Fréttablaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 8
11. júní 2011 LAUGARDAGUR8
1. Hvaða íslenska sjónvarpskona
kom fram í kveðjuþætti fyrir Opruh
Winfrey í Bandaríkjunum?
2. Hve há er nýumsamin erlend
skuldabréfsútgáfa ríkisins?
3. Hverrar tegundar voru hundar
sem lögðust á fé í Eyrarbakkahreppi
á fimmtudag?
SVÖRIN
1. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. 2. Upp á
einn milljarð dala, eða sem nemur 114
milljörðum króna. 3. Þeir voru af Boxer-
kyni.
Ert þú starfsmaður á leik- eða grunnskóla og tekur laun
skv. launaflokki 119? Veistu að sveitarfélögin utan Reykjavíkur
eru að bjóða þér minni launahækkanir en öðrum?
Getur þú sætt þig við það?
Er það vilji sveitarstjórnarmanna að verðmeta störf
sumra lægra en annarra?
MISMUNUN!
Starfsgreinasamband Íslands | Sætúni 1 | 105 Reykjavík | 5626410 | sgs@sgs.is | sgs.is
LÖGREGLUMÁL Tveir karlmenn á
þrítugsaldri, sem lögreglan telur
að séu meðlimir Íslandsdeildar
Hells Angels, voru handteknir
fyrr í vikunni við iðnaðarhúsnæði
í austurborginni.
Við húsleit þar fundust rúm-
lega 120 kannabisplöntur á nokkr-
um ræktunarstigum. Það er mat
lögreglu að ræktunin, sem var
á tveimur hæðum í húsinu, hafi
verið þar í nokkurn tíma.
Við húsleitina fundust einnig
tvær haglabyssur, tvíhleypa og
hálfsjálfvirk. Búið var að sverfa
verksmiðjunúmerið af báðum
byssunum. Áhugi meðlima Hells
Angels á að safna vopnum er þó
þekktur víða um heim, að sögn
lögreglunnar. Haglabyssurnar
eru nú í skoðun.
Ýmis gögn er tengjast Hells
Angels fundust á staðnum, en
tveir aðrir karlmenn á þrítugs-
aldri sem hafa tengingu við
klúbbinn voru einnig yfirheyrðir
vegna málsins.
Rannsóknin er liður í samvinnu
lögreglustjóranna á höfuðborg-
arsvæðinu og Suðurnesjum sem
beinist gegn skipulagðri brota-
starfsemi, meðal annars þeirri
sem tengist alþjóðlegum vélhjóla-
hópum. - jss
Tveir ætlaðir meðlimir í Hells Angels handteknir með 120 kannabisplöntur:
Vélhjólamenn með haglabyssur
ORKUMÁL Ný sýning verður opnuð
almenningi í Búrfellsstöð á morg-
un en þar eru endurnýjanlegir
orkugjafar kynntir á gagnvirkan
hátt.
Í tilkynningu frá Landsvirkjun
segir að markmiðið með sýning-
unni sé bæði að skemmta gestum
og fræða þá um vinnslu og notk-
un endurnýjanlegrar orku. Gestir
geta meðal annars spreytt sig á því
að virkja vatnsfall í þar til gerðu
líkani.
Ragna Sara Jónsdóttir, forstöðu-
maður samskiptasviðs Landsvirkj-
unar, segir í samtali við Frétta-
blaðið að undirbúningur hafi staðið
frá síðasta hausti, en fyrirtækið
Gagarín hannaði sýninguna.
„Við lögðum upp með að miðla
upplýsingum á áhugaverðan og
skemmtilegan hátt. Þetta er liður
í því hjá okkur í Landsvirkjun að
opna fyrirtækið enn frekar og
stuðla bæði að gagnsæi og aukinni
umfjöllun um orkumál almennt.“
Um eins og hálfs tíma akstur er
upp að Búrfellsstöð frá Reykjavík
en Ragna Sara segist fullviss um
að margir eigi eftir að leggja leið
sína á sýninguna, enda sé margt
skemmtilegt hægt að gera og sjá í
nágrenni virkjunarinnar. - þj
Ný gagnvirk orkusýning Landsvirkjunar í Búrfellsstöð opnar á morgun:
Sambland af fræðslu og fróðleik
FRÓÐLEGT Á sýningunni í Búrfellsstöð má meðal annars sjá þetta líkan af virkjuninni.
MYND/LANDSVIRKJUN
TVÆR BYSSUR Byssurnar sem teknar
voru. Lögreglan rannsakar nú uppruna
þeirra.
DÓMSMÁL „Við erum dæmd fyrir
skattalagabrot sem aldrei voru
framin af ásetningi heldur vegna
vanrækslu og afglapa löggilts
endurskoðanda sem við treystum,“
segir Ingvi Hrafn Jónsson, sjón-
varpsstjóri ÍNN.
Ingvi var í gær dæmdur í
hálfs árs skilorðsbundið fangelsi
fyrir skattsvik við rekstur fyrir-
tækisins Langárveiða. Hann var
jafnframt dæmdur til að greiða
fimmtán milljónir króna í sekt.
Eiginkona hans hlaut þriggja mán-
aða skilorðsbundinn dóm og til að
greiða átta milljóna króna sekt.
„Við berum ábyrgð á þessu,
þannig eru lög landsins. Við erum
búin að eyða langleiðinni í tíu
milljónir króna í að sortera úr
óreiðunni og eigum enga peninga
til að áfrýja,“ segir Ingvi Hrafn.
Dómurinn muni því standa. - sh
Ingvi Hrafn og frú á skilorð:
Eiga ekki fyrir
áfrýjun málsins
AUSTURRÍKI Austurríska ríkið vill
selja tvo fjallstinda í Ölpunum
fyrir sem samsvarar um 20 millj-
ónum íslenskra króna. Bæði fjöll-
in, Grosser Kinigar sem er 2.690
m hátt og Rosskopf sem er 2.600
m, eru við landamæri Ítalíu.
Josef Ausserlechner, bæjar-
stjóri í bænum Kartitisch sem er
við rætur þessara fjalla, bendir
á að Grikkir selji eyjarnar sínar.
Yfirvöld í Kartitisch hafa áhuga á
að bjóða í tindana. Bæjarstjórinn
hefur þó ekki áhuga á að greiða
nema lítið brot af upphæðinni. - ibs
Austurríki í söluhugleiðingum:
Alpatindar aug-
lýstir til sölu
WASHINGTON Hillary Clinton, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna,
hefur hug á að verða yfirmaður
Alþjóðabank-
ans. Heimildar-
menn frétta-
stofu AFP segja
hana hafa rætt
við embættis-
menn í Hvíta
húsinu um
afsögn sína á
næsta ári. Emb-
ættismenn í
Washington segja að Hillary Clin-
ton hafi ekki rætt við neinn í Hvíta
húsinu né nokkurn annan um að
gerast yfirmaður Alþjóðabankans.
„Hún hefur alls engan áhuga á
starfinu og myndi ekki taka því
þótt það byðist,“ sagði Philippe
Reines, náinn samstarfsmaður
Obama forseta. - ibs
Clinton sögð íhuga afsögn:
Sögð vilja í Al-
þjóðabankann
HILLARY CLINTON
VEISTU SVARIÐ?