Fréttablaðið - 11.06.2011, Page 10
11. júní 2011 LAUGARDAGUR10
Rannsóknarnefnd þjóðkirkjunnar
telur að Karli Sigurbjörnssyni og
öðrum vígðum þjónum kirkjunnar
hafi orðið á mistök í starfi er ásak-
anir á hendur Ólafi Skúlasyni bisk-
upi komu fram árið 1996 og 2009.
Rannsóknarnefnd þjóðkirkjunnar hefur lokið
störfum og gefið út ítarlega skýrslu þar sem
biskupsmálið er rakið og viðbrögð kirkjunn-
ar tilgreind. Þá leggur nefndin fram tillögur
um úrbætur í starfsháttum kirkjunnar sem
verða teknar fyrir á kirkjuþingi á þriðjudag.
„Það er niðurstaða rannsóknarnefndarinn-
ar að ýmislegt hafi farið úrskeiðis [er varðar
viðbrögð kirkjunnar við ásökunum á hendur
leiðtoga hennar] og mistök verið gerð. Þótt
þær aðstæður sem prestar og aðrir starfs-
menn kirkjunnar stóðu frammi fyrir á árinu
1996 hafi vissulega verið mjög erfiðar ein-
kenndust vinnubrögð þeirra af ráðaleysi og
skorti á faglegum og vönduðum vinnubrögð-
um. Þessi almenna ályktun á einnig við um
viðbrögð kirkjunnar á árunum 2008 til 2010
þegar málið var aftur til meðferðar á vett-
vangi hennar.“
Rannsóknarnefnd kirkjuþings var kjör-
in til að rannsaka viðbrögð og starfshætti
vígðra þjóna og annarra starfsmanna þjóð-
kirkjunnar vegna ásakana dóttur Ólafs, Guð-
rúnar Ebbu Ólafsdóttur, Sigrúnar Pálínu
Ingvars dóttur, Dagbjartar Guðmundsdóttur
og Stefaníu Þorgrímsdóttur á hendur biskupi
um kynferðisbrot.
Biskup Íslands gerði mistök
Róbert R. Spanó, formaður rannsóknarnefnd-
arinnar, segir Karl Sigurbjörnsson hafa gert
mistök í starfi sínu í tvígang. Fyrst árið 1996
þegar hann tók að sér sálgæslu- og sáttahlut-
verk á milli Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur
og Ólafs Skúlasonar, þegar hann hafði komið
að málinu persónulega daginn áður á vett-
vangi kirkjuráðs.
Síðan hafi ýmis mistök verið gerð af hálfu
kirkjunnar þegar mál Guðrúnar Ebbu Ólafs-
dóttur kom inn á borð Biskupsstofu í mars
árið 2009. Það eru talin ámælisverð vinnu-
brögð að leysa ekki úr máli Guðrúnar Ebbu
heldur láta hana bíða í rúmt ár eftir viðbrögð-
um. Það sé ótvíræð niðurstaða nefndarinnar
að Karl Sigurbjörnsson hafi sem biskup og
forseti kirkjuráðs borið ábyrgð á þeim mis-
tökum.
Rannsóknarnefndin sendi Karli Sigur-
björnssyni bréf í apríl þar sem honum var
gefinn kostur á að svara fyrir sig. Í svari
hafnar biskup að hafa gert mistök í starfi
sínu, hvort sem var árið 1996 í máli Sigrúnar
Pálínu eða árið 2009 þegar Guðrún Ebba bað
um áheyrn kirkjuráðs á Biskupsstofu.
Biskup segir þó í svari sínu að eftir á að
hyggja hafi verið umdeilanlegt hvort rétt
hafi verið staðið að málum þegar kirkjuráð
ákvað að gefa út yfirlýsingu þar sem biskupi
var sýndur stuðningur.
„Ég tel mikilvægt að litið sé til þeirra erf-
iðu og fordæmislausu aðstæðna sem uppi
voru um þetta leyti,“ segir Karl í svari sínu.
„Mikill þrýstingur var af hálfu biskups og
annarra kirkjuráðsmanna að kirkjuráð gæfi
út yfirlýsingu vegna þess fárs sem geisaði í
kringum málið.“
Ólafur Skúlason fór fram á það við kirkju-
ráð og prófasta að gefin yrði út stuðningsyfir-
lýsing þar sem ásökununum yrði lýst sem
áburði á hendur honum og hann væri saklaus
af. Í framburði Karls fyrir rannsóknarnefnd-
inni sagði hann að ræða Ólafs yfir kirkjuráði
hefði verið „mjög tilfinningaþrungin,“ og
„mjög erfitt að sitja undir,“ að því er fram
kemur í skýrslunni, þar sem einnig er sér-
staklega tekið fram að ljóst sé að Ólafur
Skúlason hafi haft mikinn og ráðandi pers-
ónuleika og áhrif hans á samstarfsmenn sína
hafi verið mikil.
Fleiri prestar harðlega gagnrýndir
Nefndin telur að ekki leiki nokkur vafi á því
að meta beri framgöngu einstakra presta í
málinu árið 1996 í því ljósi að ásakanirnar
beindust að æðsta yfirmanni þeirra. Ólafur
hafði veruleg áhrif á samstarfsmenn sína og
það liggi einnig ótvírætt fyrir að hann hafi
sjálfur gerst sekur um trúnaðarbrot við með-
ferð málsins.
Þá gerir nefndin sérstaklega athugasemdir
við ákvörðun Baldurs Kristjánssonar, vara-
formanns stjórnar Prestafélags Íslands,
sem á sama tíma gegndi starfi biskupsrit-
ara og vann því náið með biskupi, að sitja
áfram fundi stjórnarinnar þar sem erindi
kvennanna voru til umfjöllunar. Grunsemd-
ir hafi verið uppi um að upplýsingum hafi
verið lekið til biskups af hálfu stjórnarmanna
í félaginu, en þetta hefur nefndin ekki feng-
ið staðfest. Þá hefði stjórnin einnig átt að
krefjast þess tafarlaust að Baldur viki sæti
á meðan málin voru til umfjöllunar.
Gerðar eru athugasemdir við aðkomu Vig-
fúsar Þórs Árnasonar að stuðningsyfirlýs-
ingu við Ólaf Skúlason. Er það gert í ljósi
þess að Vigfús hafði nokkrum mánuðum áður
gerst sálusorgari Sigrúnar Pálu og hlýtt á
frásögn hennar um að biskup hafði beitt hana
ofbeldi. Hafi hann því ekki hugað að skyldum
sínum gagnvart skjólstæðingi sínum með því
að styðja biskup í kjölfarið.
Stjórn Prestafélags Íslands er gagnrýnd
í skýrslu nefndarinnar, sem telur hana hafa
vanrækt hlutverk sitt samkvæmt lögum og
siðareglum félagsins í framhaldi af máli
Sigrúnar Pálínu. Geir Waage var formaður
Prestafélagsins árið 1996. Hann mótmæl-
ir því að mistök eða vanræksla hafi átt sér
stað af hálfu stjórnarinnar í andmælabréfi
til nefndarinnar.
Biskup tjáir sig ekki
Karl Sigurbjörnsson biskup vill ekkert tjá
sig við fjölmiðla um niðurstöður skýrslunn-
ar. Ekki hefur verið hægt að ná í hann þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir. Starfsfólk Biskups-
stofu segir Karl farinn úr bænum til að fá ró
og næði til að fara yfir skýrsluna og muni
fyrst tjá sig um efni hennar á kirkjuþingi 14.
júní næstkomandi þar sem innihald hennar
verður tekið fyrir.
FRÉTTASKÝRING: Niðurstöður rannsóknarnefndar um viðbrögð starfsmanna þjóðkirkjunnar
Rannsóknarnefndin telur að þeir
kirkjunnar menn sem stóðu að
yfirlýsingu kirkjuráðsins, þar
sem lýst er stuðningi við Ólaf
Skúlason í mars árið 1996, hafi
gert alvarleg mistök með því að
gefa hana út opinberlega á þeim
tíma. Þá telur nefndin Prófasta-
félag Íslands, sem einnig birti
stuðningsyfirlýsingu í sama
mánuði, hafa með því einnig gert
alvarleg mistök og yfirlýsingin sé
talin tilraun til þöggunar.
Þeir sem eftirlifandi eru og
áttu sæti í kirkjuráði árið 1996
eru Karl Sigurbjörnsson biskup
og Helgi K. Hjálmarsson.
Þeir sem eftirlifandi eru og
stóðu að yfirlýsingu Prófastafé-
lags Íslands árið 1996 eru: Baldur
Vilhelmsson, Björn Jónsson, Dalla
Þórðardóttir, Davíð Baldursson,
Flosi Magnússon, Guðmundur
Þorsteinsson, Guðni Þór Ólafsson,
Ingiberg H. Hannesson, Sigurjón
Einarsson, Sváfnir Sveinbjarnar-
son og Örn Friðriksson.
Allir prófastar fengu send and-
mælabréf. Í svari Arnar Frið-
rikssonar, kemur meðal annars
fram að hann trúi ekki einu orði
sem komi frá konunum sem ásaka
Ólaf. Framburður þeirra hafi
verið ótrúverðugur og þær hafi
sennilega verið að bera biskup
sökum til þess að fá út úr honum
peninga.
„Það er þekkt staðreynd, að
stundum ljúga konur í slíkum
málum, og hefi ég persónulega
orðið fyrir slíku,“ segir í svari
hans. Varðandi Ólaf Skúlason
segir Örn:
„Það er athyglisvert, hvað Ólaf-
ur, þessi stóri og glæsilegi maður
virðist hafa verið klaufskur í
þessum málum. Árangurslausar
tilraunir við ótal konur – og meira
að segja ekki alltaf svo sérstak-
lega eftirsóknarverðar, að því er
manni sýnist.“
Telja kirkjuráð og prófasta hafa gert alvarleg mistök með yfirlýsingum sínum:
Yfirlýsing tilraun til þöggunar
„Mér finnst rétt að biskupinn íhugi stöðu
sína eftir þessa skýrslu og mér finnst
mikilvægt að heyra hvað
hann hefur að segja um
þetta mál,“ segir Sigríður
Guðmarsdóttir, sóknar-
prestur í Reykjavík. Hún
segir boltann nú vera hjá
biskupi og öðrum þeim
sem nefndin telur að
hafi gert mistök í ferlinu.
„Skýrslan er mikil að
vöxtum og það liggur
ljóst fyrir að það var
þörf á þessari vinnu.
Ég er mjög slegin yfir efni hennar og finnst
hún marka ákveðin tímamót,“ segir Sigríður.
„Þarna er mikið efni, bæði gott og skelfilegt.“
Sigríður hefur hugsað sér að tjá sig um
efni skýrslunnar á næstu dögum.
Biskup íhugi stöðu sína
SIGRÍÐUR
GUÐMARSDÓTTIR
„Sumpartinn finnst mér eins og nefndin hafi komið
með sápu og vatn og svo er það okkar að þvo
málið,“ segir Gunnar Rúnar Matthíasson, formaður
fagráðs þjóðkirkjunnar um kynferðisbrot. „Mér
þótti mikið til vinnu hennar koma.“
Gunnar Rúnar segir skýrslu rannsóknarnefndar-
innar mjög vel unnið skjal. Nefndin hafi fengið
send öll þau gögn fagráðsins sem hún bað um
og telur hann að hún hafi komið með réttmætar
ábendingar til ráðsins í skýrslunni.
„Þau sáu allt sem við höfum gert og fengu
send gögn. Þau fengu yfirsýn yfir það hvernig við
vinnum og hvernig við mótum, þróum og þrosk-
um störf okkar,“ segir Gunnar Rúnar og telur að
þær ábendingar sem fagráðið fékk í skýrslunni
hafi verið réttmætar. Það snýr meðal annars að
málefnum Guðrúnar Ebbu árið 2009.
„Það er greinilega margt sem má betur fara.
Við tökum þessum ábendingum sem þarna eru.
Annað væri bara heimska,“ segir formaður fagráðs þjóðkirkjunnar.
Afar ánægður með skýrsluna
Vígðum þjónum kirkjunnar urðu
á alvarleg mistök í biskupsmálinu
KIRKJAN BRÁST Rannsóknarnefndin, þau Þorgeir Ingi Njálsson, Róbert R. Spanó og Berglind Guðmundsdóttir, gerðu grein fyrir helstu niðurstöðum rannsóknar-
nefndarinnar. Skýrslan er rúmlega 330 blaðsíður og hefur nefndin verið að störfum síðan í nóvember á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Sunna
Valgerðardóttir
sunna@frettabladid.is
Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, eitt fórnarlamba
Ólafs Skúlasonar, vill að Karl Sigurbjörnsson
segi af sér sem biskup, að því er fram kom í
fréttum RÚV í gærkvöld. Hún hefur ráðið lög-
mann sem undirbýr málsókn meðal annars
á hendur Karli, sem gæti hlaupið á tugum
milljóna.
Undirbýr málsókn