Fréttablaðið - 11.06.2011, Side 20

Fréttablaðið - 11.06.2011, Side 20
20 11. júní 2011 LAUGARDAGUR Ég hef áður stungið niður penna af þessu tilefni og finn mig enn á ný knúinn til þess að benda á hversu fráleitt það er fyrir okkur sem erum að reyna að byggja upp ferðaþjónustuna á Íslandi að leggja framtíð henn- ar aftur og aftur að veði með vinnudeilum eða verkföllum á viðkvæmasta tíma. Við störfum í ungri grein og áfangastaðurinn Ísland á í svo harðri samkeppni um hylli ferðamanna á alþjóðamarkaði að það er augljóslega andstætt hagsmunum okkar allra að setja ferðalög tuga eða hundr- aða þúsunda gesta okkar í upp- nám þegar síst skyldi. Sölu- aðilar erlendis hafa miklar áhyggjur af verkfallsaðgerðum – því enginn vill verða fastur af þeim sökum fjarri heimaslóð – og beina ferðamönnum sínum annað. Starfsfólk í ferðaþjónustu- greinum, og þar á meðal í flug- inu, á að sjálfsögðu að standa vörð um réttindi sín og öll vilj- um við fá hærri laun. Í samfé- lagi okkar hafa verið settar leik- reglur um kjarabaráttunna og verkfallsrétturinn er þar ákveð- inn grundvöllur. Sá réttur hefur hins vegar snúist upp í algjöra andstæðu sína þegar hann er nýttur af fremur þröngum hópi fólks með góð laun, eins og flugvirkjum, til þess að knýja fram kaup- hækkanir umfram þá sem verr standa. Og vegna lykilstöðu þeirra í ferðaþjónustunni geta þeir með verkfallsaðgerðum valdið stórum hópi almennra launþega skaða vegna tapaðra viðskipta ferðamanna. Verkfall fárra dregur þannig úr tekju- möguleikum margra. Það bitnar helst á þeim sem enga aðkomu hafa að málinu. Ég veit að nú eiga flugmenn og flugfreyjur einnig eftir að semja um sínar launahækkanir og mig hryllir við tilhugsuninni um fleiri verkföll og verkfalls- hótanir í sumar, umræður í fjöl- miðlum hér heima og erlendis um niðurfellingu flugs, seinkan- ir, strandaglópa og tjónakröfur. Það bara má ekki verða. Ferða- sumarið í fyrra rétt bjargaðist fyrir horn, en varð vegna eld- gossins ekki eins og vonir stóðu til. Við megum ekki við áföllum í sumar. Ég trúi því ekki á félaga okkar í þessum atvinnuvegi að þeir sjái þessa viðkvæmu stöðu sem tæki- færi til þess að ná fram ýtrustu kröfum sínum með því að hóta aftur og aftur stöðvun flugsins. Ég skora á flugstéttirnar að sýna sanngirni og vera samstiga okkur hinum í greininni í því að láta þetta ferðasumar ganga eins og best verður á kosið og skapa þannig öllum í greininni góða afkomumöguleika. Starfsfólk í ferðaþjónustugreinum, og þar á meðal í fluginu, á að sjálfsögðu að standa vörð um réttindi sín og öll viljum við fá hærri laun. Ekki fleiri verkföll í sumar, takk Í byrjun maí var ritað undir alls-herjarsamkomulag á vinnu- markaði. Vörpuðu margir önd- inni léttar, enda var hætta á ófriði ella. Síðan hafa tekist samning- ar milli sífellt fleiri hópa launa- fólks og atvinnurekenda, byggðir á sama grunni og fyrrnefnt sam- komulag. Samningarnir gilda almennt til þriggja ára, að gefn- um lykilforsendum um að sköp- uð skuli verðmæti í hagkerfinu á samningstímanum. Samningar fela í sér verulegar launahækk- anir og eru atvinnurekendum dýrir frá fyrstu stundu. Ef verð- mætasköpun verður hér ör á næstu árum geta samningarnir hins vegar tryggt raunveruleg- an kaupmáttarbata ásamt friði á vinnumarkaði næstu ár. Launþegar eiga skilið að kaup- máttur þeirra styrkist eftir fall undanfarinna ára. Úrslitaatriði er að slík uppbygging sé mark- viss og byggð á innistæðu, en ekki bara tölum á blaði. Ef fjár- festingar fara ekki hraustlega af stað og ef hagkerfið vex ekki ört verða nýgerðir samningar ekki einungis gagnslausir, held- ur beinlínis skaðlegir launþegum og öllum Íslendingum. Þeir munu þá hækka verðlag, hækka verð- tryggð lán, knýja mörg fyrirtæki til frekari fækkunar starfsfólks og skapa stórhættu á að við lend- um á ný í vítahring kreppuverð- bólgu (e. stagflation). Hinn 22. júní næstkomandi þarf að ákveða hvort festa eigi samningana til þriggja ára eða láta þá vara umtalsvert skem- ur. Síðan í byrjun maí hafa nær engar af þeim forsendum um verðmætasköpun sem byggt var á gengið eftir. Yfirlýsing ríkis- stjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga hefur enn sem komið er enga merkingu. Á því verður að vera breyting ef við ætlum að forða stórslysi. En hvaða vísbendingar eru um að enn séum við Íslendingar fast- ir í stöðnun? Tölur Hagstofunn- ar sem birtar voru 8. júní sýna samdrátt í fjárfestingu, einka- neyslu og útflutningi á fyrstu þremur mánuðum ársins, þvert ofan í fullyrðingar um að raun- verulegur vöxtur væri kominn í fullan gang. Við Íslendingar höld- um þannig að óbreyttu áfram að dragast aftur úr öðrum Norður- löndum. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 5. maí sl. við gerð kjarasamn- inganna sagðist hún ætla að liðka fyrir verðmætasköpun, að „fjár- festing verði ekki lægri en 350 ma.kr. á ári“ og að fjárfesting nái a.m.k. 20% af landsframleiðslu (2010 var þetta hlutfall 13% – hið lægsta frá upphafi mælinga). ■ Forsætisráðherra hefur sér- staklega bætt við ofangreinda yfirlýsingu að fjárfest verði „í orkufrekum iðnaði og tengdum virkjanaframkvæmdum upp á 300-400 milljarða“ á næstu árum. Nýlega lagði iðnaðar- ráðherra hins vegar fram frum- varp um nýtingartíma virkjana sem mun hækka kostnað við nýjar virkjanir og koma í veg fyrir að ráðist verði í ýmsar framkvæmdir sem samkvæmt núgildandi lögum væru arð- bærar. Margt í drögum að sk. orkustefnu gengur í sömu átt. Þarna er einn armur ríkis- stjórnarinnar að leggja stein í götu þess sem annar segist vilja stuðla að. ■ Opinberar framkvæmdir sem eiga að leiða til aukinnar hag- kvæmni í innviðum lands- ins eiga skv. yfirlýsingunni að hefjast innan skamms. Til dæmis eru nefndar vegafram- kvæmdir á Suðurlandi, Suð- vesturlandi og Vestfjörðum og útboð á nýju fangelsi og fram- haldsskóla. Fátt hefur frést af þessum málum síðan þau voru tilkynnt í byrjun maí og vand- séð hvort nokkuð náist að nýta nýhafið sumar, að eitt ár í við- bót tapist. Helst hefur innan- ríkisráðherra, sem fer með samgöngumál, lýst persónu- legri óánægju sinni með marg- ar þessara framkvæmda. Lík- urnar á hraðri framvindu eru því hverfandi. ■ Ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi lagafrumvörp sem ætlað er að gjörbylta starfs- umhverfi íslensks sjávarút- vegs. Markmið breytinganna er ekki að bæta starfsskilyrði sjávarútvegsfyrirtækja held- ur þvert á móti gera þeim erf- iðara fyrir. Stefnt er að því að ríkisvæða allan nýtingarrétt og gera afnotasamninga um afla- hlutdeild verðlausa. Áhrif á rekstur, efnahag, fjármögnun og lánakjör verða mikil vegna upptöku aflaheimilda, stórauk- inna álaga og skorts á fyrirsjá- anleika í greininni. Verði frum- vörpin að lögum munu þau ekki einungis hafa neikvæð áhrif á íslenskan sjávarútveg heldur munu þau innleiða skammtíma- hugsun og athafnaleysi, sem hefur áhrif á fjölmörg fyrir- tæki í öðrum atvinnugreinum sem starfa með sjávarútvegs- fyrirtækjum. ■ Staða lífeyrissjóðanna á Íslandi er sterk í alþjóðlegum saman- burði og byggir á uppsöfnuð- um verðmætum, en ekki skatt- heimtu og gegnumstreymi gegnum ríkissjóð, sem víða tíðkast. Eins og eðlilegt er gilda strangar reglur um fjárfesting- ar sjóðanna. Hins vegar hefur verið þrengt svo að fjárfest- ingum þeirra, svo sem vegna gjaldeyrishafta, að þeir nýt- ast helst um þessar mundir til að fjármagna íslenska ríkið og aðra opinbera aðila. Haldi svo áfram um langa hríð munu þeir líkjast æ meira opinberu gegn- umstreymiskerfi, sem aðrar þjóðir vilja komast út úr. ■ Þar við bætist að skattheimta heldur almennt áfram að þyngj- ast á Íslandi. Vaxandi greinar eins og ferðaþjónusta eru að taka á sig nýjar álögur, s.s. orkugjöld á samgöngur og fyrirhuguð gistináttagjöld, á meðan ferðamannalönd í sam- keppni við Ísland hafa heldur verið að lækka skatta á sína starfsemi. Það er undir ríkisstjórninni komið að kjarasamningarnir verði til þriggja ára, í stað nokk- urra mánaða, en forsendur lang- tímasamninga eru stjórnvalds- ákvarðanir sem stuðla að auknum fjárfestingum, hagvexti og tryggu starfsumhverfi atvinnulífsins. Miðað við horfur dagsins í dag um fjárfestingu og vöxt verða samn- ingarnir einungis til skaða. Verð- mætasköpunin til að borga fyrir þá er einfaldlega ekki sjáanleg. Við stefnum á vegg, og að óbreyttu neyðast menn því til að sveigja frá. Það er undir ríkisstjórninni komið að kjarasamningarnir verði til þriggja ára, í stað nokkurra mánaða … Stefnum á vegg Efnahagsmál Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu Ásbjörn R. Jóhannesson framkvæmdastjóri Samtaka rafverktaka Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna Guðbergur Rúnarsson framkvæmdastjóri Samtaka fiskvinnslustöðva Guðjón Rúnarsson framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja Orri Hauksson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Ferðaþjónusta Þórir Garðarsson sölu- og markaðsstjóri Iceland Excursions Allrahanda ehf.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.