Fréttablaðið - 11.06.2011, Page 16
16 11. júní 2011 LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
F
erðahelgin mikla, hvítasunnuhelgin, er gengin í garð
með tilheyrandi ferðalögum landsmanna. Umferð um
þjóðvegi landsins verður þó ef að líkum lætur ekki eins
mikil og í fyrra, að minnsta kosti ekki ef hún verður í
takti við þá þróun sem verið hefur það sem af er árinu.
Umferðin nú í maí var tíu prósentum minni en í maí í fyrra,
sem er þrisvar sinnum meiri samdráttur á umferð en mest hefur
áður orðið. Vegagerðin spáir því að níu prósentum færri bílum
verði ekið um vegi landsins á þessu ári en í fyrra. Umferðartöl-
urnar verða þá á pari við það sem þær voru árið 2005. Frá þessu
var greint í fréttum á dögunum og flestir ef ekki allir sem tjáðu
sig um efnið töldu samdrátt
umferðar hin mestu ótíðindi.
Það er auðvitað verulega leitt
ef íslenskar fjölskyldur veigra
sér við að halda til fundar við
land sitt, náttúru og fjölskyldu í
öðrum landshlutum vegna þess
að eldsneytiskostnaður reynist
of þungur. Tæplega fjórtán
prósentum minni umferð fyrstu
helgina í júní en um sömu helgi í fyrra bendir til að sú sé að ein-
hverju leyti raunin. Sé rýnt í tölurnar kemur í ljós að samdráttur
er meiri á laugardeginum en föstudegi og sunnudegi, sem bendir til
að fólk leggi síður land undir fót í styttri helgarferðir. Fólk virðist
sem sagt fremur hika við að skreppa um langan veg í stuttan tíma.
Það er líka bagalegt ef verslun dregst saman í nágrannabyggð-
um höfuðborgarsvæðisins vegna fækkandi ferða höfuðborgarbúa
út á land, eins og fram kom í fréttum á dögunum. Á hitt er þó að
líta að umferð er ekki eingöngu frá höfuðborgarsvæðinu og út
á land heldur líka á hinn veginn. Þannig má leiða að því líkur
að verslun í heimabyggð úti á landi aukist eitthvað á móti færri
íbúum af höfuðborgarsvæðinu sem þar versla.
Tölur um umferð á vegum eru byggðar á talningu ökutækja,
ekki farþega. Þótt líklegt sé að fækkun farartækja leiði til fækk-
unar fólks sem fer milli staða er sú fækkun ekki jafnmikil og
fækkun ökutækjanna. Má ekki hugsa sér að fleiri noti almenn-
ingssamgöngur en áður og að færst hafi í vöxt að fólk sem fer
milli byggðarlaga sameinist í bíla? Ekki eru það vondar fréttir.
Færri ökutæki þýða hins vegar afdráttarlaust minni eldsneytis-
notkun, sem aftur þýðir ekki bara minni útblástursmengun held-
ur einnig minni gjaldeyrisnotkun. Minni umferð um vegi stuðlar
þannig beint að hagstæðari greiðslujöfnuði. Færri ökutæki þýða
líka minna slit á vegum, sem þýðir ekki bara minni svifryks-
mengun heldur einnig minni kostnað við viðhald vega.
Þá er ótalið að minni umferð dregur áreiðanlega úr umferðar-
slysum með öllu sem þeim tilheyrir, minni harmi og miska og
minni kostnaði fyrir þá sem fyrir slysunum verða og samfélagið
allt.
Allar breytingar hafa bæði kosti og galla, auk þess sem
breyting sem einum finnst vera til góðs getur öðrum þótt vera
til tjóns. Fækkun bíla á vegum hefur þannig í för með sér tiltekna
galla en um leið einnig kosti.
Þannig er einnig um minnkandi umferð á vegum. Hún hefur
nefnilega ýmsa kosti í för með sér, sem vega jafnvel þyngra en
gallarnir.
SKOÐUN
Steinunn
Stefánsdóttir
steinunn@frettabladid.is
SPOTTIÐ
ÞORSTEINN
PÁLSSON
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Minnkandi umferð á vegum:
Gott eða slæmt?
Stundum snúast vopnin í höndum þeirra sem beita þeim. Birtingarmynd tveggja slíkra atburða
kom fram í vikunni sem er að líða.
Þannig falla pólitísku málaferlin
gegn Geir Haarde í grýttan jarð-
veg og forsætisráðherra hefur
verið svikinn um gleðina yfir því
að kollvarpa stjórnkerfi fiskveiða.
Forystumenn VG og sumir sam-
fylkingarmenn mátu hugarvíl
þjóðarinnar eftir hrunið á þann
veg að óhætt væri að færa ákvarð-
anir um pólitíska ábyrgð frá fólk-
inu inn á borð dómstóla. Þegar á
hólminn var
komið náðu þeir
aðei ns sa m-
komulagi um
að ákæra Geir
Haarde einan
úr hópi þeirra
tólf sem báru
pólitíska ábyrgð
í síðustu ríkis-
stjórn. Ákæran
var þannig nið-
urstaða í póli-
tískum hrossakaupum.
Nú fá forystumenn málaferl-
anna vindinn í fangið af því að
almenningur virðist vilja halda
sig við það grundvallaratriði lýð-
ræðisskipulagsins að stjórnmála-
menn sæti pólitískri ábyrgð vegna
skoðana sinna en ekki refsiábyrgð.
Ákærendurnir höfðu vænst þess
að geta baðað sig í sviðsljósi póli-
tísks uppgjörs með réttarhöldum
og aukið með því hróður sinn. Í
staðinn fara þeir með veggjum eða
þvo hendur sínar hver sem betur
getur.
Ástæðan fyrir vonbrigðum
þeirra er einföld: Þeir skynjuðu
ekki hvar mörkin liggja milli lýð-
ræðis og gerræðis.
Gleðisvik
Viðbrögðin við sjávarút-vegsfrumvörpunum eru að sínu leyti athyglis-verðari. Stjórnarflokk-
arnir hafa barist gegn markaðs-
skipulagi í sjávarútvegi frá þeim
degi að þeir lögleiddu það sjálfir
árið 1990. Andstaðan hefur birst
í fullyrðingum um ranglæti. Þeir
hafa boðað réttlæti. Andstaðan
hefur einnig birst í staðhæfingum
um að auðlindinni hafi verið stol-
ið. Þeir hafa lofað að færa þjóðinni
hana aftur.
Stjórnarflokkarnir höfðu tutt-
ugu ár til að koma hugmyndum
sínum um stjórn fiskveiða í laga-
búning. Þegar tvær vikur voru
eftir af þinghaldi eftir tveggja
ára setu í ríkisstjórn tókst þeim
að leggja fram tvö frumvörp, eitt
fyrir hvorn stjórnarflokk, með
fyrirvörum nær allra stuðnings-
manna stjórnarinnar. Krafa for-
sætisráðherra til Alþingis var
sú að frumvörpin yrðu rædd og
afgreidd áður en vinnuhópur hag-
fræðinga, sem skoðar efnahagsleg
áhrif þeirra, hefði tök á að birta
niðurstöður sínar.
Til að mæta kröfum um vand-
aðan undirbúning lagafrumvarpa
og málefnalegar umræður var rétt
að byrja á hagfræðilegri skoð-
un málsins. Síðan átti að semja
frumvarp um þá leið sem þjónaði
almannahagsmunum best. Þessu
sneri forsætisráðherra við og vildi
hvorki að Alþingi né almenningur
fengi að sjá hagfræðingaálitið fyrr
en búið væri að samþykkja lögin.
Nú eftir tuttugu ár liggur loks
fyrir hvernig efna á loforðin um
réttlæti í sjávarútvegi. Hver eru
þá viðbrögð almennings? Fáir sjá
réttlætið og enginn mælir úrræð-
unum bót; jafnvel ekki stærstu
samtök almannahagsmuna í land-
inu eins og ASÍ. Þegar kemur að
efndum réttlætisloforðanna er
þverstæðan sú að stjórnin fær ekki
byr í seglin eins og hún hafði eðli-
lega vænst. Hvernig í ósköpunum
stendur á því?
Hvernig í ósköpunum?
Svarið liggur í frumvörpun-um sjálfum. Þau fela í sér brotthvarf frá markaðs-lögmálum og ákveða inn-
leiðingu pólitískrar miðstýringar.
Það er leiðin að því raunverulega
markmiði, sem bjó að baki réttlæt-
isloforðunum, að fjölga í samtök-
um útvegsmanna og smábátasjó-
manna. Nýliðun er það kallað þó
að í flestum tilvikum sé um þá að
ræða sem áður höfðu verið keypt-
ir út úr greininni í hagræðingar-
skyni.
Þegar öllu er á botninn hvolft
á að efna loforð um réttlæti með
sérhagsmunagæslu fyrir þá sem
vilja koma aftur inn í atvinnu-
greinina. Þessi sérhagsmunagæsla
kemur niður á hagkvæmni í stórum
útgerðarrekstri sem smáum. Hag-
fræðingur ASÍ hefur bent á að
kostnaðurinn bitnar á almenningi
með lægra gengi krónunnar. Þetta
var hins vegar aldrei sagt.
Framsóknarmenn kúventu sjáv-
arútvegsstefnu sinni í þágu sér-
hagsmuna fyrir nýja útgerðar-
menn. Utanríkisráðherra heillaðist
svo af þessum kollhnís að hann
gleymdi sem snöggvast að þeir
skuthverfðu líka í Evrópumálum
og vill nú ólmur fá þá að ríkis-
stjórnarborðinu. Sjálfstæðisflokk-
urinn situr einn eftir sem mál-
svari þeirra almannahagsmuna að
stjórnkerfi fiskveiða knýi atvinnu-
greinina til mestrar mögulegrar
arðsemi. Án arðsemi er engin auðs-
uppspretta, enginn skattstofn og
engin Evrópusambandsaðild.
Vandi stjórnarflokkanna er sá
að þeir lofuðu í stjórnarandstöðu
að fjölga útgerðum án þess að það
kæmi niður á hagkvæmni í þágu
þjóðarbúsins. Nú standa þeir and-
spænis gagnstæðum veruleika.
Vonbrigði þeirra með viðtökur
almennings eiga einmitt rætur í
því að þeir sögðu aldrei satt. Af
því má læra.
Vandinn við að segja ekki satt
Meiri Vísir.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Meira sjónvarp,
meira útvarp,
meiri fréttir,
meiri upplýsingar,
meiri umræða,
meira líf,
meiri íþróttir,
meiri virkni,
meira úrval.
Þú færð meira af öllu á Vísi.
Fylgstu með Pepsideildinni í Boltavaktinni á Vísi. Beinar textalýsingar allra leikja,
útvarpslýsing á leik í hverri umferð í Boltavarpinu og umfjöllun strax að loknum leik.
Myndbönd með viðtölum öll mörkin í sjónvarpi Vísis.
Vertu á Boltavaktinni með Vísi í sumar.