Fréttablaðið - 11.06.2011, Page 32

Fréttablaðið - 11.06.2011, Page 32
2 matur BLÁR BRONCO OG NESTISKARFA Friðrika Benónýsdóttir skrifar SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM: matur kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Roald Eyvindsson og Sólveig Gísladóttir Pennar: Friðrika Benónýsdóttir, Gunnþóra Gunnarsdóttir, Júlía Margrét Alexandersdóttir, Marta María Friðriksdóttir og Ragnheiður Tryggvadóttir. Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Stefán Karlsson Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is v Sunnudagsbíltúrar bernskunnar eru sveipaðir töfraljóma: Okkur yngstu systkinunum smalað í baksæti Broncosins, mamma vara-lituð á hælaháum skóm í framsætinu, pabbi blístrandi við stýrið og nestiskarfan lokkandi í rýminu fyrir aftan. Það var nefnilega ekk- ert verið að stoppa í sjoppum á ferðalögum þess tíma. Morgunninn fór í að smyrja flatkökur með reyktum Mývatnssilungi og hangikjöti, skella kleinum, heimabökuðum kanilsnúðum og vínarbrauði í Macintosh-dós, hita kakó til að setja á hitabrúsa, brjóta saman servíettur og pakka svo öllu saman, ásamt drykkjarílátum og áhöldum, í körfu. Stór hluti spenningsins og ánægjunnar fólst í því að taka til nestið og þótt áfangastaðirnir væru oftar en ekki perlur íslenskrar náttúru; Ásbyrgi, Hljóðaklettar, Dettifoss, Dimmuborgir eða Vaglaskógur, var tilhlökkunin að stórum hluta bundin við það að bera körfuna góðu úr bílnum, finna sæmilega sléttan blett til að setjast á, breiða dúk á jörð- ina og raða góðgætinu á hann. Meira að segja máltíðin sjálf var hálfgert aukaatriði. Það var þessi óvenjulega umgjörð, ásamt því að hafa pabba og mömmu út af fyrir okkur, sem gerði stundina magíska. Á tímum einnota grills og tilbúins grillkjöts er slík nestisgerð orðin næsta fátíð, einfaldara og auðveldara að renna við í búð, kaupa grill- kjöt og meðlæti, eða einfaldlega stoppa í vegasjoppu og kaupa pylsur með öllu á línuna. Matarblaðið í dag er þó helgað þeim góða sið að hafa með sér mat að heiman á ferðalaginu, hvort sem um lengri eða styttri ferðir er að ræða, gefa sér tíma til að pakka honum fallega og njóta þess að dedúa við „borðhaldið“ úti í náttúrunni. Það gefur ferðinni örlítinn heimsborgarabrag að hafa með sér gúrkusamlokur og skonsur, eða rauð- vínsflösku, osta og baguette, en íslenska góðmetið er þó auðvitað efst á blaði í íslenskri náttúru. Ég á minningar úr ferðum í fjallakofa þar sem við gátum eldað mat á kolavélum. Til dæmis í Ferðafélagsskálann í Hvítárnesi og skála Fjallamanna á Fimmvörðuhálsi. Þá tókum við bara heimilismatinn með okkur, saltkjötið, súpukjötið, fiskinn og kartöflurnar,“ byrjar Ari Trausti þegar hann er beðinn að rifja upp hvað hann snæddi í fjallaferðum með foreldrum sínum þegar hann var að alast upp. „Við fórum líka í lengri ferðir þar sem mjög erf- itt var að elda eitthvað að ráði og þá kom dósamaturinn að góðum notum, kjötbollur, fiskbúðingur og fleira í þeim dúr. Við vorum alltaf með prímus með okkur, bara venju- legan sænskan steinolíuprímus,“ heldur hann áfram. Minnist þess líka að fjölskyldan og ferðafélag- arnir lifðu á landsins gæðum eftir föngum. „Pabbi var mikill veiði- maður og var með stöng og haglara með sér svo hann veiddi gjarnan silung eða gæs. Silungur var mjög oft á borðum.“ Þá er komið að dagsbitanum. Hvernig var hann? „Ef við vorum að ganga á Vífilsfellið eða önnur fjöll í nágrenninu var það nokk- urn veginn visst að það var brauð með osti eða flatkaka með kæfu í nestisboxinu. Svo var drykkur með í hitabrúsa, yfirleitt kakó og stund- um te. Amma mín var voða mikil tekona og hún fékk mig til að taka með mér te með sítrónu og sykri.“ Ekki kveðst Ari Trausti hafa átt sér uppáhaldsferðamat sem hann hafi haft sérstakt dálæti á. „Sil- ungur og kartöflur er auðvitað fín- asti matur en annað var nú ekkert spennandi. Bara ósköp venjuleg- ur matur og ekkert til að eiga sem uppáhald. Það eina sem ég ánetjað- ist var flatbrauðið og lifrarkæfan. Ef ég fer í dagstúra núna hef ég það gjarnan með mér. Mér finnst það mjög sniðugur orkugjafi.“ - gun Ánetjaðist „Við tókum bara heimilismatinn með okkur, saltkjötið, súpukjötið, fiskinn og kartöflurnar,“ segir Ari Trausti um nestisútbúnað- inn á uppvaxtarárunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FLATBRAUÐI OG KÆFU Ungur fór Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur að ganga á fjöll með foreldrum sínum, Guðmundi frá Miðdal og Lydíu Pálsdóttur sem voru meðal frumkvöðla í að ferðast um hálendi Íslands. Hvað skyldi hafa verið í matinn? Hvunn- dagsF For- réttur A Aðal- réttur Kökur E Eftir-réttur FiskurHollt Hvunndags/til hátíðabrigða BAKKABRIM Bakkabrim er lítið lífrænt kaffiskýli við Eyrarbakkabryggju. Þar er boðið upp á nýmalað lífrænt kaffi, te og heitt súkk- ulaði. Auk þess kokka eigendurnir Arna Ösp Magnúsdóttir og David Kelley upp indælar heimalagaðar súpur, heimabak- að brauð og kökur auk alls konar snarls. Þau nota lífrænt og árstíðabundið hrá- efni úr héraði eins og kostur er auk þess að útbúa allan mat frá grunni. Umhverfisvernd er þeim hugleikin. Öll götumálin eru úr lífrænt niðurbrjót- anlegum efnum, þau flokka allt rusl og nota umhverfisvæn hreinsiefni. Arna og David opnuðu Bakkabrim í fyrrasumar en húsið byggðu þau sjálf. Kaffiskýlið stendur á fallegum stað við höfnina og stutt er að ganga niður að strönd. Þeir sem vilja njóta veitinga utandyra geta fengið útbúnar lautarkörfur með góðgæti frá Bakkabrimi. Hægt er að fá lánaða fuglaskoðunarbók og kíki, krabbagildrur og veiðistangir. Þá geta börnin sent flöskuskeyti auk þess sem boðið er upp á jóga á ströndinni, fuglaskoðun og fleira skemmtilegt fyrir hópa. Í sumar verður haft opið frá 11-17 alla daga, nema mánudaga. Lautarferð í fjörunni lengra geymsl uþol nú með tappa Ljúffengar uppskriftir með matreiðslurjóma er að finna á www.gottimatinn.is S. 440-1800 www.kælitækni.is Okkar þekking nýtist þér ... Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er Hnoðar deig Býr til heita súpu og ís Uppskriftarbók og DVD diskur fylgir Vita Mix svunta og kanna fylgja með á meðan birgðir endast Blandarinn sem allir eru að tala um!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.