Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.06.2011, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 11.06.2011, Qupperneq 74
11. júní 2011 LAUGARDAGUR38 krakkar@frettabladid.is 38 Hvað er það skemmtilegasta við að vera rithöfundur og hvað er það leiðinlegasta? „Það skemmti- legasta er að hitta áhugasama og spurula lesendur, en það leiðin- legasta er að geta ekki helgað sig ritstörfum.“ Hver er uppáhaldssögupersónan úr bókunum þínum? „Mér þykir óskaplega vænt um allar persón- urnar í bókinni Svalasta 7an og framhaldsbókunum, en Guðbjörg Guðrúnardóttir og Starkaður í bókinni Allt hold er hey standa mér næst.“ Hver þeirra er líkust þér sjálfum þegar þú varst barn og ungling- ur? „Ég tel að Kiddi í Tár, bros og takkaskór sé líkastur mér, sem og Jóel og Álfhildur í Þokunni.“ Hvað finnst þér skemmtileg- ast að gera með þínum börnum? „Mér þykir skemmtilegast að spæla egg á hausnum á þeim og krota á kinnarnar þeirra með rauðum tússpenna.“ Kunna krakkarnir þínir að meta bækurnar þínar? „Kolfinna, fjórtán ára, uppgötvaði bæk- urnar mínar í fyrra og sefur með þær undir koddanum. Yngri sonurinn, Þorlákur Helgi tíu ára, ritstýrði bók- inni Ertu guð, afi? Er gaman að vera þú? „Það er svo gaman að ég vildi að það væru 48 klukkustundir í sólarhringnum svo ég gæti notið þess enn betur. Og skrifað enn fleiri bækur.“ Hver er uppáhaldssetn- ingin þín úr eigin bókum? „Guð minn góður, ég meina Jesús Kristur, hvernig á ég að muna það?“ Hver eru áhugamál þín? „Áhugamálin snúast fyrst og fremst um að búa til sögur, vera heilbrigður og gera góð- verk.“ Hvaðan koma hugmynd- irnar að sögunum? „Hug- myndirnar koma af himn- um ofan á hverjum degi og allar nætur, endalaust.“ Áttu þér uppáhaldsrit- höfund? „Það fer allt eftir því hvernig mér líður hverju sinni.“ Segðu okkur þrjá áhugaverða hluti um þig sem enginn veit. „Ef enginn veit það er það vegna þess að enginn má vita það. En ég get til dæmis staðið á öðrum fæti og ropað. Ég elska að syngja. Og get sofið undir stýri á rauðu ljósi.“ Saknarðu stundum sögupersóna þinna og grætur með þeim? „Ég sakna þeirra oft, sérstaklega þess að hafa sagt skilið við krakkana í Þokunni. Langar að halda áfram að spinna með þeim, en aðrar persónur eru frekari. Ég grét heilmikið með Starkaði þegar hann var að kveðja Guðbjörgu í Allt hold er hey.“ Þú skrifar mikið um tilveru unglinga. Fékkst þú ung- lingaveikina? „Er ung- lingaveiki að skella hurðum, fá bólur, nenna ekki að læra og æla eftir sælgætisát? Jú, vitan lega, en mín unglingaveiki í Ólafsvík var að vinna í fiski tólf tíma á dag og spila fótbolta hina tólf tím- ana.“ Hvers vegna verða börn í sveit, afar og ömmur, fótbolti og dularfullir atburðir þér svo oft að yrkisefni? „Vegna þess að ég var einu sinni afi minn og afturganga, bjó í París fyrir 200 árum og flýg út úr lík- amanum á nóttunni. Mér þykir gaman að deila því með öðrum.“ Hvað ætlarðu að gera í sumar? „Í sumar ætla ég að skrifa eins og brjálæðingur, hér og þar um landið, skemmta mér með fjölskyldunni en svo telja á mér tærnar í haust.“ Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is Einu sinni voru tvær appels- ínur í göngutúr. Skyndilega datt önnur appelsínan í læk. Þá sagði hin appelsínan: „Fljót, skerðu þig í báta!“ Hvað er rautt og svart inni í ískáp? Svar: Tómatur í leðurjakka! Af hverju hætti tannlæknirinn störfum? Svar: Hann reif kjaft! Mamma: „Af hverju er litla systir þín að gráta?“ Nonni: „Vegna þess að ég vildi ekki gefa henni af namminu mínu.“ Mamma: „Er nammið hennar búið?“ Nonni: „Já, hún var líka hágrátandi á meðan ég borð- aði það.“ FJARAN OG HAFIÐ er vefsíða sem snýst um lífverur í fjörum og hafinu. Slóðin er http://iis.nams.is/hafid/ VAR EITT SINN AFTURGANGA Rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson er efstur á vinsældalista íslenskra barna og unglinga fyrir spennandi bækur sínar og hlaut fyrir skemmstu Bókaverðlaun barnanna 2010 fyrir bók sína Ertu guð, afi? Guð minn góður, ég meina Jesús Kristur, hvernig á ég að muna það? 5 dl hveiti 2 dl ylvolgt vatn 3 tsk. þurrger 1/2 tsk. salt 2 msk. ólífuolía 5 stk. pylsur Blandið hveiti, geri og salti saman í skál. Bætið ólífuolíu og ylvolgu vatni saman við. Notið sleif til að blanda hráefnunum varlega saman í skál- inni og hnoðið það svo vel á hreinu borði. Setjið deigið aftur í skálina, hreint visku- stykki yfir og látið það hefast í 30 mínútur. Fáið aðstoð ein- hvers fullorðins við að kveikja á bakaraofn- inum, hann á að vera 180° heitur. Takið deigið úr skál- inni og fletjið það út á borðinu. Ekki spara hveitið á kökukeflið og borðið til að deigið festist ekki við. Fletjið deigið þunnt út. Notið hníf og skerið út 10 stykki tígla. Gott er að miða við að hver tígull sé sirka á stærð við lófa. Skerið pylsurnar í tvennt og leggið einn pylsubita í miðju hvers tíguls. Leggið deig- ið saman þannig að pylsuendarnir standi út. Raðið bitunum á bökunarpappír og setjið á bökunarplötu. Bakið í miðjum ofni í 10-12 mínútur. Latar pylsur í teppi Við þökkum öllum sem komu með tillögur að nafni á skvettulegu kúna kærlega fyrir þátttökuna. Skvetta skal hún heita www.ms.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.