Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.06.2011, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 11.06.2011, Qupperneq 26
11. júní 2011 LAUGARDAGUR26 ■ Faðir Cyndi Lauper er af þýskum og svissneskum ættum, en móðir hennar á rætur sínar að rekja til Sikileyjar. ■ Hún varð fyrsti kvenkyns tónlistarmaðurinn til að senda frá sér fjórar smáskífur, sem allar náðu fimm efstu sætum Billboard-vinsældalistans, af einni og sömu plötunni. Platan var frumraun hennar, She‘s So Unusual. ■ Hún breytti upprunalegum texta lagsins Girls Just Want to Have Fun, sem saminn var af Robert Hazard, því henni fannst textinn lykta af kvenhatri. ■ Raddsvið söngkonunnar nær yfir fjórar áttundir. ■ Lauper söng einn eftirminnilegasta einsöngskaflann í fjáröflunarlaginu We Are the World með stórstjörnuhópnum USA for Africa árið 1985. ■ Djassgoðsögnin Miles Davis gaf út sína útgáfu af laginu Time After Time, sem Lauper samdi ásamt Rob Hyman úr bandarísku rokksveitinni The Hooters, á plötunni You‘re Under Arrest árið 1985. ■ True Colors, titillag annarrar breiðskífu Lauper frá 1986, var einkennislag heimsmeistaramótsins í rugby árið 2003. ■ Árið 1995 fékk Lauper Emmy-verðlaun fyrir gestahlutverk í gamanþátta- röðinni Mad About You. Hún hefur einnig leikið í fjölmörgum öðrum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum og var keppandi í Celebrity Apprentice- þætti auðkýfingsins Donald Trump á síðasta ári. ■ Leikfangarisinn Mattel hannaði Barbie-útgáfu í líki söngkonunnar sem hluta af leikfangalínunni „Ladies of the 80‘s“ á síðasta ári. ■ Það var enginn annar en gamla rokkstjarnan og presturinn Little Richard sem gaf Lauper og eiginmann hennar, David Thornton, saman árið 1991. arlega vinsæl og eftir svona góða byrjun reynist oft erfitt að keppa við söguna. Ég er stolt af upphafi ferilsins og mjög ánægð með fer- ilinn eins og hann leggur sig.“ Lady Gaga duglegust í bransanum Ásamt því að heilla heims- byggðina með tónlist sinni hefur Lauper verið einkar atorkusöm í baráttu sinni fyrir bættum mann- réttindum víða um heim og fjár- öf lun fyrir fórnarlömb ýmissa náttúruhamfara og sjúkdóma. Nú síðast vann hún með nýstirninu Lady Gaga að leiðum til að koma í veg fyrir HIV-smit kvenna. Var það ánægjuleg reynsla? „Já, það var mjög mikilvæg reynsla fyrir okkur báðar. Við eigum margt sameiginlegt og í gegnum þessa vinnu erum við orðnar góðar vinkonur. Lady Gaga er einstök. Hún er ein allra duglegasta stelpan í bransanum og það er ekki annað hægt en að dást að kraftinum og ástríðunni sem hún leggur í allt sem hún gerir. Hún er djarfur listamaður og ég dái hana.“ Er á dagskránni að þið hljóðrit- ið lög saman? „Nei, að minnsta kosti ekki á næstunni. Hún gaf nýlega út plötu og ég er viss um að hún hefur nóg að gera við að kynna hana.“ Er það rétt að þú og eiginmaður þinn, leikarinn David Thornton, hafið skírt son ykkar Declyn til heiðurs öðrum tónlistarmanni sem heldur tónleika í Hörpu von bráðar, Elvis Costello, sem heitir réttu nafni Declan MacManus? „Við hjónin erum bæði aðdá- endur Costello. Við höfum hist nokkrum sinnum, rekist á hvort annað á tónleikum og ýmsum upp- ákomum og svo lékum við saman í einum þætti af gamanþáttaröð- inni 30 Rock á dögunum. Það var mjög gaman að vinna með honum. En Declyn er ekki skírður í höf- uðið á Costello. Eiginmaður minn á ættir sínar að rekja til Wales og Skotlands og við vorum að leita að nafni frá þeim heimshluta. Okkur finnst þetta bara frábært nafn. Sonur okkar heitir fullu nafni Declyn Wallace Lauper Thornton. Það er dálítið flott, ekki satt?“ Ævisaga og raunveruleikaþáttur Hver eru þín helstu framtíðar- áform? „Ég er með heilan helling af verkefnum í burðarliðnum. Ég er í miðjum klíðum við að skrifa sjálfsævisögu mína, sem kemur út seint á þessu ári. Í haust hefst svo framleiðsla á nýjum raun- veruleikaþætti sem ég verð aðal- stjarnan í. Svo er ég þessa dagana að semja lög fyrir Broadway-upp- færslu á ensku gamanmyndinni Kinky Boots. En á þessum tíma- punkti er ég fyrst og fremst að einbeita mér að Memphis Blues.“ King, Charlie Mussel- white, Ann Peebles og Allen Toussaint. Plat- an hefur víða hlot- ið fyrirtaks viðtök- ur og trónaði meðal annars á toppi banda- ríska Billboard Blues- listans í þrettán vikur samfleytt. Memphis Blues er einnig mest selda plata Lauper í ein 25 ár eða síðan önnur plata henn- ar, hin geysivinsæla True Colors, kom út árið 1986. Hvernig stendur á því að þú ákvaðst að einbeita þér að blús- tónlist á nýjustu plöt- unni? „Ég hef verið með þessa plötu í pípunum í átta ár. Allt frá því að ég var lítil stelpa hef ég haft mikla ástríðu fyrir þessari tónlist og því var það eins og draumur fyrir mig að láta loksins verða af því að gera heila svona plötu. Þegar ég var lítil las ég blaða- grein þar sem sagði að einhver af hljóm- sveitunum sem ég var hrifin af á þeim tíma væri undir sterkum áhrifum af blúsnum, svo ég fór beinustu leið og keypti plötur með Muddy Waters, Ma Rainey og Big Momma Thornton. Ég heillaðist gjörsamlega og hef verið heilluð síðan. Það voru mikil forréttindi að vinna með þessum goðsögn- um úr blúsheiminum, hverri einustu þeirra.“ Syng ennþá gömlu lögin Eðli málsins sam- kvæmt geta áhorf- endur í Hörpu átt von á að heyra mörg lög af Memphis Blues- plötunni, nýjustu afurð Lauper. En munu gömlu smellirnir frá níunda áratugnum, þegar frægð- arsól hennar reis sem hæst, einn- ig heyrast á Íslandi? Lög á borð við Girls Just Want to Have Fun, Time After Time, All Through the Night og True Colors? „Já, að sjálfsögðu. Ég hef ennþá mjög gaman af því að flytja þessi gömlu lög. Ég vil líka gleðja áhorfendurna og hvet þá því til að fjölmenna og við getum haldið partí saman.“ Finnurðu fyrir því að einhverjir hugsi fyrst og fremst um þig sem listamann frá níunda áratugn- um, þrátt fyrir að þú hafir verið í bransanum í nærri þrjá áratugi og tæklað hinar ýmsu tegundir tónlistar, frá hreinræktuðu poppi út í rólegri lendur, klúbbatónlist og nú síðast blús? „Já, því miður finn ég fyrir því á köflum að ímynd mín í hugum margra sé föst á níunda áratugn- um. En ég skil það líka ágæt- lega. Fyrsta platan mín [She‘s So Unusual frá árinu 1983] var gríð- É g veit ekki mikið um Ísland, en mig hefur alltaf langað til að heimsækja landið. Þegar umboðsmaður- inn minn lét mig vita að það væri möguleiki á að halda tónleika á Íslandi varð ég mjög ánægð,“ segir bandaríska söngkonan Cyndi Lauper, sem heldur tón- leika í Hörpu annað kvöld, sunnu- daginn 12. júní. Harpa er fyrsti viðkomustað- ur hinnar 57 ára gömlu Lauper á tónleikaferðalagi hennar um Evrópu sem stendur yfir fram í lok júlí. Hún segist að vonum spennt fyrir heimsókninni, enda hafi hún heyrt fjölmargar sögur af landi og þjóð frá vinum sínum sem hafi komið til Íslands. „Ég veit að landið er mjög fal- legt og hef heyrt margar sögur af eldfjöllum og risastórum jöklum. Svo er ein af mínum uppáhalds- hljómsveitum, Sykurmolarnir, frá Íslandi. Ég dýrkaði þá hljóm- sveit þegar hún kom fyrst fram á sjónarsviðið og ég er enn á þeirri skoðun að Björk sé snillingur. Ég hef líka heyrt að Íslendingar séu mjög vinaleg þjóð. Ég gæti því ekki hugsað mér betri stað til að hefja tónleikaferðina á. Þetta verður frábært. Mikið ævintýri,“ segir Lauper. Alltaf verið blúsaðdáandi Hljómleikaferðalagið um Evr- ópu er liður í kynningu Lauper á sinni elleftu og nýjustu hljóm- plötu, Memphis Blues, sem söng- konan sendi frá sér síðastlið- ið sumar. Á plötunni spreytir Lauper sig á hreinræktaðri blús- tónlist í fyrsta sinn og nýtur við það fulltingis kanóna á blús- sviðinu á borð við sjálfan B.B. Frábært að byrja á Íslandi LANGUR FERILL Cyndi Lauper segist ætla að syngja mörg lög af nýjustu plötu sinni, Memphis Blues, í Hörpu. Hún telur þó líka í gömlu smellina frá níunda áratugnum og hefur enn gaman af að flytja þá. MYNDIR/ YUKI KUROYANAGI OG NORDICPHOTOS/GETTY ■ TÍU STAÐREYNDIR UM CYNDI LAUPER Bandaríska söngkonan Cyndi Lauper, sem sló í gegn um miðjan níunda áratuginn með ofursmellum á borð við Girls Just Want to Have Fun og Time After Time, heldur fyrstu tónleikana á Evróputúr sínum í Hörpu annað kvöld. Kjartan Guð- mundsson spjallaði við Lauper um nýjustu blúsplötuna hennar, upphaf ferilsins, vin- konuna Lady Gaga og helstu framtíðaráform. Það voru mikil forrétt- indi að vinna með þessum goðsögnum úr blúsheim- inum, hverri einustu þeirra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.