Fréttablaðið - 11.06.2011, Síða 78

Fréttablaðið - 11.06.2011, Síða 78
11. júní 2011 LAUGARDAGUR42 42 menning@frettabladid.is ÁRBÆJARSAFN tileinkar morgundaginn, sunnudag, hestvögnum og vagnasmíði og af því tilefni verður þar opnuð sýningin Kerruöldin. Auk sýningarinnar verður hægt að fylgjast með eldsmið að störfum í smiðjunni, á baðstofuloftinu verður situr kona við tóskap og á svæðinu verður dragspilið þanið. Tónlistarhópurinn Caput stendur fyrir tvennum tón- leikum í Hörpu um helgina. Í kvöld ráða fuglar og bassa flauta ríkjum en tón- skáld víða að verða viðstödd tónleikana annað kvöld. „Að tengja saman bassaflautu og fugla er nánast eins fáránleg hug- mynd og hægt er að fá. En útkom- an er mjög sérstök og ég get lofað því að þetta verk hljómar ekki líkt neinu öðru sem samið hefur verið, að minnsta kosti ekki fyrir bassa- flautu,“ segir Kolbeinn Bjarnason, flautuleikari og annar listrænna stjórnenda tónlistarhópsins Caput sem stendur fyrir tvennum hljóm- leikum í Hörpu um helgina. Fyrri tónleikarnir fara fram í kvöld og eru það bassaflaututón- leikar Kolbeins í samstarfi við norður-írska tónskáldið Simon Mawhinney. Frumflutt verða þrjú samstæð verk eftir Mawhinney sem heita Xewkija, Drangar og Cornageerie. Kolbeinn segir Norður-Írann, sem er mikill áhugamað- ur um fugla, hafa feng- ið þá hugmynd að skrifa tónlist út frá fuglasöng. „Hlutar verksins eru raunar ekki eftir Simon heldur nákvæm umskrift af hljóðritunum af svart- þresti, skrifað fyrir bas- saflautu og fjórum átt- undum neðar. Þetta er dálítið skrýtið verk,“ útskýrir Kolbeinn. Að auki verða á tónleikun- um í kvöld flutt verkin En fuglarnir munu allt- af syngja eftir danska tónskáldið Hans-Henrik Nordström og Mnemo- syne eftir Englendinginn umdeilda Brian Ferneyhough. Síðarnefnda verkið segist Kolbeinn nánast ávallt leika á tónleikum á ferðum sínum erlendis. Hópurinn lætur ekki staðar numið þar heldur stendur hann fyrir öðrum tónleikum í Hörpu annað kvöld. Þá leikur Caput-sveit- in í fullri stærð verkið Hrím eftir Önnu S. Þorvaldsdóttur og að auki verk eftir Gunnar Andreas Krist- insson, Luis Tinoco, Chrichan Larson og téðan Simon Mawhinney. Stjórnendur eru þeir Guðni Franzson og Snorri Sigfús Birgisson. Kolbeinn lofar einni allsherjar tónskálda- veislu á hljómleikum sunnudagsins. „Okkur hefur lengi dreymt um að Harpa geti orðið það heimili okkar í Reykja- vík sem okkur hefur alltaf vantað og ákváð- um því að byrja þetta „grand“. Því buðum við öllum tónskáldunum sem eiga verk á sunnu- dagskvöldinu, fyrir utan Önnu sem býr í Kaliforníu, til landsins til að vera viðstödd á tónleikunum. Þau eru öll afar hrifin af Hörpu. Simon Mawhinney, sem kemur frá Belfast, hafði meira að segja á orði að hann vildi óska þess að slíkt hús væri til staðar í heimaborg sinni,“ segir Kolbeinn og hlær. Báðir tónleikarnir hefjast klukk- an 20 og eru miðar seldir á midi.is. kjartan@frettabladid.is Að tengja saman bassa- flautu og fugla er nánast eins fáránleg hugmynd og hægt er að fá. KOLBEINN BJARNASON Fuglasöngur og allsherjar tónskáldaveisla í Hörpu FUGLASÖNGUR Norður-Írinn, tónskáldið og fuglaáhugamaðurinn Simon Mawhinney og flautuleikarinn Kolbeinn Bjarnason taka saman höndum í Hörpu í kvöld. Kolbeinn segir útkomuna úr því að tengja saman bassaflautu og fuglasöng vera mjög sérstaka. FRÉTTABLAÐ/GVA Tónlist ★★ Barbara Bonney Listahátíð Reykjavík Barbara Bonney ásamt píanó- leikaranum Thomas Schu- back í Hörpu á Listahátíð í Reykjavík Viðskiptafundur, ekki tónleikar Það olli mikilli eftirvæntingu í tónlistar- heiminum á Íslandi (hjá elítunni, ha ha) þegar fréttist að sópransöng- konan Barbara Bonney myndi koma fram á lokatónleikum Listahá- tíðarinnar í Hörpu. Bonney er jú ein fremsta söngkona heims, hún hefur einstaklega fallega rödd og túlkar alls konar tónlist af næmi og innsæi. Hvílíkur hvalreki fyrir tónlistarlífið! En tónleikarnir ollu nokkrum vonbrigðum. Fyrir hlé flutti Bonney, ásamt píanóleikaranum Thomas Schuback, Dichterliebe eftir Schu- mann. Þessi ljóðaflokkur er oftar sunginn af karlmanni, en látum það liggja milli hluta. Innhverfan í túlkuninni var einfaldlega of mikil. Bonney söng flest í lágum hljóðum. Fínleg smáatriði, þar sem alls konar tilfinningar eiga að vera gefnar í skyn fremur en að þeim sé otað framan í áheyrendur, fóru á mis. Það var eins og söngkonan kæmist aldrei út úr sjálfri sér. Hún var í eigin heimi og hleypti fólki ekki að. Áheyrendur þurftu að liggja á hleri allan tímann. Píanóleikurinn var líka fremur daufur og óspennandi. Kannski hefði bætt að hafa flygilinn alveg opinn, hljómurinn var leiðinlega flatur, jafnvel mattur. Píanistinn spilaði samt vel, hann fylgdi söng- konunni prýðilega og allar nótur voru á sínum stað. Það var bara ekki nóg. Stemningin skánaði eftir hlé. Nokkur lög eftir Grieg voru fyrst á dagskránni, röddin var bjartari og fyllri, flutningurinn óheftari og athyglisverðari. Og lög eftir Richard Strauss voru kraftmikil og safarík. En samt komst Bonney aldrei almennilega í gang. Maður hafði á tilfinningunni að hún væri á við- skiptafundi, ekki á sviðinu í Hörpu. Ég get því miður ekki gefið þessum tónleikum sérlega góða einkunn. Þeir voru einfaldlega of leiðinlegir. Jónas Sen Niðurstaða: Furðulega litlausir tónleikar með annars frábærri söngkonu. Hagþenkir, félag höfunda fræði- rita og kennslugagna, úthlutaði á fimmtudag styrkjum til 31 verk- efnis. Alls var sótt um 72 starfs- styrki til ritstarfa og hlutu sext- án höfundar hæsta styrk, 600.000 krónur. Í úthlutanaráði fyrir árið 2011 voru Hrefna Róbertsdóttir sagn- fræðingur, Snorri Baldursson náttúrufræðingur og Hulda Þór- isdóttir stjórnmálasálfræðingur. Meðal höfunda sem hlutu hæst- an styrk má nefna Guðjón Frið- riksson fyrir verkefnið Allt um Reykjavík, Margréti Elísabetu Ólafsdóttur fyrir sögu íslenskr- ar vídeólistar og Stefán Pálsson fyrir sögu og leturgerð bókstafs- ins „Г. Hagþenkir veitir styrki Styrkþegar Hagþenkis árið 2011. FORSÍÐA VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. ÞÚ ERT MEÐ FRÆGA FÓLKIÐ Í VASANUM MEÐ VÍSI m.visir.is Fáðu Vísií símann!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.