Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.06.2011, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 11.06.2011, Qupperneq 64
6 matur Maður hefur hitt ýmsa mjög skemmtilega karaktera og á vonandi bara eftir að hitta fleiri í framtíðinni,“ segir Guðmundur Ragnarsson, mat- reiðslumaður og annar eigandi veitingahússins Lauga-áss. Hann hefur í starfi sínu verið viðloðandi tökur á mörgum erlendum stór- myndum hérlendis, Tomb Raider, Batman Begins, Flags of Our Fathers og fleiri, og eldað ofan í stórstjörnur á borð við Angel- inu Jolie, Christian Bale og Clint Eastwood. Guðmundur ber fræga fólkinu einstaklega vel söguna og tekur fram að allt sé þetta ósköp venju- legt fólk inn við beinið. „Ég er nú yfirleitt frekar ósýnilegur fyrir því svona framan af, eða þar til það smakkar á matnum mínum,“ segir hann brosandi og blikkar blaðamann. Þannig að erlendu gestirnir kunna vel að meta matseldina? „Mjög vel, og sumir hafa meira að segja beðið mig um að koma út að vinna fyrir sig. Reinout Oerlemans, leikstjóri hollensku þrívíddarmyndarinnar Nova zembla, sem er eins konar Balt- asar Kormákur Hollands, átti til að mynda ekki orð af hrifningu og spurði hvað ég væri eiginlega að gera hér. Slík tilboð hafa hins vegar ekki freistað mín því hér finnst mér langbest að vera. Ann- ars væri ég fyrir löngu farinn.“ Spurður hvort stjörn- urnar geri miklar matar- kröfur, svona í líkingu við þær sem meðlimir hljómsveitar- innar Eagles settu fram á dögun- um, kannast Guðmundur ekki við það. „Mér fannst þær heldur ekkert yfirgengilegar. Það er bara verið að halda uppi ákveðnum staðli. Svo er ekkert nýnæmi að fræga fólk- ið vilji hollan og ferskan mat. Það er frekar regla en undantekning,“ segir hann og kveðst ávallt hafa þá ósk að leiðarljósi. „Ég og mitt fólk matreiðum lambakjöt, humar og allar tegundir af fiski, útlend- ingarnir eru vitlausir í hann þótt sumir séu feimnir að smakka í fyrstu. Allur matur er svo að sjálf- sögðu búinn til á staðnum.“ Talið berst að framtíðar- verkefnum og þá verður Guðmundur þögull sem gröfin. „Þegar ég tek að mér ný verkefni er ég bundinn algjörum trún- aði og má því ekki fjalla um þau með nokkrum hætti fyrr en að þeim lokn- um,“ segir hann en fæst hins vegar til að ljóstra upp einu leynd- armáli í sárabætur; uppskrift að rétti sem stjörnurnar hreinlega dýrka. „Þetta er gljáður lax með mangó, límónu og myntupestó; rosalega góður og auðvelt og fljót- legt að elda hann á ferðalögum. Ég hvet því sem flesta til að prófa sjálfir!“ - rve Fær stjörnur Guðmundur hefur fengið atvinnutilboð í Hollywood en honum þykir best að vera heima á Íslandi. Fræga fólkið vill ferskmeti og gljáði laxinn fellur í kramið. RÉTTABLAÐIÐ/GVA GLJÁÐUR LAX MEÐ MANGÓ, LÍMÓNU OG MYNTU 800 g laxaflök (4 bitar) 1 stk. mangó saxað smátt 1 stk. límóna fersk mynta rifin niður / söxuð salt og pipar 1 dl hvítvín olía Gljáið lax í olíu á pönnu í 5 mínútur. Setjið mangóbita og rifna myntu yfir. Hellið hvítvíni yfir og látið jafna sig í 5 mínútur undir loki. Kreistið límónu yfir þegar laxinn er borinn fram. KREMAÐ VILLISVEPPA- BANKABYGG 200 g bankabygg 600 dl vatn – grænmetissoð (notið grænmetisteninga í vatnið) 30 g villisveppir, helst úr íslenskri náttúru 2 dl rjómi Sjóðið bankabygg í 20 mínútur í grænmetissoði með villisveppunum. Setj- ið rjóma í þegar bankabyggið er orðið mjúkt og sjóðið í 5 mínútur. Kryddið með salti og pipar eftir smekk. Berið fram með fersku sumar- salati. SANNKÖLLUÐ STJÖRNUMÁLTÍÐ Fyrir 4 TIL SÍN Í MAT Guðmundur Ragnarsson matreiðslumaður hefur eldað ofan í ýmsar stjórstjörnur í gegnum tíðina. Flestar kunna vel að meta matseld Guðmundar sem hefur fengið ýmis spennandi tilboð frá Hollywood. A SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN HEITASTA SPENNUBÓK garðyrkjumannsins! www.rit.is „Árstíðirnar í garðinum“ er fimmta bókin í bókaflokknum Við ræktum, sem Sumarhúsið og garðurinn gefur út. Höfundur er Vilmundur Kip Hansen garðyrkju- og þjóðfræðingur, einn þekktasti penni í garðyrkju á Íslandi. Ljósmyndir Páls Jökuls Péturssonar úr íslenskum görðum prýða bókina. Páll hefur á undanförnum árum getið sér gott orð fyrir myndir af plöntum og úr náttúru Íslands. Bókin skiptist í fjóra meginkafla, vor, sumar, haust og vetur, og fjallar höfundur um verkin sem tengjast árstíðunum. Leitast er við að gera bókina aðgengilega öllum þeim sem dreymir um að rækta garðinn sinn. Í bókinni er fjallað um fjölda plantna, hvort sem um er að ræða sumarblóm, haustlauka, grænmeti, laukjurtir, fjölda kryddtegunda, sígræn og lauffellandi tré og runna, úrval ávaxtatrjáa og berjarunna. VIÐ RÆKTUM Bókaklúbburinn Við ræktum var settur á laggirnar vorið 2005 þegar fyrsta bókin kom út, Garðurinn allt árið. Árstíðirnar í garðinum er fimmta bókin í flokknum, en einnig hafa komið út bækurnar Lauftré á Íslandi, Barrtré á Íslandi og Matjurtir. l Félagar í bókaklúbbnum fá bækurnar á betra verði. Skráning í bókaklúbbinn er í síma 578 4800 eða á www.rit.is. H N O T SS K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.