hafa drukkið eitrað áfengi í Tyrk- landi. Piltarnir töldu sig vera að drekka vodka en höfðu í raun drukkið tréspíra. - ibs Svikið áfengi í umferð: Fjórir ferða- menn látnir VIÐSKIPTI Bifreiðaumboðin Ingvar Helgason og Bifreiðar og land- búnaðarvélar verða mögulega auglýst til sölu í ágúst. Í fréttatilkynningu segir að Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hafi verið falinn undirbúningur á sölu BLIH ehf., sem er móður- félag fyrirtækjanna tveggja. Eigendur BLIH eftir endur- skipulagningu eru Miðengi ehf., dótturfélag Íslandsbanka, SP fjármögnun hf. og Lýsing hf. Stefnt er að því að söluferlið hefj- ist í ágúst og verður þá tilkynnt um tímasetningar og kröfur til hugsanlegra kaupenda. - þj Bifreiðaumboð til sölu: Söluferli gæti hafist í ágúst NÁTTÚRA Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að setja fjörutíu milljónir króna í landgræðslu á svæðum þar sem mikið öskufall varð í Grímsvatnagosinu. Ef ekkert verður að gert mega íbúar á þessum svæðum eiga von á öskufoki næstu mánuði. Land- græðslan lagði því til að gripið yrði til aðgerða til að draga úr öskufoki. Aðgerðirnar felast í sáningu, áburðargjöf og annars konar gróðurstyrkingu. Til viðbótar fjárveitingu stjórnvalda ætlar Landgræðslan að verja 7,5 milljónum í verk- efnið, sem hún mun sinna. - þeb Landgræðsla á gossvæðum: 40 milljónir vegna öskufoks GRÍMSVATNAGOS Ef gróður verður ekki styrktur á svæðinu er hætt við að íbúar þurfi að þola öskufok reglulega á næstu mánuðum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ertu bjartsýn/n á gengi íslenska U-21 landsliðsins á Evrópu- mótinu í Danmörku? Já 73% Nei 27% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér að biskup Íslands eigi að segja af sér eftir niðurstöður rannsóknarnefndar kirkjuþings? Segðu þína skoðun á vísir.is. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.