Fréttablaðið - 11.06.2011, Side 70
11. júní 2011 LAUGARDAGUR34
timamot@frettabladid.is
Gagngerar endurbætur upp á tæpan
milljarð króna hafa verið gerðar á
húsnæði Hótel Loftleiða undanfarið,
en auk nýs útlits fær hótelið nú nýtt
nafn, Reykjavík Natura.
„Í hönnun húsnæðisins höfðum við
að leiðarljósi að endurspegla annars
vegar þann tíma þegar hótelið var
byggt árið 1966 og að hafa það vina-
legt og íslenskt, og hins vegar nafn-
breytinguna,“ segir Hildur Ómars-
dóttir, markaðsstjóri hótelsins. Lögð
var áhersla á að gera þessa nálgun
við íslenska náttúru áþreifanlega með
ýmum hætti. Til dæmis eru nýupp-
gerð herbergin þematengd. „Þannig
geta gestir valið milli þess að gista í
jökla-, norðurljósa-, mosa-, jarðhita-,
eldvirkni- og vatnaherbergjum,“ segir
Hildur, en auk þess eru ný fjölskyldu-
herbergi hótelsins skreytt teikningum
Eggerts Péturssonar af flóru Íslands.
Íslenskir listamenn fá stóran sess á
hótelinu, en verkin voru valin af kost-
gæfni. „Við erum í góðri samvinnu við
íslenska listamenn og höfum fengið
verk sem voru gerð sérstaklega í til-
efni af endurbótunum,“ segir Hildur
og nefnir listaverkið Blik eftir Rúrí
Fannberg í gestamóttöku og skúlptúra
eftir Aðalheiði S. Eysteinsdóttur.
Meðal annarra nýjunga á hótelinu
má nefna veitingastaðinn Satt á jarð-
hæð og Sóley Natura Spa í kjallaran-
um auk þess sem gamla sundlaugin
hefur verið algjörlega endurnýjuð. Þá
hefur rekstur hótelsins verið umhverf-
isvottaður.
„Nýting hótelsins er mjög góð,“
segir Hildur ánægð, en á hverju ári
gista um 50 þúsund einstaklingar á
hótelinu í 220 herbergjum og gisti-
nætur eru um 88 þúsund talsins. Níu-
tíu prósent gesta hótelsins eru erlendir
ferðamenn og á nafnabreyting hót-
elsins einnig rætur að rekja til þess.
Einnig er áætlað að byggja annað hótel
við höfnina í Reykjavík, sem mun bera
nafnið Reykjavík Marina. „Með nafn-
breytingunni sköpum við þannig vett-
vang fyrir fleiri hótel í keðjuna,“ segir
Hildur. solveig@frettabladid.is
HÓTEL LOFTLEIÐIR: ENDURBÆTT OG BREYTT Í REYKJAVÍK NATURA
Náttúran er rauði þráðurinn
Í GÖMLUM ANDA Reynt var að fanga anda þess tíma þegar hótelið var byggt árið 1966.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
NOTALEGT Lögð var áhersla á að gera hótelið vinalegt
og íslenskt.
NÁTTÚRAN Íslenskt Drápuhlíðargrjót var notað til að gæða hótelið íslenskum anda.
GESTAMÓTTAKA Hótel Loftleiðir, nú Reykjavík Natura, er vel nýtt. 50 þúsund gestir
dvelja þar árlega í 220 herbergjum og gistinætur eru um 88 þúsund talsins.
MARKAÐSSTJÓRI Íslensk náttúra er áþreifan-
leg á hótelinu að sögn Hildar Ómarsdóttur.
73
Arnþór EA 16 kom með fullfermi
af Íslandssíld til Neskaupstaðar
þennan mánaðardag árið 1994 en
síld úr þeim stofni hafði þá ekki verið
landað á Íslandi í 27 ár.
Arnþór EA 16, sem gerður var út
frá Árskógssandi, var við veiðar um
210 sjómílur norðaustur af Langanesi
og fékk tæp 300 tonn af Íslandssíld
í tveimur köstum. Ingvar Guð-
mundsson skipstjóri var bjartsýnn á
framhaldið og hvatti aðra til að fara á
miðin, þótt torfurnar sem hann hefði
orðið var við væru ekki ýkja stórar.
Síldin var stór og þótti í góðu
ástandi miðað við árstíma, með um
20 prósenta fituinnihald. Mestallur
aflinn fór þó í bræðslu en sýnishorn
voru tekin til söltunar. Fleiri skip
köstuðu á sömu slóðum í framhald-
inu og fengu líka dágóðan afla.
Heimild: timarit.is
ÞETTA GERÐIST: 11. JÚNÍ 1994
Íslandssíld landað á ný eftir 27 ára hlé
TRYGGVI GÍSLASON, fyrrverandi skólameistari, er 73 ára.
„Algert frelsi er fullkomin ánauð nema sterkur sjálfsagi fylgi.“
Innilegar þakkir til allra sem sýndu
okkur vináttu og hlýhug við andlát
og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu
Hrefnu Júlíusdóttur
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þann
24. maí síðastliðinn. Sérstakar þakkir til heimilisfólks
og starfsfólks Sunnuhlíðar í Kópavogi.
Bjarkey Magnúsdóttir
Jóhannes Kristjánsson Sólveig Sigurðardóttir
Brynja Kristjánsdóttir Örn Bergsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Bjarni Guðmundsson
Höfða, Akranesi, áður til heimilis að
Akursbraut 22, andaðist 8. júní.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn
14. júní kl. 14.
Grétar Bjarnason Þorgerður Þórdís Haraldsdóttir
Viðar Bjarnason Ingibjörg Hulda Björnsdóttir
Valur Bjarnason Sólrún Ósk Aðalsteinsdóttir
og afabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og bróðir,
Magnús Daníelsson
fyrrverandi lögregluvarðstjóri,
Strikinu 8, Garðabæ,
lést á Landspítalanum Fossvogi, laugardaginn 4. júní.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ, þriðju-
daginn 14. júní kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans
er bent á Líknar- og hjálparsjóð Landssambands
lögreglumanna.
Elín Ringsted
Guðmundur Ringsted Magnússon Þórunn Aldís
Pétursdóttir
Guðríður Kristín Magnúsdóttir Kristján G.
Hálfdánarson
Daníel Þorkell Magnússon
Hrönn Magnúsdóttir Guðmundur Skúli
Hartvigsson
Geirlaug Magnúsdóttir Theodór Ásgeirsson
Magnús Már Magnússon Sigríður Kristín
Hafþórsdóttir
afa- og langafabörn
Innilegar þakkir fyrir allar þær fallegu
og hlýlegu kveðjur sem okkur bárust
vegna andláts
Jóns Kr. Sólnes
hæstaréttarlögmanns, Aðalstræti 72,
Akureyri.
Halla Elín Baldursdóttir
Lilja Björk Sólnes Rawn Salenger
Baldur Már Helgason Svanhildur Sigurðardóttir
Jón Ragnar Sólnes
Valgerður Sólnes
Kristín Sólnes
og barnabörn