Fréttablaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 18
18 11. júní 2011 LAUGARDAGUR Stjórnvöld hafa ákveðið að verja rúmum átta milljörðum króna á þessu ári til að hækka bætur almannatrygginga og atvinnuleysisbætur. Þetta er í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að líf- eyrisþegar og atvinnuleitendur skuli njóta hliðstæðra kjarabóta og samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði. Fyrir átta milljarða króna er unnt að bæta umtalsvert kjör þeirra sem minnst hafa og draga úr fátækt. Það er markmið- ið með þessum aðgerðum stjórnvalda þar sem hækkanir verða mestar hjá þeim tekju- lægstu í hópi lífeyris- og bótaþega. 12.000 króna hækkun atvinnuleysisbóta og lágmarkstryggingar lífeyrisþega Grunnlífeyrir, aldurstengd örorkuuppbót, tekjutrygging og heimilisuppbót hækka um 8,1% frá 1. júní 2011. Með þessu móti hækk- ar lágmarkstrygging þeirra sem hafa engar tekjur aðrar en bætur almannatrygginga um 12.000 krónur. Eftir hækkunina eru lífeyris- þega sem býr einn tryggðar 196.000 krón- ur á mánuði en sá sem býr með öðrum fær 169.000 krónur á mánuði. Grunnatvinnuleys- isbætur hækka einnig um 12.000 krónur í tæpar 162.000 krónur á mánuði. Auk framantalinna bótaflokka hækkar endurhæfingarlífeyrir, barnalífeyrir, upp- bót á lífeyri og sérstök uppbót til fram- færslu, vasapeningar og örorkustyrkur um 8,1%. Sama máli gegnir um mæðra- og feðralaun, umönnunargreiðslur, maka- og umönnunarbætur, barnalífeyri vegna menntunar, dánarbætur, foreldragreiðslur, fæðingarstyrk og ættleiðingarstyrk. 50.000 króna eingreiðsla í júní og uppbót í desember Lífeyrisþegar sem fengu greiddan lífeyri einhvern tíma á tímabilinu 1. mars til 31. maí 2011 fá 50.000 króna eingreiðslu í júní. Sama gildir um atvinnuleitendur sem eru að fullu tryggðir í atvinnuleysisbótakerf- inu og hafa staðfest atvinnuleit á tíma- bilinu 20. febrúar til 19. maí síðastliðinn. Hafi atvinnuleitendur ekki fullan bótarétt er eingreiðslan reiknuð í hlutfalli við það en verður þó aldrei lægri en 12.500 krón- ur. Eingreiðslurnar svara til eingreiðslu til launafólks samkvæmt kjarasamningum. Desemberuppbót elli- og örorkulífeyris- þega hækkar úr 30% í 42% af tekjutrygg- ingu og heimilisuppbót. Hækkunin nemur rúmum 15.000 krónum og verður desemb- eruppbótin um 52.500 krónur hjá lífeyris- þegum. Atvinnuleitendum var í fyrsta sinn greidd desemberuppbót á liðnu ári. Hún hefur nú verið bundin í lög og verður í desember 2011 rúmar 63.000 krónur að meðtalinni 15.000 króna eingreiðslu. Orlofsuppbót lífeyrisþega Orlofsuppbót til elli- og örorkulífeyrisþega hækkar úr 20% í 28,3% af tekjutryggingu og heimilisuppbót eða sem svarar 10.000 krónum og verður rúmar 34.000 krónur. Hjá þeim sem eru ekki með heimilisupp- bót hækkar orlofsuppbótin að hámarki um 7.700 krónur. Bensínstyrkur hækkar og skerðir ekki lágmarkstryggingu lífeyrisþega Uppbót vegna reksturs á bíl (bensínstyrk- ur) hækkar um 8,1%. Til þessa hefur upp- bótin dregist frá þeirri upphæð sem lögð er til grundvallar lágmarkstryggingu líf- eyrisþega. Með breytingunum nú hættir hún að skerða lágmarkstrygginguna líkt og gildir um aðrar uppbætur sem greiddar eru fólki til að mæta kostnaði, til dæmis vegna sjúkra- og lyfjakostnaðar. Staða hinna tekjulægstu varin Haustið 2008 setti forveri minn, Jóhanna Sigurðardóttir þáverandi félagsmálaráð- herra, reglugerð sem tryggði lágmarks- tryggingu á lífeyrisgreiðslur sem var þá 150.000 krónur á mánuði hjá einstakling- um. Með þessu varð grundvallarbreyting á stöðu tekjulægstu lífeyrisþeganna í sam- anburði við lægstu laun á vinnumarkaði og var lágmarkslífeyrir nú orðinn hærri í hlut- falli af lægstu launum en hann hafði verið í þrettán ár. Stjórnvöld hafa síðustu misseri lagt sér- staka áherslu á að verja stöðu þeirra tekju- lægstu í hópi lífeyrisþega. Lágmarks- trygging lífeyris var hækkuð um 20% í janúar 2009 sem fór þá í 180.000 krónur, aftur varð hækkun um 2,3% 1. janúar 2010 og með hækkununum nú fer hún í rúmar 196.000 krónur á mánuði hjá einstaklingum sem búa einir. Á myndinni sést hvernig lágmarkstrygg- ing einhleypra lífeyrisþega hefur þróast sem hlutfall af lægstu launum síðastliðin tíu ár. Þáttaskil urðu í ársbyrjun 2009 þegar hlutfall þessara greiðslna fór í 115% miðað við lægstu laun og hafði þá aldrei verið hærra. Með þeim breytingum sem nú eru gerðar á lífeyrisgreiðslum helst hlut- fall þeirra enn vel yfir lágmarkslaunum á almennum vinnumarkaði. Elli- og örorkulífeyrisþegar eru stór hópur landsmanna, rúmlega 40.000 manns. Aðstæður innan hópsins eru mismunandi. Margir eru ágætlega settir en hluti hópsins stendur verr og á erfitt með að ná endum saman. Stefna stjórnvalda hefur verið sú að styðja sérstaklega við þá sem lökust hafa kjörin og verður haldið áfram á þeirri braut, enda brýnt á þessum tímum þegar minna er til skiptanna en áður og mikil- vægt að auka jöfnuð í samfélaginu. Átta milljarðar til hækkunar lífeyris og bóta í velferðarkerfinu Hækkun bóta Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra Lágmarkstrygging einhleypra lífeyrisþega sem hlutfall af lægstu launum (með eingreiðslu) Stjórnvöld hafa síðustu misseri lagt sérstaka áherslu á að verja stöðu þeirra tekjulægstu í hópi lífeyrisþega. ÍS L E N S K A /S IA .I S /P O R 5 53 58 0 6/ 11 www.harpa.is Miðasala á harpa.is, midi.is og í miðasölu Hörpu frá kl. 10-18 á virkum dögum og kl. 12-18 um helgar. Miðasölusíminn er 528 5050 og er opinn frá kl. 10-18 eða fram að viðburðum. Heimspíanistar í Hörpu – opnunartónleikar 8. júlí kl. 20.00 Píanókonsert nr. 4 í G-dúr op. 58 eftir Beethoven Einleikari: Maria João Pires Stjórnandi: Maxim Vengerov Hljómsveit: St. Christopher Einleikstónleikar – Maria João Pires 10. júlí kl. 20.00 Sónata nr. 6 og Silungakvintettinn í A-dúr op. 114 eftir Schubert Maria João Pires heldur aðeins fáa einleikstónleika árlega og er þetta því einstakt tækifæri til að upplifa flutning eins virtasta píanóleikara samtímans í Hörpu. TÓN LISTA R- OG RÁÐST EFN U H ÚSIÐ Í REYKJAVÍK MARIA JOÃO PIRES OG MAXIM VENGEROV TÓNLISTARVIÐBURÐIR Á HEIMSMÆLIKVARÐA SALA HEFST Í DAG KL. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.