Fréttablaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 11.06.2011, Blaðsíða 36
11. júní 2011 LAUGARDAGUR2 þegar það er búið að rölta í bæinn. Það gleður mig ætíð hversu vinsæll ég er hjá breiðum aldurshópi og á böllin kemur fólk af öllum kynslóð- um,“ segir Geirmundur, sem hallar sér í leiguherbergi eftir böll í borg- inni en leggur árla af stað norður til að vera kominn í sveitastörfin á Geirmundarstöðum upp úr hádegi. „Svo næ ég helginni úr mér með því að fara tímanlega í háttinn á sunnudagskvöldi og þá vakna ég flottur til vinnu í kaupfélaginu klukkan átta á mánudagsmorgni,“ segir Geirmundur, sem saknar sveitaballa sem sveipuð voru róm- antík bjartra sumarnótta í íslenskri sveit. „Hér áður fyrr voru sveita- böll auglýst og fullt hús helgi eftir helgi, en nú þarf helst hestamanna- mót eða árlega viðburði svo hægt sé að slá upp sveitaballi. Það þykir mér miður í íslenska sumrinu og er menning sem er eftirsjá að.“ thordis@frettabladid.is Framhald af forsíðu Geirmundur Valtýsson Hálft fæði og allar skoðunarferðir innifaldar Sp ör e hf . s: 570 2790 www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R SUMAR 14 Gondólar og rómantík verða á meðal þess sem skreyta þessa glæsilegu ferð okkar um Ítalíu og Austurríki. Flogið er til Mílanó, þaðan ekið til Stresa við Lago Maggiore vatn þar sem gist verður í 3 nætur. Við siglum yfir til eyjunnar Isola Bella, þar sem höll Borromeo ættarinnar er að finna, en hana prýðir einn fallegasti blómagarður sunnan Alpafjalla. Við færum okkur yfir að Gardavatni, til Moniga del Garda og gistum þar í aðrar 3 nætur. Skoðunarferðir þaðan til Salò, Desenzano del Garda, stærsta bæjar við vatnið og Sirmione. Þá er komið að Gondólahátíðinni „Regatta“ í Feneyjum, sem er elsta hátíð þeirra eða frá 12. öld. Upphaflega var hátíðin haldin til að fagna velgengni og sigrum sjóflotans á hafi úti og má því sjá röð skreyttra gondóla og fólk klætt litríkum búningum frá 16. öld. Gistum í 3 nætur í Mestre, þaðan sem er frábært útsýni yfir til Feneyja. Síðan er haldið til Austurríkis þar sem dvalið verður í 3 nætur í Pertisau við Achensee. Förum í Gramai-Alm þjóðgarðinn í Karwendel fjöllunum og til Mayrhofen, eins aðalferðamannabæjar í hinum fagra Zillertal. Ferðinni lýkur svo með ævintýraferð með gufulest frá Zillertal yfir Inndalinn og að Achensee. Fararstjóri: Hlín Gunnarsdóttir Verð: 255.300 kr. á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, hálft fæði, allar skoðunarferðir með rútu, ferja 2 daga yfir til Feneyja, gufulestarferð í Zillertal og íslensk fararstjórn. 27. ágúst - 8. september Gondólahátíð í Feneyjum Skeifunni 3j - sími 553-8282 - www.heilsudrekinn.is Opið laugardaga og sunnudaga Fæst í Bónus og Inspired, Keflavíkurflugvelli HOLLUR BITAFISKUR + 80% prótín Fiskneysla er góð fyrir heilabúið AFSLÁTTUR -20% GLÆSILEG SPARIDRESS SKOÐIÐ SÝNISHORN Á LAXDAL.IS Þetta verða föt af okkur grjón- unum, já,“ segir tónlistarmaður- inn Pan Thorarensen, sem ásamt félögum sínum úr tónlistarheimin- um, þeim Jóhannesi Birgi Pálma- syni, Benedikt Frey Jónssyni og Ársæli Þór Ingvasyni, stendur fyrir fatamarkaði í bakporti Priksins við Bankastræti 12 milli 13 og 18 í dag. Pan segir markaðinn þó ekki ein- göngu snúast um föt heldur verði þarna „fullt af alls kyns dóti“, meðal annars vínylplötur og fleira tónlistartengt. „Þetta eru ýmsir hlutir sem við höfum fundið við tiltekt í herbergjunum okkar og margt sem kemur á óvart,“ segir hann og glottir. „Sumir halda að þetta verði bara rapparaföt en við höfum allir mjög ólíkan fatastíl svo úrvalið er fjölbreytt. Fullt af stelpu- fötum og skóm líka, þannig að þótt við köllum þetta Strákamarkað gleymdum við ekkert að hugsa um stelpurnar.“ Spurður hvaðan stelpufötin séu komin vefst Pan eilítið tunga um tönn, en segir að lokum að þau séu eiginlega bara héðan og þaðan. „Eitthvað aðeins er stolið úr fata- skápum eiginkvennanna, en þær vita ekkert af því svo þær reka sennilega upp stór augu þegar þær mæta á markaðinn í dag og sjá fötin sín til sölu.“ Er ekki möguleiki á að selja þeim eitthvað af fötunum aftur? „Það gæti verið,“ segir Pan hugsi. „Veit samt ekki hvort það er mikill bisness í því, en það gæti hugsast.“ Til glöggvunar þeim sem eiga erfitt með að koma nöfnum tón- listarmannanna fyrir sig má geta þess að þeir eru allir betur þekkt- ir undir sviðsnöfnum sínum. Pan sem Beatmakin Troopa, Ársæll sem Intro Beats, Benedikt sem B- Ruff og Jóhannes kallar sig Epic Rain. Þeir verða allir á staðnum og geta eflaust sagt væntanleg- um viðskiptavinum skemmtilegar sögur sem tengjast fatnaðinum og hlutunum á markaðnum ef þess er óskað. fridrikab@frettabladid.is Fataskápar kvenna rændir Fjórir ungir tónlistarmenn standa fyrir Strákamarkaði á Prikinu í dag. Þar verða seld föt af þeim sjálfum, auk ýmissa annarra hluta, jafnvel föt úr fataskápum eiginkvennanna, fjarlægð að þeim forspurðum. Tónlistarmennirnir Pan Thorarensen og Jóhannes Birgir Pálmason standa fyrir Strákamarkaði á Prikinu við Bankastræti milli kl. 13 og 18 í dag, ásamt Benedikt Frey Jónssyni og Ársæli Þór Ingvasyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Rammagerðin verður með starfsemi í sölu- turninum á Lækjartorgi framvegis. Turninn var reistur á torginu fyrir konungskomuna 1907 og er því orðinn rótgróinn í bæjarmyndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.