Fréttablaðið - 11.06.2011, Síða 82
11. júní 2011 LAUGARDAGUR46
folk@frettabladid.is
21 ÁR var leikkonan Fran Drescher gift Peter Marc Jacobson. Eftir skilnaðinn viðurkenndi hann fyrir henni að hann væri samkynhneigður. Hjónin fyrrverandi eru enn miklir vinir og er Drescher mikil baráttukona fyrir réttindum sam-
kynhneigðra.
Jennifer Lopez giftist þjóninum
Ojani Noa í byrjun árs 1997 og ent-
ist hjónabandið í heilt ár. Eiginmað-
urinn hefur þó ekki alveg horfið úr
lífi Lopez því hann veitir enn viðtöl
um tíma þeirra saman.
Í nýlegu sjónvarpsviðtali sakar
Noa söngkonuna um að hafa
haldið ítrekað framhjá honum
og í tilraun til að bjarga
hjónabandinu hafi þau
leitað ráða hjá göldr-
óttri ömmu hans. „Við
tókum þátt í fórnarat-
höfn þar sem Jenni-
fer var böðuð upp
úr hænsnablóði
til þess að hreinsa
burtu syndir hennar. Á eftir var
hún böðuð upp úr vígðu vatni og
nudduð með hreinsandi jurtum. Á
meðan bað amma mín guðina um
að bjarga hjónabandi okkar,“ sagði
Noa.
Dýrafórnir eru algeng-
ur hluti af santería, heið-
inni trú sem er stunduð
í Púertó Ríkó en þaðan
koma foreldrar Lopez.
Söngkonan hefur þó neit-
að að hafa nokkru sinni
stundað santería.
J-Lo baðaði sig upp
úr hænsnablóði
FÓRNAÐI HÆNSNUM
Jennifer Lopez á sér
skuggalega fortíð.
Liðsmenn hljómsveitarinn-
ar Hnotubrjótanna fögnuðu
útgáfu fyrstu plötu sinnar
á Jómfrúnni á fimmtudags-
kvöldið. Heimir Már Pét-
ursson og Þór Eldon eru
aðalmennirnir í bandinu.
Góður andi var á Jómfrúnni á
fimmtudagskvöldið þegar liðs-
menn Hnotubrjótanna buðu vinum
og vandamönnum í hlustunarpartí.
Plata sveitarinnar, Leiðin til Kópa-
skers, er nýkomin út og markar
hún endurkomu Heimis Más Pét-
urssonar fréttamanns á tónlistar-
sviðið. Þór Eldon gítarleikari vann
plötuna með Heimi og ýmsir kunn-
ir aðstoðarmenn spila með þeim
félögum.
Plötu Hnotubrjót-
anna vel fagnað
FÖGNUÐU HNOTUBRJÓTUNUM Jón Ólafsson, Alda Karen Rúnarsdóttir og Rúnar Þór
Pétursson, bróðir Heimis Más, mættu á Jómfrúna til að heyra afraksturinn.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Heimir Már Pétursson og Þór Eldon voru
ánægðir með veisluna.
Hrund Einarsdóttir og Andrea Jónsdóttir
útvarpskona.
Heimir Már heilsaði upp á Láru Ómars
fréttakonu og Hauk Ólavsson eiginmann
hennar.
Vinnufélagar Heimis Más af Stöð 2, þau
Erla, Andri og Eva, studdu sinn mann.
Andrea Gylfadóttir og Didda voru
hressar.
Ási í Gramminu og Árni Glóbó seldu
grimmt af nýju plötunni.
Bíó ★★★
The Myth of the American
Sleepover
Leikstjóri: David Robert Mitchell
Aðalhlutverk: Claire Sloma,
Marlon Morton, Amanda Bauer
David Robert Mitchell heitir
leikstjóri þessarar lágstemmdu
myndar um eina nótt í lífi ung-
linga í ónefndu úthverfi í Banda-
ríkjunum. Persónurnar eru nokk-
uð margar og sögur þeirra fléttast
saman eftir því sem líða tekur á
nóttina. Claudia fer í náttfata-
partí til ókunnugrar stúlku og
fer þaðan með glóðarauga. Rob
er ástsjúkur furðufugl með fóta-
blæti sem ráfar um hverfið í leit
að stúlku sem hann sá í stórmark-
aði. Scott er sjúklega ástfanginn af
tvíburasystrum og getur ekki gert
það upp við sig hvora hann girn-
ist meira. Og svo er það Maggie,
en hún dröslast um á reiðhjóli með
nördalegri vinkonu sinni í leit að
eldri strákum.
Hér höfum við prýðilegt dæmi
um mynd sem hefur kostað lítið
sem ekkert í framleiðslu en tekst
þrátt fyrir það að halda áhorfand-
anum við efnið og nokkuð spennt-
um. Þetta er fyrsta mynd leikstjór-
ans og hún ber þess merki að hér er
hæfileikaríkur maður á ferð. Leik-
arahópurinn er nokkuð góður og
fæstir leikaranna hafa leikið áður
í kvikmynd. Claire Sloma er áber-
andi efnilegust og líklega er það
henni að þakka fremur en höfund-
inum að persóna hennar, Maggie,
verður hálfgerð aðalpersóna.
The Myth of the American
Sleepover er nostalgísk mynd um
unglinga en höfðar líklega frekar
til fullorðinna. Væri ég unglingur í
dag og líf mitt á einhvern máta líkt
því sem við sjáum í myndinni hefði
ég eflaust takmarkaðan áhuga, en
sem fullorðinn var myndin óþægi-
leg upprifjun á því hversu mikið
skemmtilegra það var að vera ung-
lingur.
Haukur Viðar Alfreðsson
Niðurstaða: Nokkuð gott þrátt fyrir galtóma
pyngju. Ég hlakka til að fylgjast með höf-
undinum.
Mynd um unglinga, fyrir fullorðna
Forsýningar um helgina
á óvæntustu stórmynd sumarsins
Forsýnd Laugardag 11. júni kl. 22.50 – Álfabakka
Forsýnd Sunnudag 12. júní kl. 20.00 –
Forsýnd Sunnudag 12. júní kl. 23.30 –
Forsýnd Mánudag 13. júní kl. 20.00 –
Forsýnd Mánudag 13. júní kl. 20.00 – Kringlunni
Rallycross
3. Umferð Íslandsmótsins
12.j
úní